Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2025 16:12 Fólk á öllum aldri sækir sundlaugarnar heim um allt land. Gestir Vesturbæjarlaugar þurfa að leita annað eftir sundleikfimi, -spretti og félagsskap í fjórar vikur í maí og júní. Vísir/Vilhelm Vesturbæjarlaug í Reykjavík verður lokað í fjórar vikur í maí og júní vegna viðhaldslokunar en meðal annars á að skipta um rennibraut. Viðhaldslokanir fara fram í borginni á sumrin þar sem ekki er hægt að sinna viðhaldi utanhúss á veturna að því er segir í tilkynningu frá borginni. Þar segir að í viðhaldslokunum sé farið í viðgerðir á mannvirkjum, málun, múrvinnu og almennt viðhald sem ekki sé hægt að framkvæma á opnunartíma Í Vesturbæjarlaug er lengri viðhaldslokun en í öðrum sundlaugum þar sem sinna þarf fleiri verkefnum. Má þar nefna málun á laugarkeri, að skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald, lyftu við barnalaug, skipta um neyðarkerfi og annað almennt viðhald. Framkvæmdir á nýjum sánum Framkvæmdir á nýjum umtöluðum sánum í Vesturbæjarlaug hefjast föstudaginn 2. maí. „Nauðsynlegt reynist að loka sérklefanum á meðan á framkvæmdum stendur þar sem ekki er hægt að tryggja örugga leið til og frá þeim klefa vegna nálægðar við framkvæmdarsvæði. Þetta á einnig við um hjólastólaaðgengi að Vesturbæjarlaug á þessum tíma þar sem inngangur fyrir fólk í hjólastólum er á framkvæmdarsvæði,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Útiklefar verði opnir en munaskápar færðir í anddyri. Gengið verður í klefana frá laug. „Þegar viðhaldslokanir standa yfir getur verið gaman að bregða út af vananum og heimsækja aðra sundlaug í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni sem biðst velvirðingar á því ónæði sem lokanir kunna að valda. Viðhaldslokanir skarist yfirleitt ekki milli mikið sundlauga en að neðan má sjá dagsetningar yfir lokanir sumarsins í ár. Viðhaldslokanir í sundlaugum Reykjavíkur í sumar: Árbæjarlaug: 19. maí – 4. júní Breiðholtslaug: 10. – 17. maí Dalslaug: Engin lokun Grafarvogslaug: 6. – 12. júní Klébergslaug: Engin lokun Laugardalslaug: 30. apríl Sundhöll: 16. – 24. ágúst Vesturbæjarlaug: 26. maí – 23. júní Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Þar segir að í viðhaldslokunum sé farið í viðgerðir á mannvirkjum, málun, múrvinnu og almennt viðhald sem ekki sé hægt að framkvæma á opnunartíma Í Vesturbæjarlaug er lengri viðhaldslokun en í öðrum sundlaugum þar sem sinna þarf fleiri verkefnum. Má þar nefna málun á laugarkeri, að skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald, lyftu við barnalaug, skipta um neyðarkerfi og annað almennt viðhald. Framkvæmdir á nýjum sánum Framkvæmdir á nýjum umtöluðum sánum í Vesturbæjarlaug hefjast föstudaginn 2. maí. „Nauðsynlegt reynist að loka sérklefanum á meðan á framkvæmdum stendur þar sem ekki er hægt að tryggja örugga leið til og frá þeim klefa vegna nálægðar við framkvæmdarsvæði. Þetta á einnig við um hjólastólaaðgengi að Vesturbæjarlaug á þessum tíma þar sem inngangur fyrir fólk í hjólastólum er á framkvæmdarsvæði,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Útiklefar verði opnir en munaskápar færðir í anddyri. Gengið verður í klefana frá laug. „Þegar viðhaldslokanir standa yfir getur verið gaman að bregða út af vananum og heimsækja aðra sundlaug í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni sem biðst velvirðingar á því ónæði sem lokanir kunna að valda. Viðhaldslokanir skarist yfirleitt ekki milli mikið sundlauga en að neðan má sjá dagsetningar yfir lokanir sumarsins í ár. Viðhaldslokanir í sundlaugum Reykjavíkur í sumar: Árbæjarlaug: 19. maí – 4. júní Breiðholtslaug: 10. – 17. maí Dalslaug: Engin lokun Grafarvogslaug: 6. – 12. júní Klébergslaug: Engin lokun Laugardalslaug: 30. apríl Sundhöll: 16. – 24. ágúst Vesturbæjarlaug: 26. maí – 23. júní
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda