Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2025 12:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háði harða baráttu við Guðrúnu Hafsteinsdóttur um formennsku í Sjálfstæðisflokknum í febrúar. Guðrún hafði sigur með hársbreidd. Vísir/Anton Brink Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ætlar að flytja til New York í haust. Hún fer í níu mánaða leyfi frá þingmennsku. Áslaug Arna beið naumlega lægri hlut í baráttu um formennsku í Sjálfstæðisflokknum í febrúar. Áslaug Arna greinir frá tíðindunum á Facebook þar sem hún segir New York hennar næsta stopp. „Ég hef tekið ákvörðun um að hefja nám í Columbia háskóla í New York síðsumars eftir að ég fékk boð í vikunni um skólavist. Því fylgja flutningar til Bandaríkjanna og leyfi frá þingstörfum í 9 mánuði frá og með haustinu. Þar mun ég leggja stund á MPA nám (Master in Public Administration in Global Leadership).“ Hún segir þetta hafa verið draum lengi. „Ég er reyndar manneskja margra drauma. Síðustu 10 ár hef ég gefið allt sem ég á í störfum mínum fyrir Ísland og Sjálfstæðisflokkinn.“ Ástríða hennar um að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á Íslandi sé hvergi á undanhaldi. „Ég trúi því að með þessu skrefi sé ég ekki að bara láta persónulegan draum rætast heldur líka að stækka sjóndeildarhringinn, bæta við mig þekkingu og reynslu sem mun án efa reynast mér mikilvægt veganesti inn í framtíðina.“ Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tekur sæti Áslaugar Örnu á þingi. Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður er varaþingmaður flokksins í Reykjavík. „Mér er þó enn efst í huga um þessar mundir þakklæti fyrir allan stuðninginn í stjórnmálunum síðustu ár og sérstaklega í vetur í aðdraganda landsfundar flokksins okkar. Tími og barátta sem ég mun aldrei gleyma. Lærdómsríkt ferðalag - jafnvel rússíbanareið - á svo marga vegu. Mér líður ótrúlega vel og það er dýrmætt að finna fyrir stuðningi hvað þessa persónulega ákvörðun mína varðar líka.“ Hún sé hvergi nærri hætt í stjórnmálum og stórt verkefni fram undan. „Sveitarstjórnarkosningarnar og að ná borginni að nýju. Þar þarf okkar fólk um allt land á okkar einarða stuðningi að halda.“ Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Alþingi Tímamót Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Áslaug Arna greinir frá tíðindunum á Facebook þar sem hún segir New York hennar næsta stopp. „Ég hef tekið ákvörðun um að hefja nám í Columbia háskóla í New York síðsumars eftir að ég fékk boð í vikunni um skólavist. Því fylgja flutningar til Bandaríkjanna og leyfi frá þingstörfum í 9 mánuði frá og með haustinu. Þar mun ég leggja stund á MPA nám (Master in Public Administration in Global Leadership).“ Hún segir þetta hafa verið draum lengi. „Ég er reyndar manneskja margra drauma. Síðustu 10 ár hef ég gefið allt sem ég á í störfum mínum fyrir Ísland og Sjálfstæðisflokkinn.“ Ástríða hennar um að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á Íslandi sé hvergi á undanhaldi. „Ég trúi því að með þessu skrefi sé ég ekki að bara láta persónulegan draum rætast heldur líka að stækka sjóndeildarhringinn, bæta við mig þekkingu og reynslu sem mun án efa reynast mér mikilvægt veganesti inn í framtíðina.“ Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tekur sæti Áslaugar Örnu á þingi. Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður er varaþingmaður flokksins í Reykjavík. „Mér er þó enn efst í huga um þessar mundir þakklæti fyrir allan stuðninginn í stjórnmálunum síðustu ár og sérstaklega í vetur í aðdraganda landsfundar flokksins okkar. Tími og barátta sem ég mun aldrei gleyma. Lærdómsríkt ferðalag - jafnvel rússíbanareið - á svo marga vegu. Mér líður ótrúlega vel og það er dýrmætt að finna fyrir stuðningi hvað þessa persónulega ákvörðun mína varðar líka.“ Hún sé hvergi nærri hætt í stjórnmálum og stórt verkefni fram undan. „Sveitarstjórnarkosningarnar og að ná borginni að nýju. Þar þarf okkar fólk um allt land á okkar einarða stuðningi að halda.“
Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Alþingi Tímamót Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira