Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar 1. maí 2025 09:32 Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins minnir okkur á að sterk ímynd og virðing verða ekki til af sjálfu sér. Í dag, 1. maí, fögnum við alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Þennan dag sameinast fólk um allan heim í að heiðra einstakan hest sem tengir saman þjóðir, kynslóðir og menningarheima. Og þó að við Íslendingar eigum hestinn að einhverju leyti sjálfsagðan, þá er mikilvægt að rifja upp hversu mikið hann skiptir máli – og hvers vegna við þurfum að huga að orðspori hans með sama metnaði og við hugum að velferð hans. Því jafnvel þótt við þekkjum hann vel, þá er það ekki sjálfgefið að heimurinn geri það líka. Ímynd og orðspor mótast ekki af sjálfu sér. Það þarf að rækta þau – með frásögnum, sýnileika, fagmennsku og markvissum aðgerðum. Þar skiptir máli að við tökum höndum saman. Ef ekkert er gert, taka aðrir við keflinu og segja sína útgáfu af sögunni – og hún er ekki alltaf í takt við þau gildi og þá sérstöðu sem íslenski hesturinn stendur fyrir. Í heiminum eru yfir 350 hestakyn og rúmlega 58 milljónir hesta. Þar er íslenski hesturinn aðeins einn af mörgum möguleikum. Við sem höfum kynnst honum þurfum ekki að spyrja hvaða hest við viljum – en úti í heimi stendur hann frammi fyrir samkeppni sem við verðum að taka alvarlega. Það eru um 30 milljónir manna sem stunda hestamennsku á heimsvísu. Ef okkur tekst að ná athygli og trausti aðeins hluta þeirra, eykst tækifærið fyrir allt hestasamfélagið – ekki aðeins til útflutnings, heldur einnig til að efla greinina innanlands. Af þessum sökum hefur verið lögð áhersla á að vinna markvisst að því að efla ímynd og orðspor hestsins erlendis, meðal annars í gegnum verkefnið Horses of Iceland, sem fagnar nú 10 ára afmæli. Með þátttöku í fagsýningum, samstarfi við fjölmiðla, kynningarefni og samráð innan greinarinnar hefur tekist að halda sögunni lifandi og vakið athygli á hestinum sem hluta af menningu og lífsstíl – ekki eingöngu sem útflutningsvöru. Orðspor íslenska hestsins skiptir máli. Það hefur áhrif á verðmæti hrossa, sýnileika í ferðaþjónustu, viðhorf til greinarinnar og þau tækifæri sem ungt fólk og fagfólk sér í framtíðinni. Þegar áhugi eykst erlendis, skilar það sér til okkar allra – ekki bara í krónum og aurum, heldur í virðingu, stöðugleika og trú á því sem við höfum byggt upp í gegnum kynslóðir. Við getum valið að segja söguna sjálf – eða leyfa öðrum að móta hana. Í dag minnum við okkur á að íslenski hesturinn á ekki bara ríkan sess í hjörtum okkar. Hann á líka skilið skýra rödd út á við. Höfundir er verkefnastjóri Horses of Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins minnir okkur á að sterk ímynd og virðing verða ekki til af sjálfu sér. Í dag, 1. maí, fögnum við alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Þennan dag sameinast fólk um allan heim í að heiðra einstakan hest sem tengir saman þjóðir, kynslóðir og menningarheima. Og þó að við Íslendingar eigum hestinn að einhverju leyti sjálfsagðan, þá er mikilvægt að rifja upp hversu mikið hann skiptir máli – og hvers vegna við þurfum að huga að orðspori hans með sama metnaði og við hugum að velferð hans. Því jafnvel þótt við þekkjum hann vel, þá er það ekki sjálfgefið að heimurinn geri það líka. Ímynd og orðspor mótast ekki af sjálfu sér. Það þarf að rækta þau – með frásögnum, sýnileika, fagmennsku og markvissum aðgerðum. Þar skiptir máli að við tökum höndum saman. Ef ekkert er gert, taka aðrir við keflinu og segja sína útgáfu af sögunni – og hún er ekki alltaf í takt við þau gildi og þá sérstöðu sem íslenski hesturinn stendur fyrir. Í heiminum eru yfir 350 hestakyn og rúmlega 58 milljónir hesta. Þar er íslenski hesturinn aðeins einn af mörgum möguleikum. Við sem höfum kynnst honum þurfum ekki að spyrja hvaða hest við viljum – en úti í heimi stendur hann frammi fyrir samkeppni sem við verðum að taka alvarlega. Það eru um 30 milljónir manna sem stunda hestamennsku á heimsvísu. Ef okkur tekst að ná athygli og trausti aðeins hluta þeirra, eykst tækifærið fyrir allt hestasamfélagið – ekki aðeins til útflutnings, heldur einnig til að efla greinina innanlands. Af þessum sökum hefur verið lögð áhersla á að vinna markvisst að því að efla ímynd og orðspor hestsins erlendis, meðal annars í gegnum verkefnið Horses of Iceland, sem fagnar nú 10 ára afmæli. Með þátttöku í fagsýningum, samstarfi við fjölmiðla, kynningarefni og samráð innan greinarinnar hefur tekist að halda sögunni lifandi og vakið athygli á hestinum sem hluta af menningu og lífsstíl – ekki eingöngu sem útflutningsvöru. Orðspor íslenska hestsins skiptir máli. Það hefur áhrif á verðmæti hrossa, sýnileika í ferðaþjónustu, viðhorf til greinarinnar og þau tækifæri sem ungt fólk og fagfólk sér í framtíðinni. Þegar áhugi eykst erlendis, skilar það sér til okkar allra – ekki bara í krónum og aurum, heldur í virðingu, stöðugleika og trú á því sem við höfum byggt upp í gegnum kynslóðir. Við getum valið að segja söguna sjálf – eða leyfa öðrum að móta hana. Í dag minnum við okkur á að íslenski hesturinn á ekki bara ríkan sess í hjörtum okkar. Hann á líka skilið skýra rödd út á við. Höfundir er verkefnastjóri Horses of Iceland.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar