Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. apríl 2025 16:28 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í borginni. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar. Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað betur megi fara í rekstri borgarinnar. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Þegar þetta er ritað hafa 193 tillögur borist í gáttina og kennir þar ýmissa grasa. Bjóða út sorphirðu og selja bílastæðahús Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn. Tillögur hennar eru ellefu og eru þær eftirfarandi: Einfalda miðlæga stjórnsýslu og leggja niður mannréttindaskrifstofu (ríkið hefur tekið við þessu verkefni. Leggja af tvö pólitísk ráð þ.e. stafræna ráðið og mannréttindaráð. Verkefni beggja ráða má finna annan stað innan fagráða borgarinnar. Stofna B-hlutafélag utan um eignir borgarinnar Selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga, dæmi Iðnó, húsnæði Tjarnargötu. Úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús Bjóða út alla sorphirðu borgarinnar Selja malbikunarstöðina Höfða eða selja hluti inn til nágrannasveitarfélaga Endurskoða eignarhald á dótturfyrirtækjum Orkuveitunnar m.t.t. samkeppnissjónarmiða annars vegar og innviða uppbyggingar hinsvegar. Endurskoða algjörlega strúktúr fagsviða m.t.t. millistjórnenda, fagábyrgða og fjármála ábyrgðar. Setja má sér markmið að fækka millistjórnendum um 10%. Endurskoða rekstur safna og menningarhús m.t.t. mögulegra PPP verkefna eða samrekstur við aðrar menningarhús og söfn. Endurhanna allt innkaupaferli borgarinnar. Borga 30 þúsund fyrir ljósaperuskipti Ein tillagan er frá aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra í miðbænum. Hún segir að mikill sparnaður myndi hljótast af því að hafa húsvarðateymi sem gæti sinnt störfum á leikskólum eins og að pússa og mála guggakistu og önnur slík verkefni. „Að kalla til verktaka í hvert skipti sem rukkar þrjátíu þúsund krónur fyrir að skipta um eina ljósaperu er út í hött,“ segir hún, og af því má ráða að slíkt hafi verið venjan hjá Reykjavíkurborg, að minnsta kosti í leikskóla hennar. Fækka borgarfulltrúum og lækka laun Í annarri tillögu er lagt til að borgarfulltrúum verði fækkað aftur í 15 manns, og að laun borgarstjóra verði lækkuð niður í 1,5 milljón á mánuði. Fjölmargar tillögur hafa eitthvað með borgarlínuna að gera, ýmist er lagt til að hætt verði við hana eða framkvæmdum seinkað. „Legg til að hætt verði við borgarlínu,“ segir ein. „Hætta alfarið við BORGARLÍNUNA og þessa fáralegu brú sem sómar sig vel á suðlægum stöðum EKKI á ISLANDI enda eru íslendingar bílaþjóð og mun alltaf verða.....“ segir í annarri tillögu. „Þegar gögn um væntanlega Borgarlínu eru skoðuð virðist áberandi lítið fjallað um kosti, galla og mögulegar úrbætur á núvarandi þjónustu strætó. Það er mjög lítið fjallað um til hvaða ráða á að grípa til að notkun á strætó verði raunverulegur valkostur,“ segir þriðja tillagan um borgarlínuna. Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað betur megi fara í rekstri borgarinnar. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Þegar þetta er ritað hafa 193 tillögur borist í gáttina og kennir þar ýmissa grasa. Bjóða út sorphirðu og selja bílastæðahús Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn. Tillögur hennar eru ellefu og eru þær eftirfarandi: Einfalda miðlæga stjórnsýslu og leggja niður mannréttindaskrifstofu (ríkið hefur tekið við þessu verkefni. Leggja af tvö pólitísk ráð þ.e. stafræna ráðið og mannréttindaráð. Verkefni beggja ráða má finna annan stað innan fagráða borgarinnar. Stofna B-hlutafélag utan um eignir borgarinnar Selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga, dæmi Iðnó, húsnæði Tjarnargötu. Úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús Bjóða út alla sorphirðu borgarinnar Selja malbikunarstöðina Höfða eða selja hluti inn til nágrannasveitarfélaga Endurskoða eignarhald á dótturfyrirtækjum Orkuveitunnar m.t.t. samkeppnissjónarmiða annars vegar og innviða uppbyggingar hinsvegar. Endurskoða algjörlega strúktúr fagsviða m.t.t. millistjórnenda, fagábyrgða og fjármála ábyrgðar. Setja má sér markmið að fækka millistjórnendum um 10%. Endurskoða rekstur safna og menningarhús m.t.t. mögulegra PPP verkefna eða samrekstur við aðrar menningarhús og söfn. Endurhanna allt innkaupaferli borgarinnar. Borga 30 þúsund fyrir ljósaperuskipti Ein tillagan er frá aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra í miðbænum. Hún segir að mikill sparnaður myndi hljótast af því að hafa húsvarðateymi sem gæti sinnt störfum á leikskólum eins og að pússa og mála guggakistu og önnur slík verkefni. „Að kalla til verktaka í hvert skipti sem rukkar þrjátíu þúsund krónur fyrir að skipta um eina ljósaperu er út í hött,“ segir hún, og af því má ráða að slíkt hafi verið venjan hjá Reykjavíkurborg, að minnsta kosti í leikskóla hennar. Fækka borgarfulltrúum og lækka laun Í annarri tillögu er lagt til að borgarfulltrúum verði fækkað aftur í 15 manns, og að laun borgarstjóra verði lækkuð niður í 1,5 milljón á mánuði. Fjölmargar tillögur hafa eitthvað með borgarlínuna að gera, ýmist er lagt til að hætt verði við hana eða framkvæmdum seinkað. „Legg til að hætt verði við borgarlínu,“ segir ein. „Hætta alfarið við BORGARLÍNUNA og þessa fáralegu brú sem sómar sig vel á suðlægum stöðum EKKI á ISLANDI enda eru íslendingar bílaþjóð og mun alltaf verða.....“ segir í annarri tillögu. „Þegar gögn um væntanlega Borgarlínu eru skoðuð virðist áberandi lítið fjallað um kosti, galla og mögulegar úrbætur á núvarandi þjónustu strætó. Það er mjög lítið fjallað um til hvaða ráða á að grípa til að notkun á strætó verði raunverulegur valkostur,“ segir þriðja tillagan um borgarlínuna.
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira