Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar 5. maí 2025 15:30 Ég á í fórum mínum bók eftir listamanninn og rithöfundinn sænska Albert Engström, sem heitir Åt Häcklefjäll eða gengið á Heklu. Engström ferðaðist um Ísland 1911 og kom víða við. Á þessum tíma voru vegir nánast engir og fóru menn sínar ferðir ríðandi. Bókin er leiftrandi skemmtileg og Engstöm gerir óspart grín af landanum en þó í mildum og léttum tón. Erlendir ferðamenn voru farnir að auka komur sínar til landsins en mátti þó telja á fingrum handa og landsmönnum var í mun að taka vel á móti þeim en varlega þó því ekki voru þeir velkomnir allsstaðar. Leiðsögumenn voru boðnir og búnir að leiða þá um fjöll og firnindi en Engstöm og félagar voru reyndar nokkuð óheppnir með sína því einn sagði ja við öllum spurningum jákvæðum sem neikvæðum og annar sem þóttist öllum hnútum kunnugur fór með þá villur vegar um hríð. Á einum stað segir hann og ég sítera: „Fengi öflugur maður svona fagra, unaðslega eyju, hæfilega afskekkta, til þess að stjórna, gæti hann komið á fót fyrirmyndarríki. En gætið ykkar á ferðamönnum. Í mesta lagi notið ykkur þá!” (bls 103 í ísl. þýð.) Þá víkur hann sér að öðru vandamáli og ég grip niður á bls. 257: „Ég vorkenni kvenfólkinu, sem þarna er. Milli gistihússins og Geysis er lítið, en mjög mikilvægt skýli. Hurð var þar engin og dyrnar sneru út að hverunum. Þetta er skýrt dæmi um tómlæti Íslendinga og framtaksleysi, slóðaskapinn gagnvart útlendingum, sem þeir vilja fúslega að heimsæki sig, þó þeir kæri sig kollótta um öll þægindi handa þeim.” Nú er öldin sannlega önnur á flestan máta. Upp spretta hótel, kottagesur, kofar og tjöld eins og gorkúlur. Rútur þeysa um landið í hundraðavís á misjöfnum vegum sem liggja um landið vítt og breitt, baðlónum og laugum fjölgar eins og mý á mykjuskán og bílaleigubílar eru öllum þeim til reiðu, sem geta framvísað einhvers konar ökuskírteini. Þessi þægindi er öll meira eð minna í dýrari kantinum og vart ætluð íslenskum meðaljónum. Hér gildir að nota sér ferðamenn eins og spámaðurinn Engström reit forðum. Það er auðvitað alveg dásamlegt að geta grætt á ferðamönnum en ég les í blöðum greinar, sem hafa birst hafa undanfarin misseri að landinn, þ.e. hinn almenni borgari, er að gerast óþreyjufullur. Það er auðvitað afar ergilegt að aka á þjóðvegum landsins í langri bílaröð, sem einhver leiðir og þorir ekki að fara hraðar en á 60-70 km á klst. Ég legg því til við bílaleiguhafa að láta erlenda ferðamenn gangast undir lágmarks bílpróf áður en þeir aka út í óvissuna. Ættingjar mínir vinna margir hörðum höndum og jafnvel tvöfalt til þess til að standa undir arðsemiskröfum bankanna og og fara gjarnan frí á sumrin. Heim koma þeir síðan æði oft argir og úrillir vegna þess að tjaldstæði voru yfirfull eða ekki hægt að tengja í rafmagn eða kamrar og klósett voru illa hirt. Náðhús vantaði og alltof víða. Mætti ég og koma að einu enn. Nú fjölgar mistórum „campingvögnum”. Vil ég leggja til að leigsalar slíkra farkosta festi við þá kamardollur því vart má orðið rölta um skóga landsins án þess að rekast á innihaldsríkan úrgang í pappír í nánast hverju spori þar sem ferðamenn hafa gengið álfreka. Ég vona og bið að hér megi bæta úr þar sem þess er þörf. Ég minntist áðan á baðlón og laugar. Sjálfur er ég hættur að sækja slíka staði sakir þess að það er alveg óþolandi að verða vitni að því gestir demba sér beint í laugar án þess að skola af sér pungsmjörið eða sápa e-colipartinn. Hér þarf að ráða verði sem víðast og taka þá af arðsemisgreiðslum til að greiða þeim laun. ALLT FYRIR HAGSMUNI HEILDARINNAR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég á í fórum mínum bók eftir listamanninn og rithöfundinn sænska Albert Engström, sem heitir Åt Häcklefjäll eða gengið á Heklu. Engström ferðaðist um Ísland 1911 og kom víða við. Á þessum tíma voru vegir nánast engir og fóru menn sínar ferðir ríðandi. Bókin er leiftrandi skemmtileg og Engstöm gerir óspart grín af landanum en þó í mildum og léttum tón. Erlendir ferðamenn voru farnir að auka komur sínar til landsins en mátti þó telja á fingrum handa og landsmönnum var í mun að taka vel á móti þeim en varlega þó því ekki voru þeir velkomnir allsstaðar. Leiðsögumenn voru boðnir og búnir að leiða þá um fjöll og firnindi en Engstöm og félagar voru reyndar nokkuð óheppnir með sína því einn sagði ja við öllum spurningum jákvæðum sem neikvæðum og annar sem þóttist öllum hnútum kunnugur fór með þá villur vegar um hríð. Á einum stað segir hann og ég sítera: „Fengi öflugur maður svona fagra, unaðslega eyju, hæfilega afskekkta, til þess að stjórna, gæti hann komið á fót fyrirmyndarríki. En gætið ykkar á ferðamönnum. Í mesta lagi notið ykkur þá!” (bls 103 í ísl. þýð.) Þá víkur hann sér að öðru vandamáli og ég grip niður á bls. 257: „Ég vorkenni kvenfólkinu, sem þarna er. Milli gistihússins og Geysis er lítið, en mjög mikilvægt skýli. Hurð var þar engin og dyrnar sneru út að hverunum. Þetta er skýrt dæmi um tómlæti Íslendinga og framtaksleysi, slóðaskapinn gagnvart útlendingum, sem þeir vilja fúslega að heimsæki sig, þó þeir kæri sig kollótta um öll þægindi handa þeim.” Nú er öldin sannlega önnur á flestan máta. Upp spretta hótel, kottagesur, kofar og tjöld eins og gorkúlur. Rútur þeysa um landið í hundraðavís á misjöfnum vegum sem liggja um landið vítt og breitt, baðlónum og laugum fjölgar eins og mý á mykjuskán og bílaleigubílar eru öllum þeim til reiðu, sem geta framvísað einhvers konar ökuskírteini. Þessi þægindi er öll meira eð minna í dýrari kantinum og vart ætluð íslenskum meðaljónum. Hér gildir að nota sér ferðamenn eins og spámaðurinn Engström reit forðum. Það er auðvitað alveg dásamlegt að geta grætt á ferðamönnum en ég les í blöðum greinar, sem hafa birst hafa undanfarin misseri að landinn, þ.e. hinn almenni borgari, er að gerast óþreyjufullur. Það er auðvitað afar ergilegt að aka á þjóðvegum landsins í langri bílaröð, sem einhver leiðir og þorir ekki að fara hraðar en á 60-70 km á klst. Ég legg því til við bílaleiguhafa að láta erlenda ferðamenn gangast undir lágmarks bílpróf áður en þeir aka út í óvissuna. Ættingjar mínir vinna margir hörðum höndum og jafnvel tvöfalt til þess til að standa undir arðsemiskröfum bankanna og og fara gjarnan frí á sumrin. Heim koma þeir síðan æði oft argir og úrillir vegna þess að tjaldstæði voru yfirfull eða ekki hægt að tengja í rafmagn eða kamrar og klósett voru illa hirt. Náðhús vantaði og alltof víða. Mætti ég og koma að einu enn. Nú fjölgar mistórum „campingvögnum”. Vil ég leggja til að leigsalar slíkra farkosta festi við þá kamardollur því vart má orðið rölta um skóga landsins án þess að rekast á innihaldsríkan úrgang í pappír í nánast hverju spori þar sem ferðamenn hafa gengið álfreka. Ég vona og bið að hér megi bæta úr þar sem þess er þörf. Ég minntist áðan á baðlón og laugar. Sjálfur er ég hættur að sækja slíka staði sakir þess að það er alveg óþolandi að verða vitni að því gestir demba sér beint í laugar án þess að skola af sér pungsmjörið eða sápa e-colipartinn. Hér þarf að ráða verði sem víðast og taka þá af arðsemisgreiðslum til að greiða þeim laun. ALLT FYRIR HAGSMUNI HEILDARINNAR.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar