Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 18:00 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, faðmar Trent Alexander-Arnold eftir að sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið á móti Leicester City á dögunum. Getty/Charlotte Wilson Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að ákvörðun Trent Alexander-Arnold um að yfirgefa félagið, hafi ollið honum vonbrigðum. Alexander-Arnold hefur gefið það út að hann fari frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar og nær öruggt þykir að hann sé að fara í framhaldinu til spænska stórliðsins Real Madrid á frjálsri sölu. Alexander-Arnold kom til Liverpool sem ungur strákur og fór upp alla yngri flokka félagsins. Hann kom ungur inn í aðalliðið og hefur spilað stórt hlutverk síðan. Alexander-Arnold hefur nú spilað meira en 350 leiki fyrir félagið. Góð manneskja að yfirgefa okkur „Eins og öllum sem líkar við Liverpool eða eru stuðningsmenn félagsins þá er ég vonsvikinn með það að þurfa að sjá hann fara. Það er ekki bara góð manneskja að yfirgefa okkur heldur einnig mjög góður bakvörður líka,“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi fyrir Arsenal leikinn um helgina. „Ég hef unnið hjá félögum eins og AZ Alkmaar og Feyenoord en þar hafa leikmenn yfirgefið hópinn á hverju ári. Ég er því vanur þessu. Ég bý yfir reynslu af þessu sem og þetta félag. Þegar svona góður leikmaður fer þá stígur vanalega næsti góði leikmaður inn í staðinn. Ég held að það gerist aftur núna,“ sagði Slot. „Veit ég hvert hann er að fara? Hann hefur ekki sagt neitt um það sjálfur við mig. Það eina sem hann hefur staðfest er að hann sé á förum. Það er ómögulegt fyrir mig að tjá mig um hvert hann sé hugsanlega að fara eða hvort það sé lið sem er að fara taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Þið sjáið samt á brosinu mínu að við vitum öll hvert hann sé að fara,“ sagði Slot. Fær nú neikvæðri umfjöllun Margir stuðningsmenn Liverpool eru mjög ósáttir út í Trent Alexander-Arnold og að hann yfirgefið félagið frítt. „Það að fólk hafi skoðun á brottför leikmanns, hvort sem það er Trent eða einhver annar í hans starfsgrein, þá er það ekkert nýtt. Hann fær nú neikvæðri umfjöllun en hann er vanur en ég er ekki mikið að fylgjast með því. Ég ætla ekki að segja fólki hvernig það eigi að bregðast við,“ sagði Slot. „Ég hef ekki séð Trent í smá tíma því strákarnir fengu nokkurra daga hvíld. Ég ætla bíða og sjá til hvernig honum liður með það að hafa tilkynnt það að hann sé á förum,“ sagði Slot. 'A good human being and a very, very good full-back' ✨Arne Slot was full of praise for Trent Alexander-Arnold as the defender prepares for his final few games as a Liverpool player. pic.twitter.com/Fz9cU4yzdZ— BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Alexander-Arnold hefur gefið það út að hann fari frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar og nær öruggt þykir að hann sé að fara í framhaldinu til spænska stórliðsins Real Madrid á frjálsri sölu. Alexander-Arnold kom til Liverpool sem ungur strákur og fór upp alla yngri flokka félagsins. Hann kom ungur inn í aðalliðið og hefur spilað stórt hlutverk síðan. Alexander-Arnold hefur nú spilað meira en 350 leiki fyrir félagið. Góð manneskja að yfirgefa okkur „Eins og öllum sem líkar við Liverpool eða eru stuðningsmenn félagsins þá er ég vonsvikinn með það að þurfa að sjá hann fara. Það er ekki bara góð manneskja að yfirgefa okkur heldur einnig mjög góður bakvörður líka,“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi fyrir Arsenal leikinn um helgina. „Ég hef unnið hjá félögum eins og AZ Alkmaar og Feyenoord en þar hafa leikmenn yfirgefið hópinn á hverju ári. Ég er því vanur þessu. Ég bý yfir reynslu af þessu sem og þetta félag. Þegar svona góður leikmaður fer þá stígur vanalega næsti góði leikmaður inn í staðinn. Ég held að það gerist aftur núna,“ sagði Slot. „Veit ég hvert hann er að fara? Hann hefur ekki sagt neitt um það sjálfur við mig. Það eina sem hann hefur staðfest er að hann sé á förum. Það er ómögulegt fyrir mig að tjá mig um hvert hann sé hugsanlega að fara eða hvort það sé lið sem er að fara taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Þið sjáið samt á brosinu mínu að við vitum öll hvert hann sé að fara,“ sagði Slot. Fær nú neikvæðri umfjöllun Margir stuðningsmenn Liverpool eru mjög ósáttir út í Trent Alexander-Arnold og að hann yfirgefið félagið frítt. „Það að fólk hafi skoðun á brottför leikmanns, hvort sem það er Trent eða einhver annar í hans starfsgrein, þá er það ekkert nýtt. Hann fær nú neikvæðri umfjöllun en hann er vanur en ég er ekki mikið að fylgjast með því. Ég ætla ekki að segja fólki hvernig það eigi að bregðast við,“ sagði Slot. „Ég hef ekki séð Trent í smá tíma því strákarnir fengu nokkurra daga hvíld. Ég ætla bíða og sjá til hvernig honum liður með það að hafa tilkynnt það að hann sé á förum,“ sagði Slot. 'A good human being and a very, very good full-back' ✨Arne Slot was full of praise for Trent Alexander-Arnold as the defender prepares for his final few games as a Liverpool player. pic.twitter.com/Fz9cU4yzdZ— BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira