Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar 29. apríl 2025 12:31 Íslenski hesturinn hefur frá örófi alda verið samofin sögu þjóðarinnar. Hesturinn hefur verið nýttur sem vinnudýr, fararskjóti og landinn át jafnvel sjálfdauð hross í laumi sökum hungurs eftir kristnitöku, sem á þeim tíma boðaði heljarvist þeim sem það gerðu. Hesturinn hefur réttilega verið kallaður þarfasti þjónninn. Sökum skelfilegrar fátæktar t.d á tímum móðuharðinda var hann engu að síður það húsdýr sem naut minnstar alúðar frá eigendum sínum. Opin sár á baki hans þóttu á þeim tíma ekki tiltökumál og þau grædd hverju sinni með heimagerðum áburði. Okkur lærðist síðar að meta hestinn enn frekar af verðleikum sínum. Virða og þakka fyrir þá staðreynd að hann ásamt íslensku sauðkindinni átti langstærstan þátt í bjarga þjóðinni frá útrýmingu á tímum harðinda og náttúruvár. Hesturinn nýtur mikillar virðingar fyrir úthald hans, styrk, geðslag og gangtegundir og í dag er hann nánast eingöngu nýtur okkur til afþreyingar og ánægju. Hann er ennþá ómissandi í flestum göngum og fátt er skemmtilegra að en ríða fjörmiklum og fótvissum hesti fyrir óþekka kind sem vil ekki heim. Við erum jafnvel farin að gera það vel við frábæra íslenska hestinn okkar að sumir óttast að mögulega verði fljótlega ræktað úr honum einstök eðlislæg harðgerð hans, þrautsegja og þol. Ég segi næstum eingöngu til skemmtunar en það er líka hrossakjötframleiðsla í landinu, sem er vel. Íslenska folaldakjötið okkar er hollasta og hreinasta kjötafurð sem við framleiðum. Folöldin ganga frjáls um heiðar og haga með mæðrum sínum yfir sumarið, án nokkurra inngripa mannsins og án allrar lyfjagjafar. Svo er blóðmerahaldi því miður enn haldið til streitu. Þetta er séríslenskt fyrirbæri rétt eins og verðtryggingin og þekkist ekki annars staðar í Evrópu. Á meðfylgjandi mynd getur að líta nálina sem notuð er við blóðtöku fylfullra hryssa. Með þessari nál eru dregnir 5 ltr af blóði úr örvinglaðri og jafnvel alveg ótaminni hryssu, einu sinni í viku. Það eina sem mannfólkið býður þessum dýrum upp á er hávaði, hefting, högg, spörk og sársauki. Hesturinn er hjarðdýr og ef að honum er sótt er það í eðli hans að flýja. Það útskýrir ótta og mikil umbrot hryssanna við þessa grimmilegu árás. Skoðum aðeins eina tilganginn með þessum iðnaði. Hann er eingöngu sá að framleiða frjósemislyf fyrir gyltur sem felur í sér aðra miskunarlausa nýtingu á dýrum og hreina níðslu. Gyltur hefja og ljúka stuttu lífi sínu inni í afar þröngu rými í gluggalausri verksmiðju. Við það að dæla í þær ákveðnum hormónum unnum úr blóði úr fylfullum hryssum, eykst frjósemi þeirra og þar með níðsla á þeim enn frekar. Tilgangurinn helgar svo vægt sé til orða tekið ekki meðalið! Heimurinn horfir til okkar vegna þessa blóðtökuiðnaðar og aldeilis ekki neinum aðdáunaraugum. Þessi sýn á íslenskan landbúnað er okkur til mikils vansa. Íslenskir hrossaræktendur verða þess einnig varir að erlendir kaupendur eru teknir að spyrna við fótum vegna orðsporsins sem fer af blóðmerahaldi. Þannig að þetta skemmir einnig út frá sér. Geðslag íslenska hestsins er einstakt meðal hestastofna á heimsvísu og hann hefur mátt líða ýmislegt í gegnum aldirnar, sem er afsakanlegt sökum tíðaranda og örbyggðar. Blóðmerahald nútímans er að mínu mati ein sú grimmasta og tilganglausasta atlaga sem íslenski hesturinn hefur mátt þola frá upphafi og óafsakanleg að auki. Ég skora á alla þá sem að þessu standa að loka þessum kafla og opna annan. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Blóðmerahald Hestar Flokkur fólksins Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Íslenski hesturinn hefur frá örófi alda verið samofin sögu þjóðarinnar. Hesturinn hefur verið nýttur sem vinnudýr, fararskjóti og landinn át jafnvel sjálfdauð hross í laumi sökum hungurs eftir kristnitöku, sem á þeim tíma boðaði heljarvist þeim sem það gerðu. Hesturinn hefur réttilega verið kallaður þarfasti þjónninn. Sökum skelfilegrar fátæktar t.d á tímum móðuharðinda var hann engu að síður það húsdýr sem naut minnstar alúðar frá eigendum sínum. Opin sár á baki hans þóttu á þeim tíma ekki tiltökumál og þau grædd hverju sinni með heimagerðum áburði. Okkur lærðist síðar að meta hestinn enn frekar af verðleikum sínum. Virða og þakka fyrir þá staðreynd að hann ásamt íslensku sauðkindinni átti langstærstan þátt í bjarga þjóðinni frá útrýmingu á tímum harðinda og náttúruvár. Hesturinn nýtur mikillar virðingar fyrir úthald hans, styrk, geðslag og gangtegundir og í dag er hann nánast eingöngu nýtur okkur til afþreyingar og ánægju. Hann er ennþá ómissandi í flestum göngum og fátt er skemmtilegra að en ríða fjörmiklum og fótvissum hesti fyrir óþekka kind sem vil ekki heim. Við erum jafnvel farin að gera það vel við frábæra íslenska hestinn okkar að sumir óttast að mögulega verði fljótlega ræktað úr honum einstök eðlislæg harðgerð hans, þrautsegja og þol. Ég segi næstum eingöngu til skemmtunar en það er líka hrossakjötframleiðsla í landinu, sem er vel. Íslenska folaldakjötið okkar er hollasta og hreinasta kjötafurð sem við framleiðum. Folöldin ganga frjáls um heiðar og haga með mæðrum sínum yfir sumarið, án nokkurra inngripa mannsins og án allrar lyfjagjafar. Svo er blóðmerahaldi því miður enn haldið til streitu. Þetta er séríslenskt fyrirbæri rétt eins og verðtryggingin og þekkist ekki annars staðar í Evrópu. Á meðfylgjandi mynd getur að líta nálina sem notuð er við blóðtöku fylfullra hryssa. Með þessari nál eru dregnir 5 ltr af blóði úr örvinglaðri og jafnvel alveg ótaminni hryssu, einu sinni í viku. Það eina sem mannfólkið býður þessum dýrum upp á er hávaði, hefting, högg, spörk og sársauki. Hesturinn er hjarðdýr og ef að honum er sótt er það í eðli hans að flýja. Það útskýrir ótta og mikil umbrot hryssanna við þessa grimmilegu árás. Skoðum aðeins eina tilganginn með þessum iðnaði. Hann er eingöngu sá að framleiða frjósemislyf fyrir gyltur sem felur í sér aðra miskunarlausa nýtingu á dýrum og hreina níðslu. Gyltur hefja og ljúka stuttu lífi sínu inni í afar þröngu rými í gluggalausri verksmiðju. Við það að dæla í þær ákveðnum hormónum unnum úr blóði úr fylfullum hryssum, eykst frjósemi þeirra og þar með níðsla á þeim enn frekar. Tilgangurinn helgar svo vægt sé til orða tekið ekki meðalið! Heimurinn horfir til okkar vegna þessa blóðtökuiðnaðar og aldeilis ekki neinum aðdáunaraugum. Þessi sýn á íslenskan landbúnað er okkur til mikils vansa. Íslenskir hrossaræktendur verða þess einnig varir að erlendir kaupendur eru teknir að spyrna við fótum vegna orðsporsins sem fer af blóðmerahaldi. Þannig að þetta skemmir einnig út frá sér. Geðslag íslenska hestsins er einstakt meðal hestastofna á heimsvísu og hann hefur mátt líða ýmislegt í gegnum aldirnar, sem er afsakanlegt sökum tíðaranda og örbyggðar. Blóðmerahald nútímans er að mínu mati ein sú grimmasta og tilganglausasta atlaga sem íslenski hesturinn hefur mátt þola frá upphafi og óafsakanleg að auki. Ég skora á alla þá sem að þessu standa að loka þessum kafla og opna annan. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun