Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar 9. maí 2025 09:00 Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að “gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn. Og viti fólk, við erum strax komnir inn á síðu sem augljóslega er sérstaklega sniðin að börnum. Fínasta síða, sem slík, þar sem fjallaði var um allt mögulegt sem viðkemur Stjörnustríðs sögunum. Upplýsingar um geislasverðin lágu fljótlega fyrir og meira til. Við vorum þó ekki búnir að vera lengi á síðunni þegar allskyns boðflennur gera vart við sig. Auglýsingar byrja að dynja á okkur. Það voru veðmálasíður, orkudrykkir, nikótínvörur og áfengisauglýsingar m.m. Sá eldri verður forviða og kallar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Sá yngri tekur þessu af stóískri ró og lítur á þetta sem óþægindi, eða leiðindi, sem fylgi því að komast inn á síðuna og reynir að slökkva á þessum boðflennum í tilveru sinni eins fljótt og hægt er, sem gekk þó misjafnlega vel fyrir sig. Nokkrum áratugum áður gekk saga í einu af hverfum borgarinnar þar sem afinn bjó sem barn, saga um að misyndismaður væri á sveimi. Hann væri akandi um hverfið á rauðum bíl af tiltekinni tegund og reyndi að lokka börn upp í bílinn til sín. Foreldrar hverfisins brýndu fyrir börnum sinum að fara alls ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Og það var ekki bara gagnvart þessu máli. Foreldrar vöruðu börn sín við tilteknum stöðum og aðstæðum. Fjölskyldan, heimilið var að öllu jöfnu skjól, vernd barna gegn utan að komandi áreiti. Utan seilingar allskyns afla, m.a. þeirra sem skeyta í engu um velferð barna og svífast einskis í þeim tilgangi að græða sem mest. Börn nú til dags eru hvergi óhult. Þetta fullkomna siðleysi er réttlætt með einhverju „frelsistali“. Frelsi til að áreyta börn í nafni viðskiptafrelsis og í nafni þess „frelsis“ er réttlætanlegt að ryðjast inn í tilveru barna og ungmenna með keyptum áróðri (auglýsingum), á bak við foreldra, forráðafólk og gegn öllum helstu uppeldismarkmiðum og vegið að farsæld þeirra. Þessi staða er algerlega óboðlegt. Samfélagið þarf að koma sér upp fyrirkomulagi sem stendur vörð um velferð barna og ungmenna. Sem betur fer er svo á ýmsum sviðum, löglegt fyrirkomulag áfengissölu hérlendis innan ramma ÁTVR er gott dæmi þar sem að samfélagleg ábyrgð er ríkjandi þáttur í stað ítrustu viðskiptahagmuna þar sem „hagnaður“ fer til einkaaðila en kostnaður vegna skaðsemi vörunnar lendir á okkur, samfélaginu. Áfengisáróður (auglýsing) sem birtist sjö ára barni þar sem því er tilkynnt að það sé hægt að panta tiltekið áfengi í gegnum netið og það fái áfengið heim til sín eftir hálftíma hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur ekkert með nýja tækni að gera, það hefur ekkert með breytta samfélagsgerð að gera. Það sýnir einfaldlega í sinni tærustu mynd algeran og tímalausan siðferðisbrest. Grundvallarspurningin er því hvort við ætlum ekki, bæði sem samfélag, foreldrar og forráðafólk, að halda börnum utan seilingar þessara afla. Börn og ungmenni eiga einfaldlega lögvarin rétti til þess. Við þessu þarf að bregðast. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Áfengi Árni Guðmundsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að “gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn. Og viti fólk, við erum strax komnir inn á síðu sem augljóslega er sérstaklega sniðin að börnum. Fínasta síða, sem slík, þar sem fjallaði var um allt mögulegt sem viðkemur Stjörnustríðs sögunum. Upplýsingar um geislasverðin lágu fljótlega fyrir og meira til. Við vorum þó ekki búnir að vera lengi á síðunni þegar allskyns boðflennur gera vart við sig. Auglýsingar byrja að dynja á okkur. Það voru veðmálasíður, orkudrykkir, nikótínvörur og áfengisauglýsingar m.m. Sá eldri verður forviða og kallar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Sá yngri tekur þessu af stóískri ró og lítur á þetta sem óþægindi, eða leiðindi, sem fylgi því að komast inn á síðuna og reynir að slökkva á þessum boðflennum í tilveru sinni eins fljótt og hægt er, sem gekk þó misjafnlega vel fyrir sig. Nokkrum áratugum áður gekk saga í einu af hverfum borgarinnar þar sem afinn bjó sem barn, saga um að misyndismaður væri á sveimi. Hann væri akandi um hverfið á rauðum bíl af tiltekinni tegund og reyndi að lokka börn upp í bílinn til sín. Foreldrar hverfisins brýndu fyrir börnum sinum að fara alls ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Og það var ekki bara gagnvart þessu máli. Foreldrar vöruðu börn sín við tilteknum stöðum og aðstæðum. Fjölskyldan, heimilið var að öllu jöfnu skjól, vernd barna gegn utan að komandi áreiti. Utan seilingar allskyns afla, m.a. þeirra sem skeyta í engu um velferð barna og svífast einskis í þeim tilgangi að græða sem mest. Börn nú til dags eru hvergi óhult. Þetta fullkomna siðleysi er réttlætt með einhverju „frelsistali“. Frelsi til að áreyta börn í nafni viðskiptafrelsis og í nafni þess „frelsis“ er réttlætanlegt að ryðjast inn í tilveru barna og ungmenna með keyptum áróðri (auglýsingum), á bak við foreldra, forráðafólk og gegn öllum helstu uppeldismarkmiðum og vegið að farsæld þeirra. Þessi staða er algerlega óboðlegt. Samfélagið þarf að koma sér upp fyrirkomulagi sem stendur vörð um velferð barna og ungmenna. Sem betur fer er svo á ýmsum sviðum, löglegt fyrirkomulag áfengissölu hérlendis innan ramma ÁTVR er gott dæmi þar sem að samfélagleg ábyrgð er ríkjandi þáttur í stað ítrustu viðskiptahagmuna þar sem „hagnaður“ fer til einkaaðila en kostnaður vegna skaðsemi vörunnar lendir á okkur, samfélaginu. Áfengisáróður (auglýsing) sem birtist sjö ára barni þar sem því er tilkynnt að það sé hægt að panta tiltekið áfengi í gegnum netið og það fái áfengið heim til sín eftir hálftíma hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur ekkert með nýja tækni að gera, það hefur ekkert með breytta samfélagsgerð að gera. Það sýnir einfaldlega í sinni tærustu mynd algeran og tímalausan siðferðisbrest. Grundvallarspurningin er því hvort við ætlum ekki, bæði sem samfélag, foreldrar og forráðafólk, að halda börnum utan seilingar þessara afla. Börn og ungmenni eiga einfaldlega lögvarin rétti til þess. Við þessu þarf að bregðast. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun