Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar 11. maí 2025 07:02 Í opinberri umræðu er því stundum haldið fram að ferðaþjónustufyrirtæki njóti sértækra skattfríðinda vegna þess að þau kaupa aðföng og fjárfesta í tækjum og búnaði með 24% virðisaukaskatti (VSK) en selja þjónustu sína með 11% VSK. Þessar fullyrðingar byggja á misskilningi um eðli virðisaukaskatts og hlutverki fyrirtækja í skattheimtunni. Til að skýra málið betur er nauðsynlegt að útskýra grundvallaratriði VSK-kerfisins og alþjóðlegt samhengi þess. Grunnatriði virðisaukaskatts Fyrirtæki greiða í raun ekki virðisaukaskatt úr eigin vasa, heldur innheimta hann fyrir hönd ríkisins. VSK skapar hvorki tekjur né kostnað fyrir fyrirtækin. VSK er neysluskattur sem lendir á endanlegum neytanda. Fyrirtækin eru einungis milliliðir í þessu ferli. Virðisaukaskattur af vörum og þjónustu sem fyrirtæki kaupir verður að innskatti sem dregst frá útskatti, þeim skatti sem fyrirtækið innheimtir af sínum viðskiptavinum. Ef útskattur er lægri en innskattur, til dæmis vegna fjárfestinga eða meiri innkaupa á vörum og þjónustu sem bera hærra skattþrep, þá hefur fyrirtækið lagt út meiri skatt en það hefur innheimt og á rétt á endurgreiðslu mismunarins. Þetta er hvorki hagnaður né styrkur heldur einföld leiðrétting í hlutlausu skattkerfi. Alþjóðlegt samhengi Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er ekki séríslensk útfærsla heldur alþjóðlega viðurkennd stefna. Langflest ríki hafa lægri VSK á ferðaþjónustu og skyldar greinar til að styrkja samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflun greinarinnar. Þessi stefna endurspeglar verðnæmni ferðaþjónustunnar sem þarf að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkun VSK myndi því veikja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu verulega gagnvart samkeppnislöndum sem bjóða oft lægri skattheimtu. Það er jú alltaf viðskiptavinurinn – neytandinn – sem á endanum borgar virðisaukaskattinn. Ferðaþjónusta sem útflutningsgrein Ferðaþjónustan skapar umtalsverðar gjaldeyristekjur fyrir Ísland og telst efnahagslega vera útflutningsgrein. Ólíkt öðrum útflutningsgreinum, sem eru almennt undanþegnar VSK, innheimtir ferðaþjónustan hins vegar skattinn af þjónustu sinni og skilar honum í ríkissjóð. Þetta gerir ferðaþjónustuna sérstaka í samanburði við aðrar gjaldeyrisskapandi greinar eins og sjávarútveg og álframleiðslu svo dæmi séu tekin. Áhrif mannaflsfrekra greina Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein þar sem launakostnaður getur verið frá 40% til 60% rekstrarkostnaðar. Því hefur skattlagning bein áhrif á verð til neytenda og rekstrarafkomu fyrirtækja. Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er því ekki fríðindi heldur eðlilegt mótvægi við þann háa kostnað sem fylgir greininni. Niðurstaða Að kalla núverandi VSK-kerfi í ferðaþjónustu skattfríðindi eða meðgjöf stenst ekki nánari skoðun. Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu hlutlaus skattur sem hvílir á neytandanum. Endurgreiðslur vegna mismunar á inn- og útskatti eru einfaldlega leiðrétting á ofgreiddum skatti fyrirtækja til ríkisins, ekki styrkur eða sértæk meðgjöf. Mikilvægt er að umræðan um skattamál ferðaþjónustunnar byggi á réttri skilgreiningu á eðli virðisaukaskattsins og skýrum skilningi á rekstrarumhverfi greinarinnar. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu er því stundum haldið fram að ferðaþjónustufyrirtæki njóti sértækra skattfríðinda vegna þess að þau kaupa aðföng og fjárfesta í tækjum og búnaði með 24% virðisaukaskatti (VSK) en selja þjónustu sína með 11% VSK. Þessar fullyrðingar byggja á misskilningi um eðli virðisaukaskatts og hlutverki fyrirtækja í skattheimtunni. Til að skýra málið betur er nauðsynlegt að útskýra grundvallaratriði VSK-kerfisins og alþjóðlegt samhengi þess. Grunnatriði virðisaukaskatts Fyrirtæki greiða í raun ekki virðisaukaskatt úr eigin vasa, heldur innheimta hann fyrir hönd ríkisins. VSK skapar hvorki tekjur né kostnað fyrir fyrirtækin. VSK er neysluskattur sem lendir á endanlegum neytanda. Fyrirtækin eru einungis milliliðir í þessu ferli. Virðisaukaskattur af vörum og þjónustu sem fyrirtæki kaupir verður að innskatti sem dregst frá útskatti, þeim skatti sem fyrirtækið innheimtir af sínum viðskiptavinum. Ef útskattur er lægri en innskattur, til dæmis vegna fjárfestinga eða meiri innkaupa á vörum og þjónustu sem bera hærra skattþrep, þá hefur fyrirtækið lagt út meiri skatt en það hefur innheimt og á rétt á endurgreiðslu mismunarins. Þetta er hvorki hagnaður né styrkur heldur einföld leiðrétting í hlutlausu skattkerfi. Alþjóðlegt samhengi Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er ekki séríslensk útfærsla heldur alþjóðlega viðurkennd stefna. Langflest ríki hafa lægri VSK á ferðaþjónustu og skyldar greinar til að styrkja samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflun greinarinnar. Þessi stefna endurspeglar verðnæmni ferðaþjónustunnar sem þarf að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkun VSK myndi því veikja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu verulega gagnvart samkeppnislöndum sem bjóða oft lægri skattheimtu. Það er jú alltaf viðskiptavinurinn – neytandinn – sem á endanum borgar virðisaukaskattinn. Ferðaþjónusta sem útflutningsgrein Ferðaþjónustan skapar umtalsverðar gjaldeyristekjur fyrir Ísland og telst efnahagslega vera útflutningsgrein. Ólíkt öðrum útflutningsgreinum, sem eru almennt undanþegnar VSK, innheimtir ferðaþjónustan hins vegar skattinn af þjónustu sinni og skilar honum í ríkissjóð. Þetta gerir ferðaþjónustuna sérstaka í samanburði við aðrar gjaldeyrisskapandi greinar eins og sjávarútveg og álframleiðslu svo dæmi séu tekin. Áhrif mannaflsfrekra greina Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein þar sem launakostnaður getur verið frá 40% til 60% rekstrarkostnaðar. Því hefur skattlagning bein áhrif á verð til neytenda og rekstrarafkomu fyrirtækja. Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er því ekki fríðindi heldur eðlilegt mótvægi við þann háa kostnað sem fylgir greininni. Niðurstaða Að kalla núverandi VSK-kerfi í ferðaþjónustu skattfríðindi eða meðgjöf stenst ekki nánari skoðun. Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu hlutlaus skattur sem hvílir á neytandanum. Endurgreiðslur vegna mismunar á inn- og útskatti eru einfaldlega leiðrétting á ofgreiddum skatti fyrirtækja til ríkisins, ekki styrkur eða sértæk meðgjöf. Mikilvægt er að umræðan um skattamál ferðaþjónustunnar byggi á réttri skilgreiningu á eðli virðisaukaskattsins og skýrum skilningi á rekstrarumhverfi greinarinnar. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun