Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 19:00 Matthías Matthíasson, yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Lýður Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. Afstaða félag fanga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að hælisleitendur sem bíði brottvísunar dvelji við óviðunandi aðstæður vikum saman í fangageymslum lögreglu. Þeir væru oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað "belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist. Matthías Matthíasson yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir um að ræða úrræði sem enginn vilji beita. Spyr sig hvers vegna þetta sé svona „Engu að síður erum við í þessari stöðu og það þarf að hugsa, af hverju er þetta svona? Hvað brotnar í þessu ferli, hvað veldur því að ekki er sett upp einhver aðstaða þar sem fólk getur dvalið áður en því er vísað úr landi, og þetta auðvitað kristallast líka í umræðunni um það hvort það eigi yfirhöfuð að vísa fólki úr landi en þetta er allavega versta úrræðið sem hægt er að nota fyrir einstakling sem fær ekki landvistarleyfi, að setja fólk í fangelsi áður en brottvísun á sér stað.“ Líðan hælisleitenda sem bíði brottflutningar í einangrun sé með þeirri verstu í fangelsum landsins. „Það eru meiri yfirlýsingar um sjálfsvígshugsanir, um sjálfsskaða og jafnvel fólk gerir tilraunir til sjálfsskaða. Fólk er miklu brotnara og það er ótrúlega erfitt oft að hitta einstakling sem á að fara að vísa úr landi nóttina eftir eða tveim dögum seinna eða eitthvað slíkt því viðkomandi veit ekkert hvað tekur við og líður einstaklega illa.“ Teymið vanfjármagnað Geðheilsuteymið sé vanfjármagnað, með einungis fimm starfsmenn sem þyrftu að sögn Matthíasar að vera tíu. „Við höfum ekki efni á útkalli, við höfum ekki efni á yfirvinnu, við höfum ekki efni á bakvöktum, við höfum ekki efni á því að ráða viðbótahjúkrunarfræðingi, við erum með einn hjúkrunarfræðing, það er mikið um lyfjamál og lyfjagjöf þannig við erum alveg í standandi vandræðum gagnvart þessum málum.“ Fangelsismál Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Afstaða félag fanga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að hælisleitendur sem bíði brottvísunar dvelji við óviðunandi aðstæður vikum saman í fangageymslum lögreglu. Þeir væru oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað "belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist. Matthías Matthíasson yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir um að ræða úrræði sem enginn vilji beita. Spyr sig hvers vegna þetta sé svona „Engu að síður erum við í þessari stöðu og það þarf að hugsa, af hverju er þetta svona? Hvað brotnar í þessu ferli, hvað veldur því að ekki er sett upp einhver aðstaða þar sem fólk getur dvalið áður en því er vísað úr landi, og þetta auðvitað kristallast líka í umræðunni um það hvort það eigi yfirhöfuð að vísa fólki úr landi en þetta er allavega versta úrræðið sem hægt er að nota fyrir einstakling sem fær ekki landvistarleyfi, að setja fólk í fangelsi áður en brottvísun á sér stað.“ Líðan hælisleitenda sem bíði brottflutningar í einangrun sé með þeirri verstu í fangelsum landsins. „Það eru meiri yfirlýsingar um sjálfsvígshugsanir, um sjálfsskaða og jafnvel fólk gerir tilraunir til sjálfsskaða. Fólk er miklu brotnara og það er ótrúlega erfitt oft að hitta einstakling sem á að fara að vísa úr landi nóttina eftir eða tveim dögum seinna eða eitthvað slíkt því viðkomandi veit ekkert hvað tekur við og líður einstaklega illa.“ Teymið vanfjármagnað Geðheilsuteymið sé vanfjármagnað, með einungis fimm starfsmenn sem þyrftu að sögn Matthíasar að vera tíu. „Við höfum ekki efni á útkalli, við höfum ekki efni á yfirvinnu, við höfum ekki efni á bakvöktum, við höfum ekki efni á því að ráða viðbótahjúkrunarfræðingi, við erum með einn hjúkrunarfræðing, það er mikið um lyfjamál og lyfjagjöf þannig við erum alveg í standandi vandræðum gagnvart þessum málum.“
Fangelsismál Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00