Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar 7. maí 2025 17:31 Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu. Þrátt fyrir þetta hefur umræða og stefnumótun í byggðamálum oft verið of fjarlæg raunveruleikanum sem fólk lifir og hrærist í hér í kjördæminu. Það er kominn tími til að beina augum okkar að því sem raunverulega skiptir máli: að styrkja og efla byggðirnar með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Öflug þjóð byggir sterka innviði. Það er ekki stórborgin sem heldur landinu okkar gangandi – það eru vinnandi hendur, skapandi hugvit og seigla fólks um land allt. Án öflugra byggða hverfur sjálfstæði Íslands smátt og smátt. Fækkun í sveitum og minnkandi þjónusta í smærri bæjum er ekki náttúruleg þróun, það er hrörnun. Til að aftra frekari hrörnun og koma af stað kraftmikilli þróun þarf: Að tryggja trausta grunnþjónustu í öllum héruðum: heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngur og fjarskipti. Til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri á grundvelli þeirra verðmæta sem svæði búa yfir ætti að veita byggðunum sjálfum aukna hlutdeild í þeim auðlindum sem nýttar eru í þeirra nærumhverfi. Jafnrétti í skattheimtu – sanngirni í þjónustu, það er grundvallaratriði að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins njóti jafnræðis í allri þjónustu. Í dag býr fólk úti á landi við þá raun að greiða sömu skatta og fólk á höfuðborgarsvæðinu – en þarf samt að ferðast langar vegalengdir til að sækja margskonar sérfræðiþjónustu sem ætti að vera öllum sjálfsögð. Þetta er hvorki sanngjarnt né sjálfbært til lengdar. Það þarf að byggja upp traustari þjónustur dreifðar um landið svo að fólk geti sinnt sínum daglegu þörfum á heimavelli – með sama rétti og fólk í borginni. Svo að uppbygging sé raunhæf þarf samspil höfuðborgar og landsbyggðar. Það þarf líka að viðurkenna að samband höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er samofið. Sterk höfuðborg byggir á sterkum landsbyggðum – og öflugar byggðir utan höfuðborgarsvæðisins styðja við blómlega borg. Við þurfum að horfa á Ísland sem eina heild, þar sem árangur eins svæðis er ekki á kostnað annars, heldur stuðlar að sameiginlegri velferð. Í stað þess að draga úr einu svæði til að styrkja annað, eigum við að styrkja bæði, í samstarfi og virðingu. Atvinnutækifæri og innviðir fara saman, þegar innviðir eru sterkir fylgir atvinnulífið á eftir. Í Norðvesturkjördæmi eru möguleikar miklir: sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun í orku- og matvælageirum. Það sem vantar er skýr stefna sem styður við uppbyggingu heima fyrir – ekki stefnulaus innflutningur atvinnu eða auðlindanýting sem nýtist fyrst og fremst fjármagnseigendum á fjarlægum stöðum. Það þarf að: Hlúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda á forsendum heimamanna. Styrkja smærri fyrirtæki og efla frumkvöðlastarfsemi í dreifðum byggðum. Fjárfesta í samgöngum, þannig að fólk og vörur komist örugglega á milli staða. Byggðastefna sem virkar byggir á sanngirni og jafnvægi – ekki miðstýringu. Þjóðin á ekki aðeins að standa saman í orði heldur líka í verki: Með sanngjarnri skiptingu opinberra fjárveitinga. Með jöfnum tækifærum til þjónustu og atvinnu óháð búsetu. Með því að virða val heimamanna um hvernig þeir vilja byggja sitt samfélag upp. Sterkar byggðir eru ekki bara arfleifð okkar – þær eru forsenda fyrir því að við eigum áfram sjálfstæða, lifandi þjóð. Það þarf kjark til að snúa hrörnun landsbyggðanna við, en það er hægt – ef vilji er fyrir hendi og ef við af festu stöndum með fólkinu sem heldur lífi í landinu öllu. Höfundur er strákur að norðan Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skattar og tollar Samgöngur Norðvesturkjördæmi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu. Þrátt fyrir þetta hefur umræða og stefnumótun í byggðamálum oft verið of fjarlæg raunveruleikanum sem fólk lifir og hrærist í hér í kjördæminu. Það er kominn tími til að beina augum okkar að því sem raunverulega skiptir máli: að styrkja og efla byggðirnar með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Öflug þjóð byggir sterka innviði. Það er ekki stórborgin sem heldur landinu okkar gangandi – það eru vinnandi hendur, skapandi hugvit og seigla fólks um land allt. Án öflugra byggða hverfur sjálfstæði Íslands smátt og smátt. Fækkun í sveitum og minnkandi þjónusta í smærri bæjum er ekki náttúruleg þróun, það er hrörnun. Til að aftra frekari hrörnun og koma af stað kraftmikilli þróun þarf: Að tryggja trausta grunnþjónustu í öllum héruðum: heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngur og fjarskipti. Til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri á grundvelli þeirra verðmæta sem svæði búa yfir ætti að veita byggðunum sjálfum aukna hlutdeild í þeim auðlindum sem nýttar eru í þeirra nærumhverfi. Jafnrétti í skattheimtu – sanngirni í þjónustu, það er grundvallaratriði að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins njóti jafnræðis í allri þjónustu. Í dag býr fólk úti á landi við þá raun að greiða sömu skatta og fólk á höfuðborgarsvæðinu – en þarf samt að ferðast langar vegalengdir til að sækja margskonar sérfræðiþjónustu sem ætti að vera öllum sjálfsögð. Þetta er hvorki sanngjarnt né sjálfbært til lengdar. Það þarf að byggja upp traustari þjónustur dreifðar um landið svo að fólk geti sinnt sínum daglegu þörfum á heimavelli – með sama rétti og fólk í borginni. Svo að uppbygging sé raunhæf þarf samspil höfuðborgar og landsbyggðar. Það þarf líka að viðurkenna að samband höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er samofið. Sterk höfuðborg byggir á sterkum landsbyggðum – og öflugar byggðir utan höfuðborgarsvæðisins styðja við blómlega borg. Við þurfum að horfa á Ísland sem eina heild, þar sem árangur eins svæðis er ekki á kostnað annars, heldur stuðlar að sameiginlegri velferð. Í stað þess að draga úr einu svæði til að styrkja annað, eigum við að styrkja bæði, í samstarfi og virðingu. Atvinnutækifæri og innviðir fara saman, þegar innviðir eru sterkir fylgir atvinnulífið á eftir. Í Norðvesturkjördæmi eru möguleikar miklir: sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun í orku- og matvælageirum. Það sem vantar er skýr stefna sem styður við uppbyggingu heima fyrir – ekki stefnulaus innflutningur atvinnu eða auðlindanýting sem nýtist fyrst og fremst fjármagnseigendum á fjarlægum stöðum. Það þarf að: Hlúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda á forsendum heimamanna. Styrkja smærri fyrirtæki og efla frumkvöðlastarfsemi í dreifðum byggðum. Fjárfesta í samgöngum, þannig að fólk og vörur komist örugglega á milli staða. Byggðastefna sem virkar byggir á sanngirni og jafnvægi – ekki miðstýringu. Þjóðin á ekki aðeins að standa saman í orði heldur líka í verki: Með sanngjarnri skiptingu opinberra fjárveitinga. Með jöfnum tækifærum til þjónustu og atvinnu óháð búsetu. Með því að virða val heimamanna um hvernig þeir vilja byggja sitt samfélag upp. Sterkar byggðir eru ekki bara arfleifð okkar – þær eru forsenda fyrir því að við eigum áfram sjálfstæða, lifandi þjóð. Það þarf kjark til að snúa hrörnun landsbyggðanna við, en það er hægt – ef vilji er fyrir hendi og ef við af festu stöndum með fólkinu sem heldur lífi í landinu öllu. Höfundur er strákur að norðan
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar