Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 10:31 Þórir Hergeirsson vann til ótal verðlauna með norska kvennalandsliðinu og hefur eflaust ýmislegt að færa íslenskum handbolta sem nýráðinn ráðgjafi hjá HSÍ. Samsett/Stöð2/Ekstrabladet Ráðning Handknattleikssambands Íslands á Þóri Hergeirssyni í stöðu ráðgjafa í afreksmálum hefur vakið athygli í handboltaheiminum og er víða fjallað um hana, sérstaklega á Norðurlöndum. Allir helstu miðlarnir í Noregi fjalla að sjálfsögðu um ráðninguna enda um að ræða fyrsta starf Þóris eftir að hann hætti sem þjálfari kvennalandsliðs Norðmanna, eftir einstaklega farsælt starf fyrir það í áratugi. TV 2 hafði samband við dóttur Þóris, fótboltakonuna Maríu, sem gleðst yfir tíðindunum: „Þetta er virkilega spennandi og gefandi starf. Ég er viss um að pabbi er mjög ánægður,“ sagði María við miðilinn. „Núna fær hann að fara aðeins meira til Íslands sem ég veit að hann og fjölskyldan gleðst yfir,“ sagði María. Danski miðillinn Ekstra Bladet segir í fyrirsögn að „handboltaséní eigi að hjálpa Íslandi að ná árangri“ og fjallar þar um ráðningu Þóris. Í grein miðilsins segir að íslenska kvennalandsliðið hafi síður en svo náð merkilegum árangri í gegnum tíðina. Liðið hafi sjaldan komist inn á stórmót og aldrei náð sérstaklega langt þar. Hins vegar hafi karlalandslið Íslands verið eitt það besta á árum áður, unnið til að mynda silfur á ÓL 2008 en ekki komist í útsláttarkeppni á HM síðan árið 2017. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Í samtali við Vísi ræddi hann um hvað hann kæmi með að borðinu: „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir HSÍ Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Allir helstu miðlarnir í Noregi fjalla að sjálfsögðu um ráðninguna enda um að ræða fyrsta starf Þóris eftir að hann hætti sem þjálfari kvennalandsliðs Norðmanna, eftir einstaklega farsælt starf fyrir það í áratugi. TV 2 hafði samband við dóttur Þóris, fótboltakonuna Maríu, sem gleðst yfir tíðindunum: „Þetta er virkilega spennandi og gefandi starf. Ég er viss um að pabbi er mjög ánægður,“ sagði María við miðilinn. „Núna fær hann að fara aðeins meira til Íslands sem ég veit að hann og fjölskyldan gleðst yfir,“ sagði María. Danski miðillinn Ekstra Bladet segir í fyrirsögn að „handboltaséní eigi að hjálpa Íslandi að ná árangri“ og fjallar þar um ráðningu Þóris. Í grein miðilsins segir að íslenska kvennalandsliðið hafi síður en svo náð merkilegum árangri í gegnum tíðina. Liðið hafi sjaldan komist inn á stórmót og aldrei náð sérstaklega langt þar. Hins vegar hafi karlalandslið Íslands verið eitt það besta á árum áður, unnið til að mynda silfur á ÓL 2008 en ekki komist í útsláttarkeppni á HM síðan árið 2017. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Í samtali við Vísi ræddi hann um hvað hann kæmi með að borðinu: „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir
HSÍ Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira