Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar 8. maí 2025 10:01 Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám. Ég gerði það meira að segja óvart, nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér. Bíllinn seldist skömmu eftir að ég auglýsti hann til sölu og þar með hurfu daglegu ferðirnar á fjórum hjólum. Engu að síður þurfti ég að koma mér til og frá vinnu, þá búsettur í perlu Grafarvogsins – Korpuhverfi. Miðað við allt sem ég hafði heyrt og haldið til þessa bjóst ég við að þurfa treysta á að fá far með föður mínum til að komast í vinnuna við Sundahöfn. Ég hélt að aðrir samgöngumátar kæmu ekki til greina – eða hvað? Það vildi svo til að ég átti inni í bílskúr götuhjól og spandex galla, sem ég hafði til þessa einungis litið á til að æfa og fara í hjólatúra. Ég ákvað því að prufa að hjóla í vinnuna til tilbreytingar. Ekki bara persónuleg ákvörðun – heldur pólitísk Síðan þá hef ég ekki hætt að hjóla í vinnuna. Það sem átti að vera tímabundin lausn varð nýtt norm. Nú er ég vissulega fluttur og hef skipt um vinnu og eignast barn. Því hjóla ég ekki sömu leið og fyrsta sumarið sem ég hjólaði í vinnuna. Í millitíðinni er ég búinn að skipta út götuhjólinu og spandex gallanum fyrir rafmagnshjól og barnasæti. En ferðamáti minn hefur staðið óhaggaður. Nýr veruleiki hefur nú tekið við: morgnar þar sem útivera og ferskt loft koma í stað stress og umferðarteppu. Stundum er rok og rigning, jafnvel snjókoma og frost og ég þarf að klæða mig og soninn töluvert betur en á vor- og sumardögum. Vissulega kem ég stundum örlítið veðurbarinn í vinnuna en aldrei pirraður eftir að hafa þurft að sitja fastur í bíl í umferðinni. Umferð er nefnilega svolítið sem ég upplifi aldrei í morgunhjólatúrnum mínum. Það er nefnilega ekki bara ég sem græði á þessu – hjólreiðar eru einfaldlega skynsamlegar fyrir alla. Þegar fleiri hjóla þá minnkar álag á vegakerfið, færri sitja fastir í umferð og við fáum öll öruggari og betri borg. Það er samfélagslegur ávinningur af hverri ferð sem ekki er farin á bíl. Borgir sem velja að setja fólk og vistvænar samgöngur í fyrsta sæti verða mannvænni, grænni og heilbrigðari. Lítil ákvörðun sem hafði stór áhrif Þegar ég stóð inni í bílskúrnum mínum einn vormorgun í spandex gallanum með töskuna á bakinu hélt ég að ég væri að taka skyndiákvörðun sem myndi vara í örfáar vikur – en hún varð að nýrri venju og að lokum lífsstíl. Þó ég hjóli ekki lengur í spandex galla þá er hver morgun ennþá smá ævintýri – bara með hjálm, barnasæti og brosi á vör. Við veljum okkur fararmáta oftast út frá vananum – en stundum opnast nýjar leiðir þegar við höfum ekki annan kost. Fyrir mig opnaði hjólið ekki bara nýja leið í vinnuna, heldur nýtt sjónarhorn á hversdagsleikann. Þú þarft ekki að selja bílinn eða hjóla í spandex – þú getur bara prófað. Hver ferð skiptir máli. Hvað er annars að stöðva þig? Höfundur hjólar í vinnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám. Ég gerði það meira að segja óvart, nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér. Bíllinn seldist skömmu eftir að ég auglýsti hann til sölu og þar með hurfu daglegu ferðirnar á fjórum hjólum. Engu að síður þurfti ég að koma mér til og frá vinnu, þá búsettur í perlu Grafarvogsins – Korpuhverfi. Miðað við allt sem ég hafði heyrt og haldið til þessa bjóst ég við að þurfa treysta á að fá far með föður mínum til að komast í vinnuna við Sundahöfn. Ég hélt að aðrir samgöngumátar kæmu ekki til greina – eða hvað? Það vildi svo til að ég átti inni í bílskúr götuhjól og spandex galla, sem ég hafði til þessa einungis litið á til að æfa og fara í hjólatúra. Ég ákvað því að prufa að hjóla í vinnuna til tilbreytingar. Ekki bara persónuleg ákvörðun – heldur pólitísk Síðan þá hef ég ekki hætt að hjóla í vinnuna. Það sem átti að vera tímabundin lausn varð nýtt norm. Nú er ég vissulega fluttur og hef skipt um vinnu og eignast barn. Því hjóla ég ekki sömu leið og fyrsta sumarið sem ég hjólaði í vinnuna. Í millitíðinni er ég búinn að skipta út götuhjólinu og spandex gallanum fyrir rafmagnshjól og barnasæti. En ferðamáti minn hefur staðið óhaggaður. Nýr veruleiki hefur nú tekið við: morgnar þar sem útivera og ferskt loft koma í stað stress og umferðarteppu. Stundum er rok og rigning, jafnvel snjókoma og frost og ég þarf að klæða mig og soninn töluvert betur en á vor- og sumardögum. Vissulega kem ég stundum örlítið veðurbarinn í vinnuna en aldrei pirraður eftir að hafa þurft að sitja fastur í bíl í umferðinni. Umferð er nefnilega svolítið sem ég upplifi aldrei í morgunhjólatúrnum mínum. Það er nefnilega ekki bara ég sem græði á þessu – hjólreiðar eru einfaldlega skynsamlegar fyrir alla. Þegar fleiri hjóla þá minnkar álag á vegakerfið, færri sitja fastir í umferð og við fáum öll öruggari og betri borg. Það er samfélagslegur ávinningur af hverri ferð sem ekki er farin á bíl. Borgir sem velja að setja fólk og vistvænar samgöngur í fyrsta sæti verða mannvænni, grænni og heilbrigðari. Lítil ákvörðun sem hafði stór áhrif Þegar ég stóð inni í bílskúrnum mínum einn vormorgun í spandex gallanum með töskuna á bakinu hélt ég að ég væri að taka skyndiákvörðun sem myndi vara í örfáar vikur – en hún varð að nýrri venju og að lokum lífsstíl. Þó ég hjóli ekki lengur í spandex galla þá er hver morgun ennþá smá ævintýri – bara með hjálm, barnasæti og brosi á vör. Við veljum okkur fararmáta oftast út frá vananum – en stundum opnast nýjar leiðir þegar við höfum ekki annan kost. Fyrir mig opnaði hjólið ekki bara nýja leið í vinnuna, heldur nýtt sjónarhorn á hversdagsleikann. Þú þarft ekki að selja bílinn eða hjóla í spandex – þú getur bara prófað. Hver ferð skiptir máli. Hvað er annars að stöðva þig? Höfundur hjólar í vinnuna.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun