Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2025 21:44 Antony var bæði með mark og stoðsendingu fyrir Real Betis í kvöld. Getty/Image Photo Agency Real Betis er komið áfram í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar þar sem þeir munu mæta Chelsea. Real Betis gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Fiorentina eftir framlengdan leik, en fyrri leikur liðanna fór 2-1 fyrir Real Betis. Samanlagt fór því einvígið 4-3. Það var spænska liðið sem byrjaði leikinn betur en Antony kom þeim yfir á 30. mínútu með frábært mark beint úr aukaspyrnu. Þetta var leikur föstu leikatriðanna þar sem Fiorentina skoraði tvö mörk úr föstum leikatriðum. Bæði voru þau skoruð af Robin Gosens með skalla. Það fyrra á 32. mínútu og það seinna á 42. mínútu. Fyrri hálfleikurinn endaði því í stöðunni 2-1 fyrir Fiorentina og einvígið jafnt 3-3. Seinni hálfleikurinn reyndist ekki jafn viðburðaríkur þar sem hvorugt lið náði að skora og leikurinn var framlengdur. Antony var aftur á ferðinni á sjöundu mínútu uppbótatíma þegar hann fann Abdessamad Ezzalzouli inn í teig. Eftirleikurinn var einfaldur fyrir framherjann sem kláraði af stuttu færi. Albert Guðmundsson spilaði allar fyrstu 90 mínútur leiksins en fór af velli á fimmtu mínútu framlengingar. Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Spænski boltinn Fótbolti
Real Betis er komið áfram í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar þar sem þeir munu mæta Chelsea. Real Betis gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Fiorentina eftir framlengdan leik, en fyrri leikur liðanna fór 2-1 fyrir Real Betis. Samanlagt fór því einvígið 4-3. Það var spænska liðið sem byrjaði leikinn betur en Antony kom þeim yfir á 30. mínútu með frábært mark beint úr aukaspyrnu. Þetta var leikur föstu leikatriðanna þar sem Fiorentina skoraði tvö mörk úr föstum leikatriðum. Bæði voru þau skoruð af Robin Gosens með skalla. Það fyrra á 32. mínútu og það seinna á 42. mínútu. Fyrri hálfleikurinn endaði því í stöðunni 2-1 fyrir Fiorentina og einvígið jafnt 3-3. Seinni hálfleikurinn reyndist ekki jafn viðburðaríkur þar sem hvorugt lið náði að skora og leikurinn var framlengdur. Antony var aftur á ferðinni á sjöundu mínútu uppbótatíma þegar hann fann Abdessamad Ezzalzouli inn í teig. Eftirleikurinn var einfaldur fyrir framherjann sem kláraði af stuttu færi. Albert Guðmundsson spilaði allar fyrstu 90 mínútur leiksins en fór af velli á fimmtu mínútu framlengingar.