Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. apríl 2025 22:57 Mac McAllister Vísir/Stefán Kafbátaleitaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Landhelgisgæslunnar hófst í dag og mun standa yfir í tvær vikur. Um er að ræða umfangsmikla æfingu þar sem herskip frá Evrópuþjóðum, þyrlur og kafbátar koma við sögu. Mac McAllister, skipstjóri NATO og stjórnandi æfingarinnar, segir það mikilvægt að æfa á friðartímum svo hægt sé að bregðast við ef átök skyldu brjótast út. „Þetta er góður staður til að æfa á. Og augljóslega mjög mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að tryggja þetta svæði. Æfingin snýst um að þjálfa hernað gegn kafbátum hjá öllum sambandsríkjum. Ekki bara fyrir kafbáta heldur einnig skip og eftirlitsflugvélar.“ Æfingin fer fram við svokallað GIUK hlið en um er að ræða svæði sem rússneskir hernaðar- eða njósnakafbátar þurfa að fara í gegnum til að komast inn á Atlantshaf. Staðsetning Íslands sé gífurlega mikilvæg og brýnt að vera á verði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi og í fyrsta sinn sem ég starfa með Landhelgisgæslunni. Það er frábært að sjá hæfnina sem þau hafa. Þetta er nokkuð flókið svæði til að vinna á. Þá á ég við lögun vígvöllsins neðansjávar. Við vitum auðvitað að vinir okkar í norðri fara í gegnum þessi svæði. En þetta er bakgarðurinn okkar. Við verðum að vera fullviss um að við getum farið hér um með auðveldari máta en sumir aðrir,“ sagði Mac. Töluverð umferð kafbáta á svæðinu Æfingarnar munu halda áfram næstu tvær vikurnar og fylgir Landhelgisgæslan með á milli svæða. Hún hófst hér við Íslandsstrendur. Heldur svo áfram til Færeyja og síðan áfram frá Færeyjum til Þrándheims í Noregi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæsluna haf umfangsmikið hlutverk í æfingum sem þessum. „Það er gríðar mikilvægt fyrir okkur að æfa með bandalagsþjóðunum. Samhæfa okkar vinnubrögð, samskipti og verklag Þannig það skiptir miklu máli. Við erum á umferðareyju. Mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og gera ráðstafanir. Vitið þið til þess að það sé mikil umferð rússneskra kafbáta hér í kring. „Við leiðum líkur að því að það sé töluverð umferð hérna.“ Eftir að búið var að fylgjast með æfingum í allan dag fékk fréttamaður þann heiður að taka þátt í æfingunni. Landhelgisgæslan NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Mac McAllister, skipstjóri NATO og stjórnandi æfingarinnar, segir það mikilvægt að æfa á friðartímum svo hægt sé að bregðast við ef átök skyldu brjótast út. „Þetta er góður staður til að æfa á. Og augljóslega mjög mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að tryggja þetta svæði. Æfingin snýst um að þjálfa hernað gegn kafbátum hjá öllum sambandsríkjum. Ekki bara fyrir kafbáta heldur einnig skip og eftirlitsflugvélar.“ Æfingin fer fram við svokallað GIUK hlið en um er að ræða svæði sem rússneskir hernaðar- eða njósnakafbátar þurfa að fara í gegnum til að komast inn á Atlantshaf. Staðsetning Íslands sé gífurlega mikilvæg og brýnt að vera á verði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi og í fyrsta sinn sem ég starfa með Landhelgisgæslunni. Það er frábært að sjá hæfnina sem þau hafa. Þetta er nokkuð flókið svæði til að vinna á. Þá á ég við lögun vígvöllsins neðansjávar. Við vitum auðvitað að vinir okkar í norðri fara í gegnum þessi svæði. En þetta er bakgarðurinn okkar. Við verðum að vera fullviss um að við getum farið hér um með auðveldari máta en sumir aðrir,“ sagði Mac. Töluverð umferð kafbáta á svæðinu Æfingarnar munu halda áfram næstu tvær vikurnar og fylgir Landhelgisgæslan með á milli svæða. Hún hófst hér við Íslandsstrendur. Heldur svo áfram til Færeyja og síðan áfram frá Færeyjum til Þrándheims í Noregi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæsluna haf umfangsmikið hlutverk í æfingum sem þessum. „Það er gríðar mikilvægt fyrir okkur að æfa með bandalagsþjóðunum. Samhæfa okkar vinnubrögð, samskipti og verklag Þannig það skiptir miklu máli. Við erum á umferðareyju. Mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og gera ráðstafanir. Vitið þið til þess að það sé mikil umferð rússneskra kafbáta hér í kring. „Við leiðum líkur að því að það sé töluverð umferð hérna.“ Eftir að búið var að fylgjast með æfingum í allan dag fékk fréttamaður þann heiður að taka þátt í æfingunni.
Landhelgisgæslan NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira