Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar 10. maí 2025 08:30 Ísland býr yfir ómetanlegum náttúruauðlindum sem eru grunnur að velferð þjóðarinnar. Þó er staðan sú að lagaramminn um eignarhald, nýtingu og ábyrgð er víða óljós, ósamræmdur eða úreltur. Þetta skapar hættu á ranglátu aðgengi, ósjálfbærri nýtingu og óljósri ábyrgð á tjóni sem hlýst af nýtingu eða náttúruvá. Tækninni fleygir hratt fram og nýjar auðlindir sem áður þóttu einskis virði verða verðmætar. Þetta krefst þess að Ísland bregðist við með skýrum og sanngjörnum lögum sem horfa fram á veginn. Sjórinn, fiskurinn og ábyrgðin Sjórinn umhverfis Ísland hefur verið nýttur um aldir og veiðiréttur er nú bundinn í kvótakerfi til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Hins vegar eru ójafnvægi og spurningar um nýtingu, eignarhald og ábyrgð: Ólíkar veiðiaðferðir, ólík áhrif: Veiðar með botnvörpu geta skaðað sjávarbotn, búsvæði og fæðukeðju fiskanna. Á meðan valda veiðar með línu eða uppsjávarveiðafærum minni spjöllum. Engin raunveruleg lagaleg aðgreining er á milli þessara aðferða þegar kemur að umhverfisábyrgð. Eignarhald eða réttindi? Hafið innan 200 mílna telst innan lögsögu Íslands, en réttindin eru úthlutuð einkaaðilum með kvóta. Spurt er hvort þjóðin fái réttmætt endurgjald fyrir þessa nýtingu eða hvort réttindin séu of einhliða gefin til fárra aðila án nægrar samfélagslegrar ábyrgðar. Hver ber ábyrgð gagnvart fólki í sjávarþorpum sem kvóti er seldur úr? Um þetta er deilt í dag og læt ég aðra um það. Búvörulög þurfa einnig að vera innan þess lagaramma og í samræmi við önnur lög sem taka á auðlindamálum. Loft, vindur og sjávarföll – Ónýttar og óskilgreindar auðlindir Í íslenskum lögum er eignarhald lands skilgreint niður að miðju jarðar. Það nær yfir jarðhita, málma og annað sem þar finnst. En hvað með það sem er fyrir ofan landið? Loftið og vindurinn: Það er ekki ljóst hver á réttinn til að nýta loftið yfir landi, t.d. með vindmyllum. Með vaxandi nýtingu vindorku þarf að skýra hvort landeigendur eigi rétt til leigu, gjalda eða hagnýtingar á vindinum – eða hvort slíkt eigi að vera sameign þjóðarinnar. Sjávarföll og orka: Landeigendur eiga land út að 100 metrum frá stórstraumsfjöru. Geta þeir einir ráðið nýtingu sjávarfalla til orkuframleiðslu á þessu svæði? Hver verndar almenna hagsmuni gagnvart einkaframtaki á þessum svæðum? Andrúmsloft, vatn og skordýr– auðlindir framtíðarinnar Loft og vatn hafa lengi verið talin sjálfsögð réttindi allra. En þróunin bendir til annars: Loft til öndunar: Með aukinni mengun, tækniþróun og lofthreinsikerfum gæti komið að því að menn greiði fyrir hreint loft. Vatn úr náttúrunni: Sama má segja um aðgengi að hreinu drykkjarvatni úr lækjum eða jörðu. Ef einkaaðilar sækja um leyfi til vatnsöflunar, hver ver þá almannaeign eða tryggir aðgang allra eða á það að verða söluvara? Skordýr hafa verið notuð hér lengi til manneldis svo sem í hunangsræktun. Margs Konar skordýr hafa að geyma efni sem við þurfum. Mörg eru nú þegar notuð til manneldis víða um heim t.d. Engisprettur. Lög þurfa að skilgreina þessi réttindi áður en markaðsvæðing eða einkavæðing þessara grunnþarfa verður staðreynd. Jarðalög og vatnalög ásamt veiði og sjávarútvegs lögum taka ekki á nema hluta af þessum atriðum. Ábyrgð á náttúruvá og eignaábyrgð Í dag ber verslunareigandi ábyrgð ef viðskiptavinur dettur í hálku fyrir framan verslun. Hálka er samt hluti af náttúrunni okkar. En þegar náttúran „sjálf“ veldur tjóni, t.d. með eldgosum, skriðuföllum eða jarðskjálfta, er ábyrgðin óljós: Ábyrgð landeiganda? Er eðlilegt að eigandi jarðar beri ábyrgð á tjóni sem af náttúruvá hlýst frá landi hans? Eða er það samfélagið í heild sem ber áhættuna? Ósamræmi í ábyrgð: Þetta sýnir ósamræmi í núverandi lögum og þörf á að samræma ábyrgð, hvort sem um er að ræða mannleg mistök, veðurfar eða náttúruvá. Framtíðarsýn og áskorun til stjórnvalda Framtíðin mun leiða til nýrra auðlinda og nýrrar tækni sem kallar á skýr lög um eignarhald, nýtingu og samfélagslega ábyrgð. Því þarf að setja: Skýr heildar ákvæði um eignarhald og nýtingu sjávar, lands, lofts, vatns, vinds og orku. Reglur um ábyrgð vegna skemmda og náttúruáhrifa. Tryggingu fyrir að nýting auðlinda verði sanngjörn, sjálfbær og samfélaginu í hag. Grunnþarfir lífs – eins og loft og vatn – verði einkavæddar án samfélagslegrar umræðu og réttlætis. Ísland stendur frammi fyrir stórri löggjafaráskorun. Hvort sem um er að ræða fisk í sjónum, bústofn og landnýtingu, vind í loftinu, sjávarföll eða vatn í ám og lækjum, þá þarf að tryggja að auðlindir Íslands séu nýttar með ábyrgð og í þágu atvinnulífs og allra landsmanna. Það er skylda okkar í dag að móta lög sem standast tímans tönn og þjóna hagsmunum framtíðarinnar. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ísland býr yfir ómetanlegum náttúruauðlindum sem eru grunnur að velferð þjóðarinnar. Þó er staðan sú að lagaramminn um eignarhald, nýtingu og ábyrgð er víða óljós, ósamræmdur eða úreltur. Þetta skapar hættu á ranglátu aðgengi, ósjálfbærri nýtingu og óljósri ábyrgð á tjóni sem hlýst af nýtingu eða náttúruvá. Tækninni fleygir hratt fram og nýjar auðlindir sem áður þóttu einskis virði verða verðmætar. Þetta krefst þess að Ísland bregðist við með skýrum og sanngjörnum lögum sem horfa fram á veginn. Sjórinn, fiskurinn og ábyrgðin Sjórinn umhverfis Ísland hefur verið nýttur um aldir og veiðiréttur er nú bundinn í kvótakerfi til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Hins vegar eru ójafnvægi og spurningar um nýtingu, eignarhald og ábyrgð: Ólíkar veiðiaðferðir, ólík áhrif: Veiðar með botnvörpu geta skaðað sjávarbotn, búsvæði og fæðukeðju fiskanna. Á meðan valda veiðar með línu eða uppsjávarveiðafærum minni spjöllum. Engin raunveruleg lagaleg aðgreining er á milli þessara aðferða þegar kemur að umhverfisábyrgð. Eignarhald eða réttindi? Hafið innan 200 mílna telst innan lögsögu Íslands, en réttindin eru úthlutuð einkaaðilum með kvóta. Spurt er hvort þjóðin fái réttmætt endurgjald fyrir þessa nýtingu eða hvort réttindin séu of einhliða gefin til fárra aðila án nægrar samfélagslegrar ábyrgðar. Hver ber ábyrgð gagnvart fólki í sjávarþorpum sem kvóti er seldur úr? Um þetta er deilt í dag og læt ég aðra um það. Búvörulög þurfa einnig að vera innan þess lagaramma og í samræmi við önnur lög sem taka á auðlindamálum. Loft, vindur og sjávarföll – Ónýttar og óskilgreindar auðlindir Í íslenskum lögum er eignarhald lands skilgreint niður að miðju jarðar. Það nær yfir jarðhita, málma og annað sem þar finnst. En hvað með það sem er fyrir ofan landið? Loftið og vindurinn: Það er ekki ljóst hver á réttinn til að nýta loftið yfir landi, t.d. með vindmyllum. Með vaxandi nýtingu vindorku þarf að skýra hvort landeigendur eigi rétt til leigu, gjalda eða hagnýtingar á vindinum – eða hvort slíkt eigi að vera sameign þjóðarinnar. Sjávarföll og orka: Landeigendur eiga land út að 100 metrum frá stórstraumsfjöru. Geta þeir einir ráðið nýtingu sjávarfalla til orkuframleiðslu á þessu svæði? Hver verndar almenna hagsmuni gagnvart einkaframtaki á þessum svæðum? Andrúmsloft, vatn og skordýr– auðlindir framtíðarinnar Loft og vatn hafa lengi verið talin sjálfsögð réttindi allra. En þróunin bendir til annars: Loft til öndunar: Með aukinni mengun, tækniþróun og lofthreinsikerfum gæti komið að því að menn greiði fyrir hreint loft. Vatn úr náttúrunni: Sama má segja um aðgengi að hreinu drykkjarvatni úr lækjum eða jörðu. Ef einkaaðilar sækja um leyfi til vatnsöflunar, hver ver þá almannaeign eða tryggir aðgang allra eða á það að verða söluvara? Skordýr hafa verið notuð hér lengi til manneldis svo sem í hunangsræktun. Margs Konar skordýr hafa að geyma efni sem við þurfum. Mörg eru nú þegar notuð til manneldis víða um heim t.d. Engisprettur. Lög þurfa að skilgreina þessi réttindi áður en markaðsvæðing eða einkavæðing þessara grunnþarfa verður staðreynd. Jarðalög og vatnalög ásamt veiði og sjávarútvegs lögum taka ekki á nema hluta af þessum atriðum. Ábyrgð á náttúruvá og eignaábyrgð Í dag ber verslunareigandi ábyrgð ef viðskiptavinur dettur í hálku fyrir framan verslun. Hálka er samt hluti af náttúrunni okkar. En þegar náttúran „sjálf“ veldur tjóni, t.d. með eldgosum, skriðuföllum eða jarðskjálfta, er ábyrgðin óljós: Ábyrgð landeiganda? Er eðlilegt að eigandi jarðar beri ábyrgð á tjóni sem af náttúruvá hlýst frá landi hans? Eða er það samfélagið í heild sem ber áhættuna? Ósamræmi í ábyrgð: Þetta sýnir ósamræmi í núverandi lögum og þörf á að samræma ábyrgð, hvort sem um er að ræða mannleg mistök, veðurfar eða náttúruvá. Framtíðarsýn og áskorun til stjórnvalda Framtíðin mun leiða til nýrra auðlinda og nýrrar tækni sem kallar á skýr lög um eignarhald, nýtingu og samfélagslega ábyrgð. Því þarf að setja: Skýr heildar ákvæði um eignarhald og nýtingu sjávar, lands, lofts, vatns, vinds og orku. Reglur um ábyrgð vegna skemmda og náttúruáhrifa. Tryggingu fyrir að nýting auðlinda verði sanngjörn, sjálfbær og samfélaginu í hag. Grunnþarfir lífs – eins og loft og vatn – verði einkavæddar án samfélagslegrar umræðu og réttlætis. Ísland stendur frammi fyrir stórri löggjafaráskorun. Hvort sem um er að ræða fisk í sjónum, bústofn og landnýtingu, vind í loftinu, sjávarföll eða vatn í ám og lækjum, þá þarf að tryggja að auðlindir Íslands séu nýttar með ábyrgð og í þágu atvinnulífs og allra landsmanna. Það er skylda okkar í dag að móta lög sem standast tímans tönn og þjóna hagsmunum framtíðarinnar. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun