Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2025 17:23 Jón Mýrdal var í rólegheitunum heima við að annast son sinn þegar hann fékk meldingu um að verið væri að innsigla stað hans. Klukkan hálf tvö. En opinberir starfsmenn hætta störfum klukkan tvö á föstudögum og ekkert hægt að gera. vísir/ernir Búið er að innsigla Kastrup. Jón Mýrdal vert á Kastrup var heima þegar hann fékk óvænt og sér til mikillar hrellingar boð um að það væri búið að loka staðnum hans. „Ég er ekkert sérstaklega langskólagenginn, kláraði ekki einu sinni níunda bekk. En er góður að taka á móti fólki og búa til stemmingu en ömurlegur í tölvupóstum.“ Jón segir langt því frá að staðurinn, sem er einstaklega vinsæll og hefur gengið vel, sé á hausnum. Kastrup sé ekki gjaldþrota, hann skuldi ekki birgjum né starfsfólki en það sé vissulega hola í rekstrinum, hann skuldi skatt. Maturinn enn á diskunum Að sögn Jóns voru kúnnarnir látnir yfirgefa staðinn umsvifalaust. „Það er matur enn á diskunum. Það þurfti enginn að borga. Þetta var klukkan hálftvö. Fullur staður af fólki.“ Að sögn sjónarvotta var upplifun gesta sú að fulltrúar hins opinbera hafi mætt á staðinn með töluverðu offorsi og á versta mögulega tíma. Flestir sem hafi átt í samskiptum við hið opinbera viti að næsta ómögulegt sé að fá áheyrn eftir hádegi á föstudegi. Maturinn er enn á diskunum.visir/anton brink Talsverður fjöldi lögreglumanna og fulltrúa Ríkisskattstjóra mættu þegar staðurinn var sneisafullur hádegisverðargestum. Lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir næðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn. Jón segir þetta algert klúður. Hann hafi fengið frest frá sýslumanni, sem hafi upphaflega sent honum bréf þar sem því hafi verið hótað að staðnum yrði lokað, til fyrsta júní til að ganga frá vörslusköttum. Kastrup innsiglaður.vísir/anton brink Hann hafi því verið rólegur heima hjá sér með son sinn, en það var frí í Ísaksskóla. Skilaboðin um að búið væri að innsigla staðinn hafi komið sér algerlega í opna skjöldu. „Ég var búinn að tala við sýslumann, sem hafði sent mér lokunarviðvörun og hann hafði gefið mér tíma til 1. júní til að gera upp vörsluskatta. Eða ég hélt það.“ Settur á „hold“ þar til tíminn rann út En þá reyndist þetta allt á misskilningi byggt. Jón átti ekki að tala við sýslumann, þó þaðan hafi hann fengið bréfið, heldur skattinn sjálfan. „Ég reyndi í ofboði að ná í þá. Talaði við þennan embættismann sem var að innsigla. Hann sagði mér að ég yrði að hringja í innheimtudeildina þar sem ég gæti samið um þetta. Ég hringdi og hringdi. Jón Mýrdal segir að aðgerðirnar hafi komið algerlega flatt upp á sig.vísir/ernir. Ég talaði við þrjár mismunandi konur sem vísuðu mér milli deilda, nei þú verður að tala við þennan, nei þú verður að tala við hinn. Loks fékk ég samband við eina konu sem sagðist ætla að athuga hvað hún gæti gert. Og setti mig á hold. Og svo varð klukkan tvö og þá slitnaði símtalið. Og ég gat ekkert gert.“ Tvö hundruð manns höfðu bókað borð yfir helgina.vísir/anton brink Jón segir þetta sjálfum sér að kenna, að hafa ekki hafa gert neitt í þessu fyrr. Hann eigi alveg fyrir þessu og á mánudaginn ætlar hann að labba með skjalatöskuna niður á skatt og ganga frá þessu máli. „Og halda svo ótrauður áfram. Mér bauðst að semja um skuldina en ég náði ekki í neinn. Hræðilegt að þurfa að loka. Tvö hundruð manns bókaðir um helgina. Þetta setur mig í mjög erfiða stöðu að missa allar þær tekjur.“ Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
„Ég er ekkert sérstaklega langskólagenginn, kláraði ekki einu sinni níunda bekk. En er góður að taka á móti fólki og búa til stemmingu en ömurlegur í tölvupóstum.“ Jón segir langt því frá að staðurinn, sem er einstaklega vinsæll og hefur gengið vel, sé á hausnum. Kastrup sé ekki gjaldþrota, hann skuldi ekki birgjum né starfsfólki en það sé vissulega hola í rekstrinum, hann skuldi skatt. Maturinn enn á diskunum Að sögn Jóns voru kúnnarnir látnir yfirgefa staðinn umsvifalaust. „Það er matur enn á diskunum. Það þurfti enginn að borga. Þetta var klukkan hálftvö. Fullur staður af fólki.“ Að sögn sjónarvotta var upplifun gesta sú að fulltrúar hins opinbera hafi mætt á staðinn með töluverðu offorsi og á versta mögulega tíma. Flestir sem hafi átt í samskiptum við hið opinbera viti að næsta ómögulegt sé að fá áheyrn eftir hádegi á föstudegi. Maturinn er enn á diskunum.visir/anton brink Talsverður fjöldi lögreglumanna og fulltrúa Ríkisskattstjóra mættu þegar staðurinn var sneisafullur hádegisverðargestum. Lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir næðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn. Jón segir þetta algert klúður. Hann hafi fengið frest frá sýslumanni, sem hafi upphaflega sent honum bréf þar sem því hafi verið hótað að staðnum yrði lokað, til fyrsta júní til að ganga frá vörslusköttum. Kastrup innsiglaður.vísir/anton brink Hann hafi því verið rólegur heima hjá sér með son sinn, en það var frí í Ísaksskóla. Skilaboðin um að búið væri að innsigla staðinn hafi komið sér algerlega í opna skjöldu. „Ég var búinn að tala við sýslumann, sem hafði sent mér lokunarviðvörun og hann hafði gefið mér tíma til 1. júní til að gera upp vörsluskatta. Eða ég hélt það.“ Settur á „hold“ þar til tíminn rann út En þá reyndist þetta allt á misskilningi byggt. Jón átti ekki að tala við sýslumann, þó þaðan hafi hann fengið bréfið, heldur skattinn sjálfan. „Ég reyndi í ofboði að ná í þá. Talaði við þennan embættismann sem var að innsigla. Hann sagði mér að ég yrði að hringja í innheimtudeildina þar sem ég gæti samið um þetta. Ég hringdi og hringdi. Jón Mýrdal segir að aðgerðirnar hafi komið algerlega flatt upp á sig.vísir/ernir. Ég talaði við þrjár mismunandi konur sem vísuðu mér milli deilda, nei þú verður að tala við þennan, nei þú verður að tala við hinn. Loks fékk ég samband við eina konu sem sagðist ætla að athuga hvað hún gæti gert. Og setti mig á hold. Og svo varð klukkan tvö og þá slitnaði símtalið. Og ég gat ekkert gert.“ Tvö hundruð manns höfðu bókað borð yfir helgina.vísir/anton brink Jón segir þetta sjálfum sér að kenna, að hafa ekki hafa gert neitt í þessu fyrr. Hann eigi alveg fyrir þessu og á mánudaginn ætlar hann að labba með skjalatöskuna niður á skatt og ganga frá þessu máli. „Og halda svo ótrauður áfram. Mér bauðst að semja um skuldina en ég náði ekki í neinn. Hræðilegt að þurfa að loka. Tvö hundruð manns bókaðir um helgina. Þetta setur mig í mjög erfiða stöðu að missa allar þær tekjur.“
Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira