Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson og Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifa 6. maí 2025 10:30 Það var sannkallað gleðiefni þegar skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldfrjálsar síðastliðið haust og öll börn eiga því kost á því í dag óháð efnahag að fá heita máltíð í hádeginu. Hjá mjög mörgum börnum er þetta aðalmáltíð dagsins og því ákaflega mikilvægt að í boði sé hollur og næringarríkur matur sem börnin vilja borða. Þetta er nú sem betur fer ekki í fyrsta skipti sem börnum er boðið upp á mat í skólum en hins vegar mjög gott tækifæri fyrir skóla og sveitarfélög til að fara yfir hvernig að framkvæmdinni er staðið í hverjum skóla fyrir sig. Í grunninn þurfum við að fylgja ráðleggingum landlæknis um mataræði. Í nýjustu ráðlegginunum er enn meiri áhersla lögð á neyslu á grænmeti og ávöxtum, fiski og baunum en ráðlagt er að minnka neyslu á rauðu kjöti. Jafnframt er mælt með að takmarka neyslu unninna kjötvara. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðleggingarnar taka bæði mið af hollustu- og loftslagssjónarmiðum. Það vill svo vel til að holl fæða er jafnframt umhverfisvæn og leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda og vinnur þannig gegn hlýnun jarðar sem nú ógnar framtíð okkar. Í dag veldur matvælaframleiðsla og næringarvenjur um þriðjungi losunar CO2 af mannavöldum. Hollur og góður matur ýtir undir góðar neysluvenjur og eflir heilbrigði nemenda. Það er hins vegar ekki nóg að útbúa hollan mat ef enginn vill borða hann. Í mörgum skólum eru frábærir matreiðslumenn og matráðar sem kunna vel til verka en við þurfum líka skapa jákvætt andrúmsloft nemenda foreldra og starfsfólks í kringum matinn. Máltíðin í skólanum á að vera tilhlökkunarefni og jákvæð samverustund en ekki aðeins til að seðja sárasta hungrið. Þær geta verið vettvangur fyrir jákvæð samskipti milli nemenda og kennara og dregið úr einangrun. Með góðri skipulagningu er einnig hægt að tengja máltíðina við ýmsar kennslugreinar s.s. heimilisfræði, líffræði og landafræði og fá þannig jafnvel meiri tíma til að nýta í þessa mikilvægu samverustund. Fjár til gjaldfrjálsra skólamáltíða er því vel varið og ætti ekki að skoðast sem sóun. Menntavísindasvið H.Í. og Aldin, samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, standa fyrir málþingi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir undir yfirskriftinni „Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna“ í Öskju húsi stofu N-132, þann 13. maí næst komandi kl 13 – 16:30. Á málþinginu verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum og fjallað um margvíslegar leiðir til að þær gagnist sem best. Aðalfyrirlesari verður Päivi Palojoki frá Finnlandi en Finnar hafa verið í fararbroddi hvað varðar uppbyggilega umgjörð um skólamáltíðir. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í málþinginu en ekki síst skólafólk, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Málþingið er öllum opið. Ludvig Guðmundsson læknir og félagi í AldinGuðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur og félagi í Aldin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Það var sannkallað gleðiefni þegar skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldfrjálsar síðastliðið haust og öll börn eiga því kost á því í dag óháð efnahag að fá heita máltíð í hádeginu. Hjá mjög mörgum börnum er þetta aðalmáltíð dagsins og því ákaflega mikilvægt að í boði sé hollur og næringarríkur matur sem börnin vilja borða. Þetta er nú sem betur fer ekki í fyrsta skipti sem börnum er boðið upp á mat í skólum en hins vegar mjög gott tækifæri fyrir skóla og sveitarfélög til að fara yfir hvernig að framkvæmdinni er staðið í hverjum skóla fyrir sig. Í grunninn þurfum við að fylgja ráðleggingum landlæknis um mataræði. Í nýjustu ráðlegginunum er enn meiri áhersla lögð á neyslu á grænmeti og ávöxtum, fiski og baunum en ráðlagt er að minnka neyslu á rauðu kjöti. Jafnframt er mælt með að takmarka neyslu unninna kjötvara. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðleggingarnar taka bæði mið af hollustu- og loftslagssjónarmiðum. Það vill svo vel til að holl fæða er jafnframt umhverfisvæn og leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda og vinnur þannig gegn hlýnun jarðar sem nú ógnar framtíð okkar. Í dag veldur matvælaframleiðsla og næringarvenjur um þriðjungi losunar CO2 af mannavöldum. Hollur og góður matur ýtir undir góðar neysluvenjur og eflir heilbrigði nemenda. Það er hins vegar ekki nóg að útbúa hollan mat ef enginn vill borða hann. Í mörgum skólum eru frábærir matreiðslumenn og matráðar sem kunna vel til verka en við þurfum líka skapa jákvætt andrúmsloft nemenda foreldra og starfsfólks í kringum matinn. Máltíðin í skólanum á að vera tilhlökkunarefni og jákvæð samverustund en ekki aðeins til að seðja sárasta hungrið. Þær geta verið vettvangur fyrir jákvæð samskipti milli nemenda og kennara og dregið úr einangrun. Með góðri skipulagningu er einnig hægt að tengja máltíðina við ýmsar kennslugreinar s.s. heimilisfræði, líffræði og landafræði og fá þannig jafnvel meiri tíma til að nýta í þessa mikilvægu samverustund. Fjár til gjaldfrjálsra skólamáltíða er því vel varið og ætti ekki að skoðast sem sóun. Menntavísindasvið H.Í. og Aldin, samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, standa fyrir málþingi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir undir yfirskriftinni „Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna“ í Öskju húsi stofu N-132, þann 13. maí næst komandi kl 13 – 16:30. Á málþinginu verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum og fjallað um margvíslegar leiðir til að þær gagnist sem best. Aðalfyrirlesari verður Päivi Palojoki frá Finnlandi en Finnar hafa verið í fararbroddi hvað varðar uppbyggilega umgjörð um skólamáltíðir. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í málþinginu en ekki síst skólafólk, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Málþingið er öllum opið. Ludvig Guðmundsson læknir og félagi í AldinGuðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur og félagi í Aldin
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun