Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2025 08:25 Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis. Bylgjan Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis og Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, segja mikilvægt að foreldrar setji börnum mörk um skjátíma. Mikilvægt sé þó að byrja á sjálfum sér. „Þetta snýr ekki bara að börnunum okkar, heldur okkur sjálfum,“ segir Unnur en þær Kristín ræddu skjátíma barna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir rannsóknir sýna að átta til tíu ára gömul börn verji um sex klukkustundum á dag fyrir framan skjá og þá sé ekki tekið með nám, sé litið til 11 til 14 ára barna séu það að meðaltali um níu klukkustundir. „Þetta er gríðarlegur tími. Þau eru að fá 237 tilkynningar á hverjum degi í símann sinn. Þetta er á sirka fjögurra mínútna fresti, stöðugt áreiti.“ Hún segir þessa stöðugu mötun mikið vandamál, ekki bara á Íslandi, heldur heimsvísu. Fólk hafi minni tíma til að vera og leiðast. Þá sé líklegra til að finna fyrir eirðarleysi þegar fólk er ekki með símann í hendinni. Sem dæmi sýni rannsóknir frá Bandaríkjunum að fullorðnir eyði um fimm tímum á dag í símanum. Það eru tveir og hálfur mánuðir á ári. „Svo erum við að tala um tímaskort.“ Hafi áhrif á tengslamyndun og málþroska Kristín segir foreldra eiga erfitt með að setja börnum sínum mörk, og það sama gildi um þau sjálf. Rannsóknir sveitarfélagsins bendi til þess að tengslamyndum og málþroski sé að dala. „Við sjáum það beint inn í leikskólunum. Hvernig börnin haga sér öðruvísi en áður fyrr. Það heldur svo áfram inn í grunnskóla. Það er félagsfælni og aðstæður sem börnin eiga erfiðara með að tækla.“ Kristín María segir bæjaryfirvöld meðvituð um þetta og skoði leiðir til að takast á við það. Sem dæmi hafi í fyrra verið haldinn símalaus aprílmánuður sem hafi gengið vel. „Við vorum með skákborð og spil og annað og það var skemmtilegt. Börnin fóru frekar út að leika,“ segir hún og að börnin hafi verið ánægðari. Hún segir skólana nú á þeirri vegferð að úthýsa símunum. Þeir séu mislangt komnir og það gangi misvel. Það sé ekki endilega leiðin að það komi regla að ofan um símalausa skóla. Það sé betra að það komi innan frá og frá foreldrum líka. „Menningin er mismunandi [innan skólanna] en það er auðvitað þannig að við þurfum bara að breyta menningu heimilanna,“ segir Kristín. Finnur fyrir vitundarvakningu meðal foreldra Unnur segir það sem geri hana bjartsýna að hún hafi síðustu mánuði hitt foreldra og finni fyrir vitundarvakningu. Þetta sé fólk sem hafi alist upp með þróun símans en henni finnist fólk vera meðvitaðra. „Þegar snjalltækjavæðingin fór af stað fyrir um fimmtán árum síðan þá vissum við ekki betur. Við vorum dugleg að ota tækninni að börnunum okkar, bæði í skólasamfélaginu og heima. Vegna þess að við vildum gera þau samkeppnishæf, tæknin var það sem myndi ráða ríkjum og þau þyrftu að vera hæf,“ segir Unnur. Á sama tíma hafi fólk ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum. Rannsóknir sýni afleiðingarnar og það sé mikilvægt að bregðast við. „Það er aldrei of seint.“ Unnur segir Internetið og snjalltæknina ekki það fyrsta sem hefur áhrif á börn. Þegar sjónvarpið kom hafi fólk haft áhyggjur af því en munurinn sé mögulega að afleiðingarnar séu svo afdrifaríkar hvað varðar snjalltækin og samfélagsmiðlana til dæmis. „Það var erfitt að fara út með túbusjónvarpið. Það var auðveldara að stjórna því. Nú eru börnin okkar með tæki í vasanum allan sólarhringinn þar sem þau geta hvað sem þeim langar til.“ Unnur segir mikilvægt fyrir foreldra að setja mörk en að þeir byrji á sjálfum sér. Það séu sett tímamörk og fólk tali saman. Unnur segir flesta háða tækjunum sínum en Z-kynslóðin, sem hafi farið í gegnum sitt uppeldi með þessum tækjum, sé meðvitaðri og tilbúnari til að setja mörk en þau sem eldri eru. „Ég bind miklar vonir við unga foreldra, að þau fari að snúa þessari þróun við,“ segir Unnur. Kristín segir mikilvægt að horfast í augu við þessar áskoranir. Fjallað verður um þetta á fyrirlestri á vegum bæjarins í Bæjarbíó klukkan 17 í dag. Fundurinn er hluti af fundaröð sem hófst í október og fjallar um tengslamyndun og hvernig er hægt að bæta líðan og öryggi ungs fólks. Nánar hér. Foreldrarnir vandamálið frekar en börnin Kristín telur börnin sjálf ekki vandamál þegar kemur að mörkum. Það séu foreldrarnir sjálfir. „Það er orðin ákveðin ómenning, inn á heimilum og inni á þeim stöðum þar sem við komum saman,“ segir hún og að alls staðar séu allir í símanum. „Við erum ekki lengur að horfast í augu. Við þurfum að staldra við, horfast í augu við hvort annað, horfast í augu við vandamálið og taka þetta áfram á jákvæðum nótum.“ Börn og uppeldi Hafnarfjörður Tækni Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Börn eru ekki lengur örugg þar sem þau sitja ein inni í herberginu á heimili sínu. Þau lifa við allt annan veruleika en börn hafa lifað við hingað til. Sum geta eytt meiri tíma með karakterum á borð við Andrew Tate á netinu heldur en með eigin foreldrum í rauntíma. Þetta er meðal þess sem lesa má úr skilaboðum leiknu Netflix þáttaraðarinnar Adolescence sem slegið hefur í gegn. 30. mars 2025 07:03 Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Yfirmaður menntamála hjá OECD og höfundur Pisa-könnunar segir íslenska menntakerfið mega vera metnaðarfyllra í garð nemenda. Akademísk frammistaða íslenskra barna verði sífellt lakari þó þau standi sig betur á sumum sviðum. 26. mars 2025 20:02 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Þetta snýr ekki bara að börnunum okkar, heldur okkur sjálfum,“ segir Unnur en þær Kristín ræddu skjátíma barna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir rannsóknir sýna að átta til tíu ára gömul börn verji um sex klukkustundum á dag fyrir framan skjá og þá sé ekki tekið með nám, sé litið til 11 til 14 ára barna séu það að meðaltali um níu klukkustundir. „Þetta er gríðarlegur tími. Þau eru að fá 237 tilkynningar á hverjum degi í símann sinn. Þetta er á sirka fjögurra mínútna fresti, stöðugt áreiti.“ Hún segir þessa stöðugu mötun mikið vandamál, ekki bara á Íslandi, heldur heimsvísu. Fólk hafi minni tíma til að vera og leiðast. Þá sé líklegra til að finna fyrir eirðarleysi þegar fólk er ekki með símann í hendinni. Sem dæmi sýni rannsóknir frá Bandaríkjunum að fullorðnir eyði um fimm tímum á dag í símanum. Það eru tveir og hálfur mánuðir á ári. „Svo erum við að tala um tímaskort.“ Hafi áhrif á tengslamyndun og málþroska Kristín segir foreldra eiga erfitt með að setja börnum sínum mörk, og það sama gildi um þau sjálf. Rannsóknir sveitarfélagsins bendi til þess að tengslamyndum og málþroski sé að dala. „Við sjáum það beint inn í leikskólunum. Hvernig börnin haga sér öðruvísi en áður fyrr. Það heldur svo áfram inn í grunnskóla. Það er félagsfælni og aðstæður sem börnin eiga erfiðara með að tækla.“ Kristín María segir bæjaryfirvöld meðvituð um þetta og skoði leiðir til að takast á við það. Sem dæmi hafi í fyrra verið haldinn símalaus aprílmánuður sem hafi gengið vel. „Við vorum með skákborð og spil og annað og það var skemmtilegt. Börnin fóru frekar út að leika,“ segir hún og að börnin hafi verið ánægðari. Hún segir skólana nú á þeirri vegferð að úthýsa símunum. Þeir séu mislangt komnir og það gangi misvel. Það sé ekki endilega leiðin að það komi regla að ofan um símalausa skóla. Það sé betra að það komi innan frá og frá foreldrum líka. „Menningin er mismunandi [innan skólanna] en það er auðvitað þannig að við þurfum bara að breyta menningu heimilanna,“ segir Kristín. Finnur fyrir vitundarvakningu meðal foreldra Unnur segir það sem geri hana bjartsýna að hún hafi síðustu mánuði hitt foreldra og finni fyrir vitundarvakningu. Þetta sé fólk sem hafi alist upp með þróun símans en henni finnist fólk vera meðvitaðra. „Þegar snjalltækjavæðingin fór af stað fyrir um fimmtán árum síðan þá vissum við ekki betur. Við vorum dugleg að ota tækninni að börnunum okkar, bæði í skólasamfélaginu og heima. Vegna þess að við vildum gera þau samkeppnishæf, tæknin var það sem myndi ráða ríkjum og þau þyrftu að vera hæf,“ segir Unnur. Á sama tíma hafi fólk ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum. Rannsóknir sýni afleiðingarnar og það sé mikilvægt að bregðast við. „Það er aldrei of seint.“ Unnur segir Internetið og snjalltæknina ekki það fyrsta sem hefur áhrif á börn. Þegar sjónvarpið kom hafi fólk haft áhyggjur af því en munurinn sé mögulega að afleiðingarnar séu svo afdrifaríkar hvað varðar snjalltækin og samfélagsmiðlana til dæmis. „Það var erfitt að fara út með túbusjónvarpið. Það var auðveldara að stjórna því. Nú eru börnin okkar með tæki í vasanum allan sólarhringinn þar sem þau geta hvað sem þeim langar til.“ Unnur segir mikilvægt fyrir foreldra að setja mörk en að þeir byrji á sjálfum sér. Það séu sett tímamörk og fólk tali saman. Unnur segir flesta háða tækjunum sínum en Z-kynslóðin, sem hafi farið í gegnum sitt uppeldi með þessum tækjum, sé meðvitaðri og tilbúnari til að setja mörk en þau sem eldri eru. „Ég bind miklar vonir við unga foreldra, að þau fari að snúa þessari þróun við,“ segir Unnur. Kristín segir mikilvægt að horfast í augu við þessar áskoranir. Fjallað verður um þetta á fyrirlestri á vegum bæjarins í Bæjarbíó klukkan 17 í dag. Fundurinn er hluti af fundaröð sem hófst í október og fjallar um tengslamyndun og hvernig er hægt að bæta líðan og öryggi ungs fólks. Nánar hér. Foreldrarnir vandamálið frekar en börnin Kristín telur börnin sjálf ekki vandamál þegar kemur að mörkum. Það séu foreldrarnir sjálfir. „Það er orðin ákveðin ómenning, inn á heimilum og inni á þeim stöðum þar sem við komum saman,“ segir hún og að alls staðar séu allir í símanum. „Við erum ekki lengur að horfast í augu. Við þurfum að staldra við, horfast í augu við hvort annað, horfast í augu við vandamálið og taka þetta áfram á jákvæðum nótum.“
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Tækni Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Börn eru ekki lengur örugg þar sem þau sitja ein inni í herberginu á heimili sínu. Þau lifa við allt annan veruleika en börn hafa lifað við hingað til. Sum geta eytt meiri tíma með karakterum á borð við Andrew Tate á netinu heldur en með eigin foreldrum í rauntíma. Þetta er meðal þess sem lesa má úr skilaboðum leiknu Netflix þáttaraðarinnar Adolescence sem slegið hefur í gegn. 30. mars 2025 07:03 Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Yfirmaður menntamála hjá OECD og höfundur Pisa-könnunar segir íslenska menntakerfið mega vera metnaðarfyllra í garð nemenda. Akademísk frammistaða íslenskra barna verði sífellt lakari þó þau standi sig betur á sumum sviðum. 26. mars 2025 20:02 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Börn eru ekki lengur örugg þar sem þau sitja ein inni í herberginu á heimili sínu. Þau lifa við allt annan veruleika en börn hafa lifað við hingað til. Sum geta eytt meiri tíma með karakterum á borð við Andrew Tate á netinu heldur en með eigin foreldrum í rauntíma. Þetta er meðal þess sem lesa má úr skilaboðum leiknu Netflix þáttaraðarinnar Adolescence sem slegið hefur í gegn. 30. mars 2025 07:03
Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Yfirmaður menntamála hjá OECD og höfundur Pisa-könnunar segir íslenska menntakerfið mega vera metnaðarfyllra í garð nemenda. Akademísk frammistaða íslenskra barna verði sífellt lakari þó þau standi sig betur á sumum sviðum. 26. mars 2025 20:02