Fótbolti

Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigur­mark

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Logi Tómasson var að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu en Stefán Ingi hefur skoraði fjögur í fimm leikjum hingað til.
Logi Tómasson var að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu en Stefán Ingi hefur skoraði fjögur í fimm leikjum hingað til.

Logi Tómasson kom Strömsgodset yfir snemma leiks í 1-2 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi Sigurðarson skoraði eina markið í 0-1 sigri Sandefjord gegn Tromsö.

Logi lék á hægri kantinum hjá Strömsgodset og kom liðinu yfir eftir aðeins fimmtán mínútna leik, með laglegri afgreiðslu eftir fyrirgjöf frá Marko Farji.

Strömsgodset hélt forystunni þar til í upphafi seinni hálfleiks þegar Ruben Alte jafnaði metin. Strömsgodset gaf svo víti á lokamínútum leiksins, sem Alioune Ndour skoraði úr til að tryggja 1-2 sigur. Logi var tekinn af velli rétt áður, á 84. mínútu.

Þetta var fyrsta mark Loga á tímabilinu en hann hefur byrjað fjóra af sex leikjum liðsins.

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði sitt fjórða mark fyrir Sandefjord í fimmta leik tímabilsins, 0-1 sigri gegn Tromsö. Stefán skoraði markið um miðjan seinni hálfleik, leikmaður Sandefjord fékk svo rautt spjald á sig í uppbótartímanum en liðið hélt út og fagnaði þriðja sigri tímabilsins.

Framherjarnir Hilmir Rafn Mikaelsson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu báðir inn á fyrir sín lið í leik Viking og Sarpsborg 08, sem endaði með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×