„Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 14:02 Pétur Rúnar Birgisson varð Íslandsmeistari með Tindastóli 2023 og á silfurverðlaun frá tímabilunum 2016, 2018 og 2022. vísir/diego Pétur Rúnar Birgisson segir að leikmenn Tindastóls séu klárir fyrir einvígið gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst í kvöld. „Mikil tilhlökkun. Það er alltaf gaman þegar maður er að spila á svona stóru sviði. Það er alltaf mikið af áhorfendum, mikið fjaðrafok í kringum og maður veit að við þurfum að mæta vel undirbúnir. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið og það skiptir máli að eiga fyrsta höggið,“ sagði Pétur Rúnar sem er að fara að spila í sínu fimmta úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Við viljum mæta vel klárir, undirbúa okkur sem best fyrir þá og vera klárir í hvaða aðgerðir þeir ætla að henda í okkur og búnir að stúdera það vel og vandlega. Við viljum henda í fyrsta höggið þannig að við byrjum seríuna af krafti.“ Er eiginlega svona allan veturinn Á Sauðárkróki hverfist lífið að stórum hluta um körfubolta, sérstaklega á þessum tíma árs. „Maður finnur alveg fyrir því þegar maður er að mæta í vinnu og labba út um bæinn að maður er stoppaður hér og þar, úti í búð, og það er verið að ræða hvað er framundan. En það er mestmegnis bara tilhlökkun í öllum bænum og hún verður alltaf meiri og meiri eftir því sem okkur gengur betur. Þetta er samt eiginlega svona yfir allan veturinn,“ sagði Pétur. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenna á leiki liðsins, hvort sem það er á heima- eða útivelli.vísir/diego „Ég þekki ekkert annað. Ég er búinn að vera hérna allan minn feril og ég hef mjög gaman að þessu,“ bætti leikstjórnandinn við. Getur verið erfitt Pétur segir að því fylgi pressa að vera kominn á þennan stað í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það getur verið það. Þetta getur alveg verið erfitt. Eins og síðasta tímabil var; við vorum með lið sem átti að gera helling en svo nær þetta ekki að smella og þér líður alltaf eins og þú sért bregðast fólki sem er ekki góð tilfinning,“ sagði Pétur. Pétur og félagar slógu Keflavík út í átta liða úrslitunum, 3-0, og Álftanes í undanúrslitunum, 3-1. Í úrslitunum bíður Stjarnan.vísir/diego „Það hafa alveg verið svefnlausar nætur í gegnum tíðina en ég myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en í hina áttina, þar sem öllum er drullusama. Ég hef meira gaman að þessu og reyni bara að nálgast fólk fagmannlega og reyni að hlusta ef það hefur einhver góð ráð. Annars loka ég bara eyrunum ef mér finnst þetta vera vitleysa. Pressan getur verið svolítið mikil en ég hef mestmegnis gaman að þessu.“ Kálfinn til vandræða Pétur segir stöðuna á sér vera þokkalega og er klár í úrslitaeinvígið. „Skrokkurinn er í ágætum málum í dag. Kálfinn er með smá leiðindi en ég hef trú á að þetta haldi, hvort sem það eru tíu mínútur í leik eða tuttugu. Ég held ég muni geta spilað það sem þarf,“ sagði Pétur. Halda áfram að spila sinn leik Stjarnan er andstæðingur Tindastóls í úrslitaeinvíginu. Pétur á von á hörkuleikjum gegn Garðbæingum. „Við erum búnir að gera mjög vel að spila okkar leik og reyna að undirbúa okkur sem best fyrir það sem Stjarnan kemur með að borðinu sem er mjög mikið,“ sagði Pétur. Klippa: Viðtal við Pétur Rúnar Birgisson „Við þurfum samt meira að hugsa um okkur og hvernig við munum tækla það að útfæra okkar hluti að þeim, heldur en að vera of mikið að greina þá og sjá hvað þeir eru að gera. Heldur fara yfir það sem við erum búnir að gera vel í vetur og reyna að halda því áfram.“ Allt viðtalið við Pétur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Mikil tilhlökkun. Það er alltaf gaman þegar maður er að spila á svona stóru sviði. Það er alltaf mikið af áhorfendum, mikið fjaðrafok í kringum og maður veit að við þurfum að mæta vel undirbúnir. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið og það skiptir máli að eiga fyrsta höggið,“ sagði Pétur Rúnar sem er að fara að spila í sínu fimmta úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Við viljum mæta vel klárir, undirbúa okkur sem best fyrir þá og vera klárir í hvaða aðgerðir þeir ætla að henda í okkur og búnir að stúdera það vel og vandlega. Við viljum henda í fyrsta höggið þannig að við byrjum seríuna af krafti.“ Er eiginlega svona allan veturinn Á Sauðárkróki hverfist lífið að stórum hluta um körfubolta, sérstaklega á þessum tíma árs. „Maður finnur alveg fyrir því þegar maður er að mæta í vinnu og labba út um bæinn að maður er stoppaður hér og þar, úti í búð, og það er verið að ræða hvað er framundan. En það er mestmegnis bara tilhlökkun í öllum bænum og hún verður alltaf meiri og meiri eftir því sem okkur gengur betur. Þetta er samt eiginlega svona yfir allan veturinn,“ sagði Pétur. Stuðningsmenn Tindastóls fjölmenna á leiki liðsins, hvort sem það er á heima- eða útivelli.vísir/diego „Ég þekki ekkert annað. Ég er búinn að vera hérna allan minn feril og ég hef mjög gaman að þessu,“ bætti leikstjórnandinn við. Getur verið erfitt Pétur segir að því fylgi pressa að vera kominn á þennan stað í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það getur verið það. Þetta getur alveg verið erfitt. Eins og síðasta tímabil var; við vorum með lið sem átti að gera helling en svo nær þetta ekki að smella og þér líður alltaf eins og þú sért bregðast fólki sem er ekki góð tilfinning,“ sagði Pétur. Pétur og félagar slógu Keflavík út í átta liða úrslitunum, 3-0, og Álftanes í undanúrslitunum, 3-1. Í úrslitunum bíður Stjarnan.vísir/diego „Það hafa alveg verið svefnlausar nætur í gegnum tíðina en ég myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en í hina áttina, þar sem öllum er drullusama. Ég hef meira gaman að þessu og reyni bara að nálgast fólk fagmannlega og reyni að hlusta ef það hefur einhver góð ráð. Annars loka ég bara eyrunum ef mér finnst þetta vera vitleysa. Pressan getur verið svolítið mikil en ég hef mestmegnis gaman að þessu.“ Kálfinn til vandræða Pétur segir stöðuna á sér vera þokkalega og er klár í úrslitaeinvígið. „Skrokkurinn er í ágætum málum í dag. Kálfinn er með smá leiðindi en ég hef trú á að þetta haldi, hvort sem það eru tíu mínútur í leik eða tuttugu. Ég held ég muni geta spilað það sem þarf,“ sagði Pétur. Halda áfram að spila sinn leik Stjarnan er andstæðingur Tindastóls í úrslitaeinvíginu. Pétur á von á hörkuleikjum gegn Garðbæingum. „Við erum búnir að gera mjög vel að spila okkar leik og reyna að undirbúa okkur sem best fyrir það sem Stjarnan kemur með að borðinu sem er mjög mikið,“ sagði Pétur. Klippa: Viðtal við Pétur Rúnar Birgisson „Við þurfum samt meira að hugsa um okkur og hvernig við munum tækla það að útfæra okkar hluti að þeim, heldur en að vera of mikið að greina þá og sjá hvað þeir eru að gera. Heldur fara yfir það sem við erum búnir að gera vel í vetur og reyna að halda því áfram.“ Allt viðtalið við Pétur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsti leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:30.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira