Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Auðun Georg Ólafsson skrifar 9. maí 2025 14:24 Guðrún Helga Jónsdóttir, bóndi á Miðhúsum í Skagafirði. Hún segir vorflóðin einstaklega mikil núna. „Bændur eru vanir vorflóðum úr Héraðsvötnum en þetta var einstaklega mikið núna,“ segir Guðrún Helga Jónsdóttir, bóndi á Miðhúsum í Skagafirði. Héraðsvötn flæddu í gær yfir tún sem bændur voru nýbúnir að eyða tíma og fjármunum í sáningu en svo flæddi yfir. „Það fór vatn upp að Hegranesi sem er ekki vanalegt og hjá mér fór vatn alveg upp að vegi,“ segir Guðrún. Einstaklega mikil vorflóð Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vakti í fyrradag athygli á vatnavöxtum í Austari Jökulsá og Héraðsvötnum í Skagafirði. Austari Jökulsá fór yfir 5 ára flóðamörk á vatnshæðamælinum við Skatastaði í Austurdal og nálgaðist þar 10 ára mörkin. Guðrún segir að þetta hafi verið einstaklega mikil vorflóð. „Það flæddi út um allt. Túnin sem voru loksins að þorna hjá mér eftir flóð og klakahröngl sem ég lenti í fyrr í vetur eru núna aftur rennandi blaut og allir skurðir fullir.“ Guðrún var sjálf ekki búin með sáningu en nokkrir aðrir bændur voru búnir að því og lentu í tjóni. Hún segir bændur í sveitinni vera ánægða núna með jarðvinnslu á þeim svæðum þar sem vatn komst ekki að. Nokkrir eru þegar búnir með sáningu og bera áburð yfir. „Hjá mér eru þó túnin ennþá það blaut að ég hef ekki treyst stóru dráttarvélunum til að bera áburð á þau. Mér sýnist nokkuð hlýtt vera í kortunum í næstu viku en í augnablikinu er 4 stiga hiti, rigning og grátt í fjallstoppum. Það þornar ekki mikið í því. Síðasta ár var hræðilega blautt. Lítil sól og lítil uppskera hjá öllum. Þar-síðasta ár var líka mjög blautt en þó náðist þá ágætis hey. Það var komin svolítil von í bændur núna en vonandi brýtur þetta ekki fólk niður.“ Skiptist á slyddu og sól Það hefur kólnað skarpt núna, einkum á suðvestan og vestanverðu landinu og í morgun fór að snjóa snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Gular viðvaranir eru í gildi fram á nótt fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra. Til morguns er spáð slyddu- eða snjóéljum á vesturhelmingi landsins, einkum til fjalla. Búast því má við krapa eða hálku, einkum á fjallvegum. Björn Sævar Einarsson, vakthafandi veðurfræðingur segir snjókomuna sem varð í morgun á höfuðborgarsvæðinu ekki gerast oft í maí en þó sé það ekki óþekkt. „Þetta gerist ekki á hverjum degi í maímánuði í Reykjavík en þetta getur alveg gerst. Það er ekki langt síðan að það varð heilmikill snjór 1. maí í Reykjavík. Þetta er bara kalt loft frá Grænlandi sem kemur núna yfir okkur, svo fer það og hlýnar aftur. Það eru viðvaranir í gildi núna fyrir fjallvegi. Þar er éljagangur og mögulega hálka. Allir eiga að vera komnir á sumardekk þannig að það er varasamt. Það er líka vindur upp á heiðum, allt að 15 metrar á sekúndu. Viðvaranir eru í gildi fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð til klukkan 3 í nótt og á Norðurlandi vestra til klukkan 5 í nótt. Síðan lægir á morgun og styttir smám saman upp en það má búast við að það verði frost inn til landsins annað kvöld. Á sunnudag fer í suðvestan átt, 3-5 metra á sekúndu, skýjað með köflum og þurrt að mestu og byrjar aftur að hlýna. Á mánudag og fram á föstudag verða suðlægar áttir ríkjandi og léttskýjað á norður- og austurlandi og 13-20 stiga hiti þar yfir daginn. Vestanlands verður 7-12 stiga hiti.“ Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Úrkoma og vindur minnkar heldur miðað við í gær en áfram verður fremur hryssingslegt veður sunnan- og vestantil. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum og líkur eru á krapa og hálku á fjallvegum. 9. maí 2025 07:14 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Einstaklega mikil vorflóð Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vakti í fyrradag athygli á vatnavöxtum í Austari Jökulsá og Héraðsvötnum í Skagafirði. Austari Jökulsá fór yfir 5 ára flóðamörk á vatnshæðamælinum við Skatastaði í Austurdal og nálgaðist þar 10 ára mörkin. Guðrún segir að þetta hafi verið einstaklega mikil vorflóð. „Það flæddi út um allt. Túnin sem voru loksins að þorna hjá mér eftir flóð og klakahröngl sem ég lenti í fyrr í vetur eru núna aftur rennandi blaut og allir skurðir fullir.“ Guðrún var sjálf ekki búin með sáningu en nokkrir aðrir bændur voru búnir að því og lentu í tjóni. Hún segir bændur í sveitinni vera ánægða núna með jarðvinnslu á þeim svæðum þar sem vatn komst ekki að. Nokkrir eru þegar búnir með sáningu og bera áburð yfir. „Hjá mér eru þó túnin ennþá það blaut að ég hef ekki treyst stóru dráttarvélunum til að bera áburð á þau. Mér sýnist nokkuð hlýtt vera í kortunum í næstu viku en í augnablikinu er 4 stiga hiti, rigning og grátt í fjallstoppum. Það þornar ekki mikið í því. Síðasta ár var hræðilega blautt. Lítil sól og lítil uppskera hjá öllum. Þar-síðasta ár var líka mjög blautt en þó náðist þá ágætis hey. Það var komin svolítil von í bændur núna en vonandi brýtur þetta ekki fólk niður.“ Skiptist á slyddu og sól Það hefur kólnað skarpt núna, einkum á suðvestan og vestanverðu landinu og í morgun fór að snjóa snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Gular viðvaranir eru í gildi fram á nótt fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra. Til morguns er spáð slyddu- eða snjóéljum á vesturhelmingi landsins, einkum til fjalla. Búast því má við krapa eða hálku, einkum á fjallvegum. Björn Sævar Einarsson, vakthafandi veðurfræðingur segir snjókomuna sem varð í morgun á höfuðborgarsvæðinu ekki gerast oft í maí en þó sé það ekki óþekkt. „Þetta gerist ekki á hverjum degi í maímánuði í Reykjavík en þetta getur alveg gerst. Það er ekki langt síðan að það varð heilmikill snjór 1. maí í Reykjavík. Þetta er bara kalt loft frá Grænlandi sem kemur núna yfir okkur, svo fer það og hlýnar aftur. Það eru viðvaranir í gildi núna fyrir fjallvegi. Þar er éljagangur og mögulega hálka. Allir eiga að vera komnir á sumardekk þannig að það er varasamt. Það er líka vindur upp á heiðum, allt að 15 metrar á sekúndu. Viðvaranir eru í gildi fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð til klukkan 3 í nótt og á Norðurlandi vestra til klukkan 5 í nótt. Síðan lægir á morgun og styttir smám saman upp en það má búast við að það verði frost inn til landsins annað kvöld. Á sunnudag fer í suðvestan átt, 3-5 metra á sekúndu, skýjað með köflum og þurrt að mestu og byrjar aftur að hlýna. Á mánudag og fram á föstudag verða suðlægar áttir ríkjandi og léttskýjað á norður- og austurlandi og 13-20 stiga hiti þar yfir daginn. Vestanlands verður 7-12 stiga hiti.“
Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Úrkoma og vindur minnkar heldur miðað við í gær en áfram verður fremur hryssingslegt veður sunnan- og vestantil. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum og líkur eru á krapa og hálku á fjallvegum. 9. maí 2025 07:14 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Úrkoma og vindur minnkar heldur miðað við í gær en áfram verður fremur hryssingslegt veður sunnan- og vestantil. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum og líkur eru á krapa og hálku á fjallvegum. 9. maí 2025 07:14