Sport

Dag­skráin í dag: Allt undir í Smáranum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
DeAndre Kane og félagar í Grindavík freista þess að knýja fram oddaleik gegn Stjörnunni.
DeAndre Kane og félagar í Grindavík freista þess að knýja fram oddaleik gegn Stjörnunni. vísir/anton

Það er nóg um vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Grindavík þarf sigur gegn Stjörnunni ætli liðið sér ekki í sumarfrí þegar liðin mætast í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Þá er nóg af akstursíþróttum í boði.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 er stórleikur Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta á dagskrá. Staðan í einvíginu er 2-1 Stjörnunni í vil. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins.

Klukkan 21.00 mun Körfuboltakvöld fara yfir leik dagsins.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 22.00 er Black Desert Championship-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Vodafone Sport

Klukkan 16.25 hefst fyrsta æfing dagsins fyrir kappakstur helgarinnar í Formúlu 1. Keppnin fer fram í Miami.

Klukkan 17.55 er leikur Al Qadsiah og Al Kholoodí efstu deild fótboltans í Sádi-Arabíu á dagskrá.

Klukkan 20.25 er tímatakan fyrir Formúlu 1 á dagskrá.

Klukkan 23.355 er Nascar Truck Series á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×