Fótbolti

Mikil­vægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad í dag.
Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad í dag. vísir/anton

Alexandra Jóhannsdóttir og Katla Tryggvadóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad sem sigraði Växjö, 2-3, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Kristianstad en liðið hafði aðeins fengið fjögur stig í fyrstu fimm deildarleikjum sínum.

Alexandra lék allan leikinn en Katla, sem er fyrirliði Kristianstad, var tekin af velli á 57. mínútu. Guðný Árnadóttir sat á varamannabekknum hjá Kristianstad sem er í 8. sæti deildarinnar.

MaríaCatharina Ólafsdóttir Gros lék allan leikinn fyrir Linköping sem gerði 1-1 jafntefli við Malmö á heimavelli. María og stöllur hennar töpuðu fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en hafa fengið fimm stig í síðustu þremur leikjum og eru í 12. sæti deildarinnar.

Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á sem varamaður og lék síðustu sjö mínúturnar þegar Vålerenga bar sigurorð af Stabæk, 0-2, í norsku úrvalsdeildinni.

Þetta var annar sigur Noregsmeistara Vålerenga í röð og sá þriðji í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Brann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×