Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar 9. maí 2025 09:00 Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að “gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn. Og viti fólk, við erum strax komnir inn á síðu sem augljóslega er sérstaklega sniðin að börnum. Fínasta síða, sem slík, þar sem fjallaði var um allt mögulegt sem viðkemur Stjörnustríðs sögunum. Upplýsingar um geislasverðin lágu fljótlega fyrir og meira til. Við vorum þó ekki búnir að vera lengi á síðunni þegar allskyns boðflennur gera vart við sig. Auglýsingar byrja að dynja á okkur. Það voru veðmálasíður, orkudrykkir, nikótínvörur og áfengisauglýsingar m.m. Sá eldri verður forviða og kallar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Sá yngri tekur þessu af stóískri ró og lítur á þetta sem óþægindi, eða leiðindi, sem fylgi því að komast inn á síðuna og reynir að slökkva á þessum boðflennum í tilveru sinni eins fljótt og hægt er, sem gekk þó misjafnlega vel fyrir sig. Nokkrum áratugum áður gekk saga í einu af hverfum borgarinnar þar sem afinn bjó sem barn, saga um að misyndismaður væri á sveimi. Hann væri akandi um hverfið á rauðum bíl af tiltekinni tegund og reyndi að lokka börn upp í bílinn til sín. Foreldrar hverfisins brýndu fyrir börnum sinum að fara alls ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Og það var ekki bara gagnvart þessu máli. Foreldrar vöruðu börn sín við tilteknum stöðum og aðstæðum. Fjölskyldan, heimilið var að öllu jöfnu skjól, vernd barna gegn utan að komandi áreiti. Utan seilingar allskyns afla, m.a. þeirra sem skeyta í engu um velferð barna og svífast einskis í þeim tilgangi að græða sem mest. Börn nú til dags eru hvergi óhult. Þetta fullkomna siðleysi er réttlætt með einhverju „frelsistali“. Frelsi til að áreyta börn í nafni viðskiptafrelsis og í nafni þess „frelsis“ er réttlætanlegt að ryðjast inn í tilveru barna og ungmenna með keyptum áróðri (auglýsingum), á bak við foreldra, forráðafólk og gegn öllum helstu uppeldismarkmiðum og vegið að farsæld þeirra. Þessi staða er algerlega óboðlegt. Samfélagið þarf að koma sér upp fyrirkomulagi sem stendur vörð um velferð barna og ungmenna. Sem betur fer er svo á ýmsum sviðum, löglegt fyrirkomulag áfengissölu hérlendis innan ramma ÁTVR er gott dæmi þar sem að samfélagleg ábyrgð er ríkjandi þáttur í stað ítrustu viðskiptahagmuna þar sem „hagnaður“ fer til einkaaðila en kostnaður vegna skaðsemi vörunnar lendir á okkur, samfélaginu. Áfengisáróður (auglýsing) sem birtist sjö ára barni þar sem því er tilkynnt að það sé hægt að panta tiltekið áfengi í gegnum netið og það fái áfengið heim til sín eftir hálftíma hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur ekkert með nýja tækni að gera, það hefur ekkert með breytta samfélagsgerð að gera. Það sýnir einfaldlega í sinni tærustu mynd algeran og tímalausan siðferðisbrest. Grundvallarspurningin er því hvort við ætlum ekki, bæði sem samfélag, foreldrar og forráðafólk, að halda börnum utan seilingar þessara afla. Börn og ungmenni eiga einfaldlega lögvarin rétti til þess. Við þessu þarf að bregðast. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Áfengi Árni Guðmundsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að “gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn. Og viti fólk, við erum strax komnir inn á síðu sem augljóslega er sérstaklega sniðin að börnum. Fínasta síða, sem slík, þar sem fjallaði var um allt mögulegt sem viðkemur Stjörnustríðs sögunum. Upplýsingar um geislasverðin lágu fljótlega fyrir og meira til. Við vorum þó ekki búnir að vera lengi á síðunni þegar allskyns boðflennur gera vart við sig. Auglýsingar byrja að dynja á okkur. Það voru veðmálasíður, orkudrykkir, nikótínvörur og áfengisauglýsingar m.m. Sá eldri verður forviða og kallar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Sá yngri tekur þessu af stóískri ró og lítur á þetta sem óþægindi, eða leiðindi, sem fylgi því að komast inn á síðuna og reynir að slökkva á þessum boðflennum í tilveru sinni eins fljótt og hægt er, sem gekk þó misjafnlega vel fyrir sig. Nokkrum áratugum áður gekk saga í einu af hverfum borgarinnar þar sem afinn bjó sem barn, saga um að misyndismaður væri á sveimi. Hann væri akandi um hverfið á rauðum bíl af tiltekinni tegund og reyndi að lokka börn upp í bílinn til sín. Foreldrar hverfisins brýndu fyrir börnum sinum að fara alls ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Og það var ekki bara gagnvart þessu máli. Foreldrar vöruðu börn sín við tilteknum stöðum og aðstæðum. Fjölskyldan, heimilið var að öllu jöfnu skjól, vernd barna gegn utan að komandi áreiti. Utan seilingar allskyns afla, m.a. þeirra sem skeyta í engu um velferð barna og svífast einskis í þeim tilgangi að græða sem mest. Börn nú til dags eru hvergi óhult. Þetta fullkomna siðleysi er réttlætt með einhverju „frelsistali“. Frelsi til að áreyta börn í nafni viðskiptafrelsis og í nafni þess „frelsis“ er réttlætanlegt að ryðjast inn í tilveru barna og ungmenna með keyptum áróðri (auglýsingum), á bak við foreldra, forráðafólk og gegn öllum helstu uppeldismarkmiðum og vegið að farsæld þeirra. Þessi staða er algerlega óboðlegt. Samfélagið þarf að koma sér upp fyrirkomulagi sem stendur vörð um velferð barna og ungmenna. Sem betur fer er svo á ýmsum sviðum, löglegt fyrirkomulag áfengissölu hérlendis innan ramma ÁTVR er gott dæmi þar sem að samfélagleg ábyrgð er ríkjandi þáttur í stað ítrustu viðskiptahagmuna þar sem „hagnaður“ fer til einkaaðila en kostnaður vegna skaðsemi vörunnar lendir á okkur, samfélaginu. Áfengisáróður (auglýsing) sem birtist sjö ára barni þar sem því er tilkynnt að það sé hægt að panta tiltekið áfengi í gegnum netið og það fái áfengið heim til sín eftir hálftíma hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur ekkert með nýja tækni að gera, það hefur ekkert með breytta samfélagsgerð að gera. Það sýnir einfaldlega í sinni tærustu mynd algeran og tímalausan siðferðisbrest. Grundvallarspurningin er því hvort við ætlum ekki, bæði sem samfélag, foreldrar og forráðafólk, að halda börnum utan seilingar þessara afla. Börn og ungmenni eiga einfaldlega lögvarin rétti til þess. Við þessu þarf að bregðast. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun