Enski boltinn

Haaland hrein­skilinn: Ég hef ekki verið nægi­lega góður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Braut Haaland hefur verið mikið meiddur eftir áramót en er búinn að ná sér.
Erling Braut Haaland hefur verið mikið meiddur eftir áramót en er búinn að ná sér. Getty/Charlotte Wilson

Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, viðurkennir að leikmenn liðsins hafi ekki verið nógu hungraðir á þessari leiktíð og gagnrýnir líka eigin frammistöðu.

Haaland er leikfær og mun væntanlega spila leik Manchester City á móti botnliði Southampton um helgina.

Haaland gerði upp tímabilið í viðtali við ESPN.

„Auðvitað getum við komið með þá afsökun að við höfum verið óheppnir með meiðsli en lykilatriðið er það að við höfum ekki spilað nægilega vel á þessari leiktíð,“ sagði Haaland.

„Það hefur vantað í okkur hungur. Þetta er ekki búið að vera nægilega gott. Ég sjálfur hef heldur ekki hjálpað liðinu mínu nógu mikið. Ég hef ekki verið nægilega góður og við allir höfum ekki verið nógu góðir,“ sagði Haaland.

Norski framherjinn er með 21 mark í 28 deildarleikjum en hann er þriðji markahæsti maður deildarinnar á eftir Mo Salah hjá Liverpool (28 mörk) og Alexander Isak hjá Newcastle (23 mörk).

„Ef við getum endað þetta tímabil vel og unnið líka enska bikarinn þá væri það frábært. Ég mun geta allt sem er í mínu valdi stendur til að það verði að veruleika,“ sagði Haaland.

Manchester City er í þriðja sæti í ensku deildinni, þremur stigum á eftir Arsenal þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið mætir Crystal Palace í úrslitaleik enska bikarsins 17. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×