„Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2025 21:35 Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fyrrverandi alþingismaður. Vísir/Stefán Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna. Greint var frá því á RÚV fyrr í kvöld að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Málið væri á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn væri grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið hafði verið um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar. Aðgerðirnar eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljóna króna. Háalvarlegt mál „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég frétti af þessu í byrjun apríl,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem var eitt helsta viðfang njósnanna, í samtali við Vísi. „Mér líður náttúrulega djöfullega með þetta. Ég hélt ég byggi í frjálsu landi þar sem einkalíf mitt væri nokkurn veginn í friði. Þarna er ég með útsendara einhverra manna sem eru með lögregluna í liði með sér.“ Að lokum hafi það bjargað honum að njósnararnir hafi verið hræddir um að trakktækið fyndist við bílaþvott. „Þetta er kannski háalvarlegt í íslensku samfélagi að menn séu í eltingarleik við aðra með þessum hætti,“ segir hann. „Þetta er miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir þegar ég sá þessa búta sem mér voru sýndir fyrr í mánuðinum.“ Vilhjálmur segist ekkert geta sagt til um það hverjar afleiðingarnar verða af þessu máli. „Ég ætla ekki að sjá það fyrir og ætla ekki að orða það upphátt fyrr en ég hef rætt við menn sem ég treysti. En ég treysti því að lögreglan og ríkissaksóknari geri eitthvað,“ segir hann. Hann kannast ekki við að mál af sambærilegum toga hafi komið upp á Íslandi. Njósnirnar snerust um málsókn Vilhjálms, ásamt á þriðja hundrað annarra fyrrum hluthafa Landsbankans, gegn Björgólfi Thor stærsta eiganda bankans. Hópmálsóknarfélagið sem stefndi Björgólfi sagði hann hafa blekkt hluthafana og leynt uplýsingum sem hefðu gert opinber himinhá lán bankans til Björgólfs og fjölskyldu, með tilheyrandi áhættu fyrir bankann. Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Greint var frá því á RÚV fyrr í kvöld að varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Málið væri á borði ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn væri grunaður um að taka þátt í leynilegum njósnaaðgerðum þar sem setið hafði verið um fólk, það elt, og ferðir þess skrásettar. Aðgerðirnar eiga að hafa átt sér stað haustið 2012 og kostað tugi milljóna króna. Háalvarlegt mál „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég frétti af þessu í byrjun apríl,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem var eitt helsta viðfang njósnanna, í samtali við Vísi. „Mér líður náttúrulega djöfullega með þetta. Ég hélt ég byggi í frjálsu landi þar sem einkalíf mitt væri nokkurn veginn í friði. Þarna er ég með útsendara einhverra manna sem eru með lögregluna í liði með sér.“ Að lokum hafi það bjargað honum að njósnararnir hafi verið hræddir um að trakktækið fyndist við bílaþvott. „Þetta er kannski háalvarlegt í íslensku samfélagi að menn séu í eltingarleik við aðra með þessum hætti,“ segir hann. „Þetta er miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir þegar ég sá þessa búta sem mér voru sýndir fyrr í mánuðinum.“ Vilhjálmur segist ekkert geta sagt til um það hverjar afleiðingarnar verða af þessu máli. „Ég ætla ekki að sjá það fyrir og ætla ekki að orða það upphátt fyrr en ég hef rætt við menn sem ég treysti. En ég treysti því að lögreglan og ríkissaksóknari geri eitthvað,“ segir hann. Hann kannast ekki við að mál af sambærilegum toga hafi komið upp á Íslandi. Njósnirnar snerust um málsókn Vilhjálms, ásamt á þriðja hundrað annarra fyrrum hluthafa Landsbankans, gegn Björgólfi Thor stærsta eiganda bankans. Hópmálsóknarfélagið sem stefndi Björgólfi sagði hann hafa blekkt hluthafana og leynt uplýsingum sem hefðu gert opinber himinhá lán bankans til Björgólfs og fjölskyldu, með tilheyrandi áhættu fyrir bankann.
Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira