Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 2. maí 2025 10:32 Þegar ríkið ver eignir – en ekki fólk Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt. En nú blasir önnur mynd við: 18–20 fjölskyldur og einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík hafa hingað til verið útilokaðir frá sölu til félagsins. Þeir sitja enn eftir, með eignir sem enginn vill kaupa, með lántökur á bakinu, og í fullkominni óvissu. Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika. Ef Þórkatla kaupir ekki þessar eignir standa þessar fjölskyldur frammi fyrir raunverulegri gjaldþrotahættu. Mörg hafa þegar þurft að kaupa eða leigja aðra fasteign til að halda áfram lífinu utan Grindavíkur. Þau eru nú í þeirri stöðu að reka tvö heimili – eitt sem þau búa í utan Grindavíkur, og annað í Grindavík. Það er óviðráðanleg staða fyrir venjulegt fólk, þ.e. að reka tvö heimili. Sumir munu neyðast til að flytja aftur til Grindavíkur — ekki af eigin vilja, heldur vegna þess að þau hafa ekki fjárhagslega burði til að halda úti tveimur heimilum meðan þetta óvissuástand varir. Það var ákvörðun ríkisins að reisa varnargarða í kringum Grindavík. Sú ákvörðun var og er skiljanleg. Án varnargarða hefði hraun runnið yfir a.m.k. hluta bæjarins — og tjónið fallið undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þessar fjölskyldur og einstaklingar hefðu fengið tjón sitt bætt ef hraun hefði farið yfir íbúðir þeirra en vegna ákvarðana ríkisins eru húsin heil, en á sama tíma er varað við búsetu í Grindavík. Þessar fjölskyldur eru skildir eftir. Í millibilsástandi sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúafundi í Grindavík fyrir kosningarnar í nóvember 2024 lýstu öll þau stjórnmálaöfl sem nú sitja á Alþingi yfir því að þau myndu styðja að allir einstaklingar gætu selt húsnæði sitt til Þórkötlu. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda heldur pólitísk ábyrgð að standa við þau orð. Ég endurtek - öll stjórnmálaöfl á þingi lofuðu fyrir kosningar að Þórkatla myndi kaupa upp allar eignir einstaklinga til að verja fjárhag og velferð íbúa. Þórkatla hefur nú þegar þegar keypt eignir fyrir rúmlega 71 milljarð og ríkið varið 19 milljörðum í varnargarða. Kostnaður ríkisins af því að verja þessar 18-20 fjölskyldur er 1–1,5% kostnaðarins við aðgerð sem nú þegar hefur verið framkvæmd. Þ.e.a.s. ef allar velja að selja til Þórkötlu. Eftir alla þá fjármuni sem hafa verið settir í Þórkötlu og varnargarða er þá eðlilegt að skilja 18-20 fjölskyldur eftir? Nú er inn á þingi frumvarp um breytingar á lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Markmið laganna er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræinga með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Nú er því tækifæri fyrir þingmenn til að standa við gefin loforð og breyta lögunum á þann hátt að þessar 18-20 fjölskyldur fái sama skjól og aðrir. Að Þórkatla fái að klára sitt verkefni að verja fjárhag og velferð allra íbúa í Grindavík. Hvergi á Íslandi eigum við að líða það að sumir sitji eftir vegna formsatriða eða pólitískra þreytu. Grindvíkingar hafa fundið samhug og stuðning þjóðarinnar en nú þarf að tryggja að engin verði skilin eftir. Hjálpum öllum Grindvíkingum! Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkið ver eignir – en ekki fólk Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt. En nú blasir önnur mynd við: 18–20 fjölskyldur og einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík hafa hingað til verið útilokaðir frá sölu til félagsins. Þeir sitja enn eftir, með eignir sem enginn vill kaupa, með lántökur á bakinu, og í fullkominni óvissu. Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika. Ef Þórkatla kaupir ekki þessar eignir standa þessar fjölskyldur frammi fyrir raunverulegri gjaldþrotahættu. Mörg hafa þegar þurft að kaupa eða leigja aðra fasteign til að halda áfram lífinu utan Grindavíkur. Þau eru nú í þeirri stöðu að reka tvö heimili – eitt sem þau búa í utan Grindavíkur, og annað í Grindavík. Það er óviðráðanleg staða fyrir venjulegt fólk, þ.e. að reka tvö heimili. Sumir munu neyðast til að flytja aftur til Grindavíkur — ekki af eigin vilja, heldur vegna þess að þau hafa ekki fjárhagslega burði til að halda úti tveimur heimilum meðan þetta óvissuástand varir. Það var ákvörðun ríkisins að reisa varnargarða í kringum Grindavík. Sú ákvörðun var og er skiljanleg. Án varnargarða hefði hraun runnið yfir a.m.k. hluta bæjarins — og tjónið fallið undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þessar fjölskyldur og einstaklingar hefðu fengið tjón sitt bætt ef hraun hefði farið yfir íbúðir þeirra en vegna ákvarðana ríkisins eru húsin heil, en á sama tíma er varað við búsetu í Grindavík. Þessar fjölskyldur eru skildir eftir. Í millibilsástandi sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúafundi í Grindavík fyrir kosningarnar í nóvember 2024 lýstu öll þau stjórnmálaöfl sem nú sitja á Alþingi yfir því að þau myndu styðja að allir einstaklingar gætu selt húsnæði sitt til Þórkötlu. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda heldur pólitísk ábyrgð að standa við þau orð. Ég endurtek - öll stjórnmálaöfl á þingi lofuðu fyrir kosningar að Þórkatla myndi kaupa upp allar eignir einstaklinga til að verja fjárhag og velferð íbúa. Þórkatla hefur nú þegar þegar keypt eignir fyrir rúmlega 71 milljarð og ríkið varið 19 milljörðum í varnargarða. Kostnaður ríkisins af því að verja þessar 18-20 fjölskyldur er 1–1,5% kostnaðarins við aðgerð sem nú þegar hefur verið framkvæmd. Þ.e.a.s. ef allar velja að selja til Þórkötlu. Eftir alla þá fjármuni sem hafa verið settir í Þórkötlu og varnargarða er þá eðlilegt að skilja 18-20 fjölskyldur eftir? Nú er inn á þingi frumvarp um breytingar á lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Markmið laganna er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræinga með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Nú er því tækifæri fyrir þingmenn til að standa við gefin loforð og breyta lögunum á þann hátt að þessar 18-20 fjölskyldur fái sama skjól og aðrir. Að Þórkatla fái að klára sitt verkefni að verja fjárhag og velferð allra íbúa í Grindavík. Hvergi á Íslandi eigum við að líða það að sumir sitji eftir vegna formsatriða eða pólitískra þreytu. Grindvíkingar hafa fundið samhug og stuðning þjóðarinnar en nú þarf að tryggja að engin verði skilin eftir. Hjálpum öllum Grindvíkingum! Höfundur er Grindvíkingur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun