Málið áfall fyrir lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2025 06:41 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að um leið og embættið hafi fengið veður af nýjum öngum málsins nú hafi það verið tilkynnt itl embættis ríkissaksóknara. Vísir/Vilhelm Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, segir að njósnamálið sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi sé áfall fyrir saksóknaraembættið. Það sem lýst sé í þættinum gangi gegn öllum gildum og siðferði innan lögreglunnar. Þetta segir Ólafur Þór í samtali við mbl.is í gær. „Í okkar huga er þetta afar slæmt tilvik og erum í rauninni í hálfgerðu áfalli yfir þessu öllu,“ segir Ólafur Þór. Málið snýr að því að Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður landsins, hafi greitt starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að njósna um hóp fyrrverandi hluthafa Landbankans, sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi sem var stærsti hluthafi bankans. Njósnirnar eiga að hafa staðið á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Ólafur segir að embætti héraðssaksóknara hafi tilkynnt um nýja anga málsins sem fjallað var um í Kveik til ríkissaksóknara um leið og það hafi fengið veður af málinu. Grunaðir um að hafa stolið gögnum Starfsmenn saksóknaraembættisins sem um ræddi voru þeir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en hann lést árið 2020. Þeir hættu báðir hjá embætti sérstaks saksóknara í árslok 2011 og stofnuðu þá njósnafyrirtækið PPP sf. Grunur lék á sínum tíma á að þeir félagar hafi stolið gögnum frá embætti sérstaks saksóknara áður en þeir hættu störfum. Þeir voru kærðir vegna þessa vorið 2012 og hófst rannsókn sem ríkissaksóknari felldi að lokum niður. Í Kveik kom fram að málið hafi orðið til þess að varðstjóri, sem enn starfar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í njósnaaðgerðunum, hafi nú verið leystur undan vinnuskyldu. Vildi ná myndum af Róberti með Vilhjálmi og Ólafi Fram kom að Björgólfur hafi beðið um upplýsingar um mennina sem fóru fyrir hópmálsókninni frá félaginu PPP sf og að hann hafi jafnframt talið að hlutahafahópurinn sem stóð í málaferlum gegn sér tengdist Róberti Wessman. Björgólfur hafi með aðgerðunum viljað færa á því sönnur, auk þess að komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti Wessman og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman, en þeir Vilhjálmur og Ólafur voru í hópi þeirra sem fóru fyrir hópmálsókninni á sínum tíma. Máli Björgólfs Thors og hluthafahópsins lauk á síðasta ári með um milljarðs sáttagreiðslu Björgólfs til hópsins. Björgólfur Thor viðurkenndi þó ekki sök, en hann var sakaður um að hafa leynt hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Þetta segir Ólafur Þór í samtali við mbl.is í gær. „Í okkar huga er þetta afar slæmt tilvik og erum í rauninni í hálfgerðu áfalli yfir þessu öllu,“ segir Ólafur Þór. Málið snýr að því að Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður landsins, hafi greitt starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að njósna um hóp fyrrverandi hluthafa Landbankans, sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi sem var stærsti hluthafi bankans. Njósnirnar eiga að hafa staðið á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Ólafur segir að embætti héraðssaksóknara hafi tilkynnt um nýja anga málsins sem fjallað var um í Kveik til ríkissaksóknara um leið og það hafi fengið veður af málinu. Grunaðir um að hafa stolið gögnum Starfsmenn saksóknaraembættisins sem um ræddi voru þeir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en hann lést árið 2020. Þeir hættu báðir hjá embætti sérstaks saksóknara í árslok 2011 og stofnuðu þá njósnafyrirtækið PPP sf. Grunur lék á sínum tíma á að þeir félagar hafi stolið gögnum frá embætti sérstaks saksóknara áður en þeir hættu störfum. Þeir voru kærðir vegna þessa vorið 2012 og hófst rannsókn sem ríkissaksóknari felldi að lokum niður. Í Kveik kom fram að málið hafi orðið til þess að varðstjóri, sem enn starfar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í njósnaaðgerðunum, hafi nú verið leystur undan vinnuskyldu. Vildi ná myndum af Róberti með Vilhjálmi og Ólafi Fram kom að Björgólfur hafi beðið um upplýsingar um mennina sem fóru fyrir hópmálsókninni frá félaginu PPP sf og að hann hafi jafnframt talið að hlutahafahópurinn sem stóð í málaferlum gegn sér tengdist Róberti Wessman. Björgólfur hafi með aðgerðunum viljað færa á því sönnur, auk þess að komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti Wessman og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman, en þeir Vilhjálmur og Ólafur voru í hópi þeirra sem fóru fyrir hópmálsókninni á sínum tíma. Máli Björgólfs Thors og hluthafahópsins lauk á síðasta ári með um milljarðs sáttagreiðslu Björgólfs til hópsins. Björgólfur Thor viðurkenndi þó ekki sök, en hann var sakaður um að hafa leynt hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum.
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira