Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 5. maí 2025 09:01 Í dag eru fangelsi landsins sprungin. Fangelsismálastofnun, Afstaða og félag fangavarða hafa ítrekað varað við því ástandi sem nú hefur skapast en nú er ekki pláss fyrir nýja fanga, hvorki í afplánun né í gæsluvarðhaldi. Þetta hefur leitt til þess að fólk sem EKKI hefur framið refsiverðan verknað er vistað í fangageymslum á lögreglustöðvum dögum eða jafnvel vikum saman í boði íslenskra dómara, í aðstæðum sem hvorki eru heilbrigðar né mannúðlegar, og teljast til pyntinga! Þar að auki hefur í nokkrum tilvikum orðið að sleppa einstaklingum úr gæsluvarðhaldi eða fresta afplánun vegna plássleysis. Þetta þýðir að fólk sem er sakað um alvarleg brot fær stundum frelsi tímabundið á meðan aðrir einstaklingar, sem eingöngu eru að bíða brottvísunar eftir synjun á hæli, sitja fastir í kerfinu. Þetta ójafnvægi er ekki aðeins ósanngjarnt heldur hættulegt fyrir öryggi samfélagsins. Hverjir fylla kerfið? Það skiptir máli að skoða hvaða hópar eru að valda auknu álagi: Erlendir fangar með langa dóma Þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir alvarleg brot. Afstaða styður frumvarp sem heimilar framsal þeirra til heimalanda sinna, sem bæði er mannúðlegra og losar um nauðsynleg pláss í íslenskum fangelsum. Gera þarf beina samninga við hvert ríki þannig að hægt sé að senda þá til afplánunar í sínu landi án samþykkis dómþolans. Erlend burðardýr með væga dómaMargir þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna vímuefnamála eru burðardýr sem fá væga dóma og eru mjög oft fórnalömb mansals á einn eða annan hátt. Við höfum lagt til að vægari úrræði, eins og samfélagsþjónustu, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, séu nýtt í þessum tilfellum. Það sparar gífurlegar fjárhæðir og losar mjög mikið pláss í fangelsum landsins sem er dýrasta búsetuúrræði sem völ er á. Einstaklingar með alvarlegar geðraskanirÞriðji hópurinn eru þeir sem þurfa heilbrigðisþjónustu en eru vistaðir í fangelsum. Þessir einstaklingar þurfa sérhæfð úrræði eins og sjúkrahúsvist eða svo að lokum öryggisúrræði, sem nú er loks í undirbúningi hjá þessari ríkisstjórn og við gerum miklar væntingar til. BrottvísunarhópurinnAð lokum eru það þeir sem hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni og bíða brottvísunar. Þetta eru einstaklingar sem hafa ekki framið refsiverð brot en eru vistaðir í fangageymslum við óboðlegar aðstæður. Hér þarf að finna lausn umsvifalaust og teljum við að opið áfangaheimili með rafrænu eftirliti væri besti kosturinn, ódýrasti og mannúðlegasti, þá er einnig fyrirhugað brottfararúrræði mun betri kostur en fangelsi. Hverjar eru afleiðingarnar? Þegar þessir hópar blandast saman innan sama kerfisins, þar sem ekkert rými er til að aðgreina eftir þörfum eða ástandi, skapast ófremdarástand. Fangaverðir þurfa að sinna fjölbreyttari verkefnum en áður, með minni mönnun og minni sérhæfingu. Fangar með flóknar geðraskanir fá ekki þá meðferð sem þeir þurfa og hælisleitendur dúsa við óboðlegar aðstæður, á meðan hættulegir einstaklingar fá að ganga lausir vegna plássleysis. Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum. Lausnir sem taka mið af raunveruleikanum Til að höggva á þennan hnút þarf samhæfðar aðgerðir sem byggjast á mannúð og raunsæi: Framsal erlendra fanga til heimalanda sinna í samræmi við alþjóðasamninga og beinna samninga við aðildarríkin. Notkun samfélagsþjónustu, áfangaheimila og rafræns eftirlits fyrir einstaklinga sem fá væga dóma, burðardýr og minni háttar brotamenn. Aðskilin brottvísunarúrræði fyrir hælisleitendur, með mannsæmandi aðbúnaði. Stóraukin fjárfesting í geðheilbrigðisþjónustu innan réttarkerfisins. Öflug nýting rafræns eftirlits, eins og ökklabanda, í stað óþarfa gæsluvarðhalds. Tryggja strax endanlegt fjármagn í nýtt fangelsi en aðeins hefur verið tryggður hluti af því fjármagni sem þarf. Heildendurskoðun á lögum um fullnustu, klára þannig undirbúning sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnarsvo að við getum komið fangelsiskerfinu okkar inn í nútímann og gert það skilvirkara til framtíðar. Sameiginlegt verkefni Það er mikilvægt að átta sig á að þessi vandi verður ekki leystur með óraunhæfum kröfum eða með því að stilla Íslendingum og útlendingum upp sem andstæðum. Öll okkar vinna í Afstöðu byggir á því að tryggja mannúð og réttlæti fyrir alla sem lenda í kerfi þar sem frelsi þeirra er skert – óháð þjóðerni, uppruna eða brotaflokki. Við viljum að Ísland standi sem fyrirmynd í fangelsismálum og mannréttindum – ekki sem undantekning. Og við trúum því að hægt sé að leysa þessi mál með samstilltu átaki, skynsemi og virðingu fyrir grundvallarréttindum allra einstaklinga. Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar – og höggva á hnútinn saman. Höfundur er, formaður Afstöðu, félag um bætt fangelsismál og betrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Geðheilbrigði Hælisleitendur Fíkn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í dag eru fangelsi landsins sprungin. Fangelsismálastofnun, Afstaða og félag fangavarða hafa ítrekað varað við því ástandi sem nú hefur skapast en nú er ekki pláss fyrir nýja fanga, hvorki í afplánun né í gæsluvarðhaldi. Þetta hefur leitt til þess að fólk sem EKKI hefur framið refsiverðan verknað er vistað í fangageymslum á lögreglustöðvum dögum eða jafnvel vikum saman í boði íslenskra dómara, í aðstæðum sem hvorki eru heilbrigðar né mannúðlegar, og teljast til pyntinga! Þar að auki hefur í nokkrum tilvikum orðið að sleppa einstaklingum úr gæsluvarðhaldi eða fresta afplánun vegna plássleysis. Þetta þýðir að fólk sem er sakað um alvarleg brot fær stundum frelsi tímabundið á meðan aðrir einstaklingar, sem eingöngu eru að bíða brottvísunar eftir synjun á hæli, sitja fastir í kerfinu. Þetta ójafnvægi er ekki aðeins ósanngjarnt heldur hættulegt fyrir öryggi samfélagsins. Hverjir fylla kerfið? Það skiptir máli að skoða hvaða hópar eru að valda auknu álagi: Erlendir fangar með langa dóma Þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir alvarleg brot. Afstaða styður frumvarp sem heimilar framsal þeirra til heimalanda sinna, sem bæði er mannúðlegra og losar um nauðsynleg pláss í íslenskum fangelsum. Gera þarf beina samninga við hvert ríki þannig að hægt sé að senda þá til afplánunar í sínu landi án samþykkis dómþolans. Erlend burðardýr með væga dómaMargir þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna vímuefnamála eru burðardýr sem fá væga dóma og eru mjög oft fórnalömb mansals á einn eða annan hátt. Við höfum lagt til að vægari úrræði, eins og samfélagsþjónustu, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, séu nýtt í þessum tilfellum. Það sparar gífurlegar fjárhæðir og losar mjög mikið pláss í fangelsum landsins sem er dýrasta búsetuúrræði sem völ er á. Einstaklingar með alvarlegar geðraskanirÞriðji hópurinn eru þeir sem þurfa heilbrigðisþjónustu en eru vistaðir í fangelsum. Þessir einstaklingar þurfa sérhæfð úrræði eins og sjúkrahúsvist eða svo að lokum öryggisúrræði, sem nú er loks í undirbúningi hjá þessari ríkisstjórn og við gerum miklar væntingar til. BrottvísunarhópurinnAð lokum eru það þeir sem hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni og bíða brottvísunar. Þetta eru einstaklingar sem hafa ekki framið refsiverð brot en eru vistaðir í fangageymslum við óboðlegar aðstæður. Hér þarf að finna lausn umsvifalaust og teljum við að opið áfangaheimili með rafrænu eftirliti væri besti kosturinn, ódýrasti og mannúðlegasti, þá er einnig fyrirhugað brottfararúrræði mun betri kostur en fangelsi. Hverjar eru afleiðingarnar? Þegar þessir hópar blandast saman innan sama kerfisins, þar sem ekkert rými er til að aðgreina eftir þörfum eða ástandi, skapast ófremdarástand. Fangaverðir þurfa að sinna fjölbreyttari verkefnum en áður, með minni mönnun og minni sérhæfingu. Fangar með flóknar geðraskanir fá ekki þá meðferð sem þeir þurfa og hælisleitendur dúsa við óboðlegar aðstæður, á meðan hættulegir einstaklingar fá að ganga lausir vegna plássleysis. Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum. Lausnir sem taka mið af raunveruleikanum Til að höggva á þennan hnút þarf samhæfðar aðgerðir sem byggjast á mannúð og raunsæi: Framsal erlendra fanga til heimalanda sinna í samræmi við alþjóðasamninga og beinna samninga við aðildarríkin. Notkun samfélagsþjónustu, áfangaheimila og rafræns eftirlits fyrir einstaklinga sem fá væga dóma, burðardýr og minni háttar brotamenn. Aðskilin brottvísunarúrræði fyrir hælisleitendur, með mannsæmandi aðbúnaði. Stóraukin fjárfesting í geðheilbrigðisþjónustu innan réttarkerfisins. Öflug nýting rafræns eftirlits, eins og ökklabanda, í stað óþarfa gæsluvarðhalds. Tryggja strax endanlegt fjármagn í nýtt fangelsi en aðeins hefur verið tryggður hluti af því fjármagni sem þarf. Heildendurskoðun á lögum um fullnustu, klára þannig undirbúning sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnarsvo að við getum komið fangelsiskerfinu okkar inn í nútímann og gert það skilvirkara til framtíðar. Sameiginlegt verkefni Það er mikilvægt að átta sig á að þessi vandi verður ekki leystur með óraunhæfum kröfum eða með því að stilla Íslendingum og útlendingum upp sem andstæðum. Öll okkar vinna í Afstöðu byggir á því að tryggja mannúð og réttlæti fyrir alla sem lenda í kerfi þar sem frelsi þeirra er skert – óháð þjóðerni, uppruna eða brotaflokki. Við viljum að Ísland standi sem fyrirmynd í fangelsismálum og mannréttindum – ekki sem undantekning. Og við trúum því að hægt sé að leysa þessi mál með samstilltu átaki, skynsemi og virðingu fyrir grundvallarréttindum allra einstaklinga. Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar – og höggva á hnútinn saman. Höfundur er, formaður Afstöðu, félag um bætt fangelsismál og betrun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun