Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 12:00 Antonio Rüdiger trompaðist undir lok bikarúrslitaleiks Real Madrid og Barcelona í síðustu viku. getty/Burak Akbulut Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir að kasta hlut í dómara bikarúrslitaleiks Real Madrid og Barcelona. Rüdiger fór meiddur af velli í bikarúrslitaleiknum í Sevilla í síðustu viku. Skömmu fyrir leikslok fengu þeir Lucas Vásquez báðir rautt spjald fyrir að tryllast eftir að aukaspyrna var dæmd á Kylian Mbappé. Barcelona vann leikinn, 3-2. Í skýrslunni sinni eftir leikinn sagði dómarinn Ricardo de Burgos Bengoetxea að Rüdiger hafi fengið rauða spjaldið fyrir að kasta hlut í átt að sér. Talið er að um ísmola hafi verið að ræða. Spænska knattspyrnusambandið hefur nú úrskurðað Rüdiger í sex leikja bann fyrir framkomu hans í bikarúrslitaleiknum. Þjóðverjinn tekur bannið út í spænsku úrvalsdeildinni og missir af síðustu fimm leikjum Real Madrid á þessu tímabili og þeim fyrsta á næsta tímabili. Rüdiger hefði reyndar hvort sem er misst af síðustu leikjum þessa tímabils en hann gekkst undir aðgerð á hné í gær. Rüdiger, sem hefur verið hjá Real Madrid síðan 2022, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í leiknum gegn Barcelona. Real Madrid tapaði bikarúrslitaleiknum eins og áður sagði, er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu og er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni. Vásquez fékk tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Barcelona. Hann tekur það út í spænsku bikarkeppninni. Rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk eftir lokaflautið í bikarúrslitaleiknum var hins vegar dregið til baka. Spænski boltinn Tengdar fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. 28. apríl 2025 12:01 Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Barcelona er spænskur bikarmeistari eftir 3-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Real Madrid í framlengdum úrslitaleik spænska konungsbikarsins, Copa del Rey, í kvöld. 26. apríl 2025 22:47 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Rüdiger fór meiddur af velli í bikarúrslitaleiknum í Sevilla í síðustu viku. Skömmu fyrir leikslok fengu þeir Lucas Vásquez báðir rautt spjald fyrir að tryllast eftir að aukaspyrna var dæmd á Kylian Mbappé. Barcelona vann leikinn, 3-2. Í skýrslunni sinni eftir leikinn sagði dómarinn Ricardo de Burgos Bengoetxea að Rüdiger hafi fengið rauða spjaldið fyrir að kasta hlut í átt að sér. Talið er að um ísmola hafi verið að ræða. Spænska knattspyrnusambandið hefur nú úrskurðað Rüdiger í sex leikja bann fyrir framkomu hans í bikarúrslitaleiknum. Þjóðverjinn tekur bannið út í spænsku úrvalsdeildinni og missir af síðustu fimm leikjum Real Madrid á þessu tímabili og þeim fyrsta á næsta tímabili. Rüdiger hefði reyndar hvort sem er misst af síðustu leikjum þessa tímabils en hann gekkst undir aðgerð á hné í gær. Rüdiger, sem hefur verið hjá Real Madrid síðan 2022, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í leiknum gegn Barcelona. Real Madrid tapaði bikarúrslitaleiknum eins og áður sagði, er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu og er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni. Vásquez fékk tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Barcelona. Hann tekur það út í spænsku bikarkeppninni. Rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk eftir lokaflautið í bikarúrslitaleiknum var hins vegar dregið til baka.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. 28. apríl 2025 12:01 Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Barcelona er spænskur bikarmeistari eftir 3-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Real Madrid í framlengdum úrslitaleik spænska konungsbikarsins, Copa del Rey, í kvöld. 26. apríl 2025 22:47 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. 28. apríl 2025 12:01
Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Barcelona er spænskur bikarmeistari eftir 3-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Real Madrid í framlengdum úrslitaleik spænska konungsbikarsins, Copa del Rey, í kvöld. 26. apríl 2025 22:47