Körfubolti

Öll sex­tíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
NBA meistarar Boston Celtics byrja ekki vel á móti New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildar og Jaylen Brown var svekktur.
NBA meistarar Boston Celtics byrja ekki vel á móti New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildar og Jaylen Brown var svekktur. Getty/ Danielle Parhizkaran

Oklahoma City Thunder (68), Cleveland Cavaliers (64), Boston Celtics (61) stóðu sig öll frábærlega í deildarkeppninni á þessu NBA tímabili en þau eru aftur á móti öll í smá vandræðum í úrslitakeppninni.

Öll sextíu sigra liðin í deildin töpuðu nefnilega fyrsta leiknum sínum í undanúrslitum deildanna.

Oklahoma City Thunder tapaði með tveimur stigum á heimavelli á móti Denver Nuggets, 119-121. Denver vann átján færri deildarleiki en Oklahoma City á tímabilinu og var að koma úr oddaleik á móti Los Angeles Clippers.

Cleveland Cavaliers tapaði með níu stigum á heimavelli á móti Indiana Pacers, 112-121. Indiana vann fjórtán færri deildarleiki en Cleveland á tímabilinu.

Boston Celtics tapaði með þremur stigum á heimavelli á móti New York Knicks, 105-108, en leikurinn fór alla leið í framlengingu. New York vann tíu færri deildarleiki en Boston á tímabilinu.

Þetta boðar gott fyrir þá sem vilja spennandi seríur. Öll tapliðin fá annan heimaleik en svo bíða tveir útileikir í framhaldinu. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í úrslitaeinvígi deildanna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×