Fótbolti

Hildur fékk svaka­legt glóðar­auga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Antonsdóttir fékk mikið högg og var fljót að bólgna upp. Mótherji hennar komst upp með þetta og var ekki refsað.
Hildur Antonsdóttir fékk mikið högg og var fljót að bólgna upp. Mótherji hennar komst upp með þetta og var ekki refsað. @madrid_cff

Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir þurfti því miður að fara af velli í fyrri hálfleik í spænsku deildinni um helgina en það var ekki að ástæðulausu.

Hildur fékk olnbogaskot í skallaeinvígi eftir hálftíma leik hjá Madrid CFF og Badalona.

Okkar kona fékk olnbogann beint í andlitið fyrir neðan augað og fann vel fyrir högginu.

Það grátlega er að leikmaður Badalona fékk ekki einu sinn gult spjald fyrir. Rautt spjald og vítaspyrna hefði verið eðlilegur dómur að mati margra.

Afleiðingarnar komu líka vel í ljós þegar Hildur var leidd af velli enda strax komin með svakalegt glóðarauga.

Madrid CFF saknaði líka íslensku landsliðskonunnar og þurfti að sætta sig við 2-1 tap.

Það má sjá glóðaraugað og olnbogaskotið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×