„Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 10:31 Henry hlóð Lamine Yamal lofi eftir frammistöðu ungstirnisins gegn Inter Milan í gær Vísir/Samsett mynd Franska knattspyrnugoðsögnin Thierry Henry hlóð ungstirni Barcelona, Lamine Yamal, lofi eftir frammistöðu Spánverjans í leik Barcelona og Inter Milan í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Henry segir Yamal hafa spilað líkt og hann hafi verið andsetinn. Yamal varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögu spænska stórveldisins Barcelona til þess að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir aðallið félagsins, 17 ára og 291 daga gamall og segja má að hann hafi haldið upp á þann áfanga með stórkostlegri frammistöðu. Í stórskemmtilegum fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Inter Milan, sem endaði með 3-3 jafntefli, mætti segja að Lamine Yamal hafi lyft sér upp á hærra svið. Ungstirnið hefur sýnt það áður hvers hann er megnugur en stöðugleikinn sem hann er farinn að sýna, stórleik frá stórleik, lætur menn klóra sér í kollinum varðandi það hvort að þarna sé á ferðinni leikmaður sem nái álíka stalli og leikmenn á borð við Pelé, Maradone, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo svo einhverjir séu nefndir. Thierry Henry, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við Arsenal og Barcelona, var yfir sig hrifinn af frammistöðu Yamal. „Það sem að við urðum vitni að frá Lamine Yamal, það er ekki eðlilegt að vera svona góður aðeins 17 ára gamall,“ sagði Henry eftir leik Barcelona og Inter Milan á CBS Sports í gær. Ég er ekki eingöngu að tala um það hvað hann gerir á boltanum. Heldur einnig hversu var hann er um sig, hversu rólegur, hvernig hann sér leikinn, verst og pressar. Þetta er ekki eðlilegt. Við erum búin að ræða þessa hundrað leiki sem hann er búinn að spila á þessum aldri. Þetta er ekki eðlilegt í raun og veru. Ég veit ekki hvað ég er að horfa á, hverju ég er að verða vitni að. Hann spilaði eins og andsetinn maður.“ Aðeins 17 ára gamall hefur Yamal komið að fimmtíu mörkum fyrir aðallið Barcelona, skorað 22 mörk og gefið 28 stoðsendingar. Hundrað leikir fyrir aðallið Barcelona á þessum aldri er hreint út sagt magnað og borið saman við stórstjörnurnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á þessum aldri skarar Yamal fram úr. Skilti sem sýnt var í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi varpar ljósi á hversu magnaður Lamine Yamal er akkúrat þessa stundina aðeins 17 ára gamallMeistaradeildarmörkin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Yamal varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögu spænska stórveldisins Barcelona til þess að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir aðallið félagsins, 17 ára og 291 daga gamall og segja má að hann hafi haldið upp á þann áfanga með stórkostlegri frammistöðu. Í stórskemmtilegum fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Inter Milan, sem endaði með 3-3 jafntefli, mætti segja að Lamine Yamal hafi lyft sér upp á hærra svið. Ungstirnið hefur sýnt það áður hvers hann er megnugur en stöðugleikinn sem hann er farinn að sýna, stórleik frá stórleik, lætur menn klóra sér í kollinum varðandi það hvort að þarna sé á ferðinni leikmaður sem nái álíka stalli og leikmenn á borð við Pelé, Maradone, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo svo einhverjir séu nefndir. Thierry Henry, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við Arsenal og Barcelona, var yfir sig hrifinn af frammistöðu Yamal. „Það sem að við urðum vitni að frá Lamine Yamal, það er ekki eðlilegt að vera svona góður aðeins 17 ára gamall,“ sagði Henry eftir leik Barcelona og Inter Milan á CBS Sports í gær. Ég er ekki eingöngu að tala um það hvað hann gerir á boltanum. Heldur einnig hversu var hann er um sig, hversu rólegur, hvernig hann sér leikinn, verst og pressar. Þetta er ekki eðlilegt. Við erum búin að ræða þessa hundrað leiki sem hann er búinn að spila á þessum aldri. Þetta er ekki eðlilegt í raun og veru. Ég veit ekki hvað ég er að horfa á, hverju ég er að verða vitni að. Hann spilaði eins og andsetinn maður.“ Aðeins 17 ára gamall hefur Yamal komið að fimmtíu mörkum fyrir aðallið Barcelona, skorað 22 mörk og gefið 28 stoðsendingar. Hundrað leikir fyrir aðallið Barcelona á þessum aldri er hreint út sagt magnað og borið saman við stórstjörnurnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á þessum aldri skarar Yamal fram úr. Skilti sem sýnt var í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi varpar ljósi á hversu magnaður Lamine Yamal er akkúrat þessa stundina aðeins 17 ára gamallMeistaradeildarmörkin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira