Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Helena Lind Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2025 19:54 Sandra María Jessen skoraði langþráð mörk í kvöld. vísir/Hulda Margrét Sandra María Jessen, markadrottning síðasta sumars, skoraði þrjú fyrstu mörkin sín í Bestu deildinni í sumar þegar Þór/KA konur sóttu þrjú stig í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði. Þór/KA komst í 3-0 í fyrri hálfleiknum og vann leikinn á endanum 5-2. Þór/KA var búið að tapa tveimur leikjum í röð og Sandra María hafði ekki skorað í fjórum fyrstu leikjunum. Auk Söndru Maríu þá skoruðu þær Karen María Sigurgeirsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir fyrir norðanliðið í kvöld. Hin fimmtán ára Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir minnkaði muninn í 3-1 fyrir FHL og FHL fékk víti í seinni hálfleik þegar Bríet Jóhannsdóttir fékk einnig að líta rauða spjaldið. Aida Kardovic skoraði úr vítinu og minnkaði muninn í 5-2. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir. Besta deild kvenna FHL Þór Akureyri KA
Sandra María Jessen, markadrottning síðasta sumars, skoraði þrjú fyrstu mörkin sín í Bestu deildinni í sumar þegar Þór/KA konur sóttu þrjú stig í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði. Þór/KA komst í 3-0 í fyrri hálfleiknum og vann leikinn á endanum 5-2. Þór/KA var búið að tapa tveimur leikjum í röð og Sandra María hafði ekki skorað í fjórum fyrstu leikjunum. Auk Söndru Maríu þá skoruðu þær Karen María Sigurgeirsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir fyrir norðanliðið í kvöld. Hin fimmtán ára Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir minnkaði muninn í 3-1 fyrir FHL og FHL fékk víti í seinni hálfleik þegar Bríet Jóhannsdóttir fékk einnig að líta rauða spjaldið. Aida Kardovic skoraði úr vítinu og minnkaði muninn í 5-2. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir.