1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar 1. maí 2025 11:02 Slagorð ÖBÍ fyrir 1.maí í ár er „Sköpum störf við hæfi“. En hvað þýðir það og hvað eru störf við hæfi? Jú það þýðir að fólk með fötlun er allskonar, með margskonar skerðingar, bæði andlegar og líkamlegar, allskonar menntun og reynslu, og því þarf að skapa fjölbreytt störf til að mæta þessum hóp þar sem hann er staddur. Í þessum hóp er fólk með allskyns menntun, allt frá því að hafa grunnskólapróf og upp í að hafa jafnvel nokkrar háskólagráður, og allt þar á milli. Svo það hlýtur að segja sig sjálft að það er ekki hægt að senda alla þessa einstaklinga bara í einhver störf og jafnvel eingöngu láglaunastörf. Það er ekki hvati til atvinnuþátttöku.Eflaust geta einhverjir í hópnum unnið í hlutastarfi við ræstingar, en það er afskaplega fámennur hópur. En eru þessi störf til sem stjórnvöld vilja ýta fólki útí og af örorku?Samkvæmt því sem ég hef séð, þegar ég skoða auglýsingar frá ráðningafyrirtækjum, þá er afskaplega fátæklegt um hlutastörf. Og ef þau eru til er yfirleitt um 50-80% starfshlutfall að ræða, sem mun henta þeim ágætlega sem fara inn á það sem kallast „hlutaörorka“ í nýju almannatryggingakerfi sem tekur gildi 1.september nk. En hvað með alla þá sem einungis hafa heilsu til að sinna lægra en 50% starfshlutfalli? Hvað er í boði fyrir það fólk? Ríki og sveitarfélög hafa ekki skapað gott fordæmi þegar snýr að hlutastörfum eða að ráða fatlað fólk til starfa hjá sér. Stjórnvöld verða að vera fremst í flokki þegar kemur að því að bjóða fólki með fötlun hlutastörf við hæfi. Megináhersla hefur verið lögð á það í gegnum tíðina að til séu verndaðir vinnustaðir, sem er gott og blessað. En það hlutfall fatlaðs fólks sem nýtir sér það úrræði er mjög lítill hluti af hópnum. Hvað hefur verið gert fyrir alla hina? Stutta svarið: Ekkert. Sá hópur hefur ýmista) einangrast heima, því lítið er í boði fyrir þennan hóp til að halda sér í virknib) þjösnast áfram á vinnumarkaði á kostnað heilsunnar og með tilheyrandi skerðingum á lífeyrisgreiðslum sínum og oft á tíðum ofgreiðslukröfumc) farið út í sjálfstæðan rekstur þar sem það ræður hvernig tíma þess og orku er varið, en þetta er mjög fámennur hópur Við erum öll mikilvæg og getum öll lagt eitthvað til samfélagsins, bara ekki 100%, og það er allt í lagi. Við þurfum ekki öll að vera eins, ekkert frekar en öll formin í þroskaleikföngum barnanna. Því mikið ofboðslega væri heimurinn og lífið einsleitt, litlaust og leiðinlegt ef við værum öll nákvæmlega eins. Ég skora á stjórnvöld að ganga frammi með góðu fordæmi þegar kemur að hlutastörfum fyrir fatlað fólk. Og eins má auka aðgengi að allskyns virkniúrræðum, en því hefur verið ábótavant fyrir fólk sem er með fullt örorkumat. Höfundur er formaður Kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Slagorð ÖBÍ fyrir 1.maí í ár er „Sköpum störf við hæfi“. En hvað þýðir það og hvað eru störf við hæfi? Jú það þýðir að fólk með fötlun er allskonar, með margskonar skerðingar, bæði andlegar og líkamlegar, allskonar menntun og reynslu, og því þarf að skapa fjölbreytt störf til að mæta þessum hóp þar sem hann er staddur. Í þessum hóp er fólk með allskyns menntun, allt frá því að hafa grunnskólapróf og upp í að hafa jafnvel nokkrar háskólagráður, og allt þar á milli. Svo það hlýtur að segja sig sjálft að það er ekki hægt að senda alla þessa einstaklinga bara í einhver störf og jafnvel eingöngu láglaunastörf. Það er ekki hvati til atvinnuþátttöku.Eflaust geta einhverjir í hópnum unnið í hlutastarfi við ræstingar, en það er afskaplega fámennur hópur. En eru þessi störf til sem stjórnvöld vilja ýta fólki útí og af örorku?Samkvæmt því sem ég hef séð, þegar ég skoða auglýsingar frá ráðningafyrirtækjum, þá er afskaplega fátæklegt um hlutastörf. Og ef þau eru til er yfirleitt um 50-80% starfshlutfall að ræða, sem mun henta þeim ágætlega sem fara inn á það sem kallast „hlutaörorka“ í nýju almannatryggingakerfi sem tekur gildi 1.september nk. En hvað með alla þá sem einungis hafa heilsu til að sinna lægra en 50% starfshlutfalli? Hvað er í boði fyrir það fólk? Ríki og sveitarfélög hafa ekki skapað gott fordæmi þegar snýr að hlutastörfum eða að ráða fatlað fólk til starfa hjá sér. Stjórnvöld verða að vera fremst í flokki þegar kemur að því að bjóða fólki með fötlun hlutastörf við hæfi. Megináhersla hefur verið lögð á það í gegnum tíðina að til séu verndaðir vinnustaðir, sem er gott og blessað. En það hlutfall fatlaðs fólks sem nýtir sér það úrræði er mjög lítill hluti af hópnum. Hvað hefur verið gert fyrir alla hina? Stutta svarið: Ekkert. Sá hópur hefur ýmista) einangrast heima, því lítið er í boði fyrir þennan hóp til að halda sér í virknib) þjösnast áfram á vinnumarkaði á kostnað heilsunnar og með tilheyrandi skerðingum á lífeyrisgreiðslum sínum og oft á tíðum ofgreiðslukröfumc) farið út í sjálfstæðan rekstur þar sem það ræður hvernig tíma þess og orku er varið, en þetta er mjög fámennur hópur Við erum öll mikilvæg og getum öll lagt eitthvað til samfélagsins, bara ekki 100%, og það er allt í lagi. Við þurfum ekki öll að vera eins, ekkert frekar en öll formin í þroskaleikföngum barnanna. Því mikið ofboðslega væri heimurinn og lífið einsleitt, litlaust og leiðinlegt ef við værum öll nákvæmlega eins. Ég skora á stjórnvöld að ganga frammi með góðu fordæmi þegar kemur að hlutastörfum fyrir fatlað fólk. Og eins má auka aðgengi að allskyns virkniúrræðum, en því hefur verið ábótavant fyrir fólk sem er með fullt örorkumat. Höfundur er formaður Kjarahóps ÖBÍ.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun