Ætla að hernema Gasaströndina Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. maí 2025 07:58 Ísraelskum skriðdreka ekið á Gasaströndinni. AP/Ariel Schalit Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. Fregnir bárust af því í gær að öryggisráð Ísrael hefði samþykkt að fjölga skuli í herliði Ísraelsmanna og varaliðsmenn hafa verið kallaðir til þjónustu þar sem til stendur að auka enn á hernaðinn á Gasa svæðinu. Tugir þúsunda varaliðsmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna þessa. Ríkisstjórn landsins mun svo hafa samþykkt þessa áætlun í morgun, sem felur í sér hernám Gasastrandarinnar og að halda svæðinu um óákveðinn tíma. Öryggismálaráðherrann Ben Gvir sagði í útvarpsviðtali í gær að nauðsynlegt sé að herða sóknina til muna á Gasa. Í sama viðtali krafðist hann þess að herinn myndi gera sprengjuárásir á matarbirgðir íbúa Gasa og á rafstöðvar þeirra einnig. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Yfirmaður herafla Ísrael er sagður hafa varað við því að með auknum hernaði á Gasaströndinni gætu Hamas-liðar banað síðustu gíslunum sem þeir halda, eða þá að þeir gætu fallið í árásum Ísraela. Þessi aukni hernaður á að hefjast eftir heimsókn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til svæðisins í næstu viku. Stefna á árásir á Jemen Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela lofar því að herinn muni hefna fyrir eldflaugaárás Húta frá Jemen á helsta flugvöll Ísraels. Hann segir að Íran verði refsað einnig, enda standi yfirvöld þar í landi á bakvið árásirnar. Hútar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni en skotflaug lenti í grennd við flugbraut á Ben Gurion flugvellinum og skildi eftir sig stóran sprengjugíg. Loftvarnarkerfi Ísraela, sem eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi, gátu ekki skotið niður skotflaugina. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Flugumferð stöðvaðist um Ben Gurion völlinn í klukkustund í gær eftir árásina en mörg evrópsk og bandarísk flugfélög aflýstu sínum ferðum til og frá vellinum og ætla ekki að hefja flug á ný næstu daga. Leiðtogar Húta segjast ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli, með því markmiði að loka lofthelgi Ísraels. Beindu þeir orðum sínum til forsvarsmanna alþjóðlegra flugvalla og sögðu að þeir þyrftu að taka þessar árásir í reikninginn þegar flugvélum væri flogið til Ísrael. Hútar hafa reglulega gert árásir á Ísrael frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst í október 2023. Þeir hafa einni ítrekað gert árásir á her- og fraktskip á Rauðahafi og gera Bandaríkjamenn og Bretar nú umfangsmiklar loftárásir á Jemen til að stöðva þær árásir og opna svæðið fyrir skipaflutningum á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fregna af ríkisstjórnarfundi í Ísrael í morgun og samþykkt þess að hernema Gasaströndina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Donald Trump Palestína Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Fregnir bárust af því í gær að öryggisráð Ísrael hefði samþykkt að fjölga skuli í herliði Ísraelsmanna og varaliðsmenn hafa verið kallaðir til þjónustu þar sem til stendur að auka enn á hernaðinn á Gasa svæðinu. Tugir þúsunda varaliðsmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna þessa. Ríkisstjórn landsins mun svo hafa samþykkt þessa áætlun í morgun, sem felur í sér hernám Gasastrandarinnar og að halda svæðinu um óákveðinn tíma. Öryggismálaráðherrann Ben Gvir sagði í útvarpsviðtali í gær að nauðsynlegt sé að herða sóknina til muna á Gasa. Í sama viðtali krafðist hann þess að herinn myndi gera sprengjuárásir á matarbirgðir íbúa Gasa og á rafstöðvar þeirra einnig. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Yfirmaður herafla Ísrael er sagður hafa varað við því að með auknum hernaði á Gasaströndinni gætu Hamas-liðar banað síðustu gíslunum sem þeir halda, eða þá að þeir gætu fallið í árásum Ísraela. Þessi aukni hernaður á að hefjast eftir heimsókn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til svæðisins í næstu viku. Stefna á árásir á Jemen Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela lofar því að herinn muni hefna fyrir eldflaugaárás Húta frá Jemen á helsta flugvöll Ísraels. Hann segir að Íran verði refsað einnig, enda standi yfirvöld þar í landi á bakvið árásirnar. Hútar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni en skotflaug lenti í grennd við flugbraut á Ben Gurion flugvellinum og skildi eftir sig stóran sprengjugíg. Loftvarnarkerfi Ísraela, sem eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi, gátu ekki skotið niður skotflaugina. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Flugumferð stöðvaðist um Ben Gurion völlinn í klukkustund í gær eftir árásina en mörg evrópsk og bandarísk flugfélög aflýstu sínum ferðum til og frá vellinum og ætla ekki að hefja flug á ný næstu daga. Leiðtogar Húta segjast ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli, með því markmiði að loka lofthelgi Ísraels. Beindu þeir orðum sínum til forsvarsmanna alþjóðlegra flugvalla og sögðu að þeir þyrftu að taka þessar árásir í reikninginn þegar flugvélum væri flogið til Ísrael. Hútar hafa reglulega gert árásir á Ísrael frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst í október 2023. Þeir hafa einni ítrekað gert árásir á her- og fraktskip á Rauðahafi og gera Bandaríkjamenn og Bretar nú umfangsmiklar loftárásir á Jemen til að stöðva þær árásir og opna svæðið fyrir skipaflutningum á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fregna af ríkisstjórnarfundi í Ísrael í morgun og samþykkt þess að hernema Gasaströndina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Donald Trump Palestína Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira