Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar 10. maí 2025 14:30 Ætti tónlistarfólk að spá í skráningu vörumerkja og annarra hugverkaréttinda? Er slíkt ekki bara fyrir tískuföt og lúxusbíla? Því er fljótsvarað að þetta er vissulega eitthvað sem tónlistarfólk ætti að spá í og líklega hefur aldrei verið mikilvægara að skrá vörumerki í þessum geira en nú á tímum streymisveitna og samfélagsmiðla þegar efni getur náð alheimsdreifingu á nánast einni nóttu. Í slíku umhverfi er brýnt að tónlistarfólk verndi nöfn sín, ímynd og hugverk með því að skrá vörumerkin sín, áður en aðrir gera það. Það er einfalt og ódýrt að sækja um skráningu á vörumerki á Íslandi á hugverk.is og það er líka tiltölulega einfalt og ódýrt að sækja um skráningu vörumerkis í öllu Evrópusambandinu á vef Hugverkastofu Evrópusambandsins. Til að fá leiðbeiningar varðandi umsóknir um skráningu vörumerkja er hægt að panta fría, persónlega ráðgjöf á vef Hugverkastofunnar. Á vefnum er einnig hægt að leita og fletta upp vörumerkjaskráningum hér á landi og þar eru tenglar á erlenda gagnabanka. Eignarréttur á vörumerki – vernd gegn misnotkun Skráð vörumerki veitir eiganda þess einkarétt til að nota vörumerkið fyrir tiltekna vöru eða þjónustu og banna öðrum að nota það og lík merki. Margt listafólk eyðir mörgum árum í að byggja upp ákveðna ímynd í kring um nafnið sitt eða hljómsveitarnafn og jafnvel merki hljómsveitar. Slík verðmæti er mikilvægt að vernda, líkt og við viljum tryggja fasteignir, bifreiðar og önnur verðmæti í okkar eigu. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar nýti sér vinnu sem lögð hefur verið í uppbyggingu vörumerkis er að skrá viðkomandi vörumerki. Þá er mikilvægt að líta ekki bara til Íslands heldur huga líka að skráningu á viðeigandi erlendum mörkuðum. Er nafnið nokkuð þegar skráð? Það er mikilvægt, áður en listamanns- eða hljómsveitarnafn er ákveðið, að kanna hvort nafnið sé þegar til sem skráð vörumerki (rétt er þó að athuga að ekki er hægt að banna listamanni að nota eigið nafn á grundvelli vörumerkjaskráningar). Það er ekki nóg að nefna hljómsveitina sína spennandi nafni, það þarf að vera einstakt og sérkennandi. Það er nefnilega alls ekki spennandi að fá „cease and desist“ bréf frá lögmanni sem óskar eftir því að listamaður hætti notkun nafns vegna þess að það sé skráð vörumerki í annarra eigu. Fjölmargir alþjóðlegir listamenn eins og Beyoncé, Jay-Z og Taylor Swift hafa þurft að grípa til lagalegra aðgerða til að verja vörumerki sín, t.d. gegn óleyfilegri notkun nafns eða texta. Það er einnig mikilvægt að ákvarða eignarrétt á vörumerki strax í byrjun samstarfs. Á hljómsveit sameiginlega rétt á nafni hennar eða eiga ákveðnir hljómsveitarmeðlimir meiri rétt? Ættu útgefendur að eiga tímabundinn einkarétt á vörumerki viðkomandi listamanns og hvað verður um vörumerkjaréttinn eftir að samstarfi lýkur? Slíkum spurningum er best að svara formlega í upphafi samstarfs til að koma í veg fyrir flókin og dýr ágreiningsmál síðar meir. Slík mál eru fjölmörg bæði hér á landi og erlendis og má t.d. nefna deilur um einkarétt á hljómsveitarnafninu Sólstafir hér á landi og á nafni norsku svartmálmssveitarinnar Immortal. Hvað á að skrá? Eitt af því sem tónlistarfólk ætti að velta fyrir sér varðandi vörumerkjaskráningar er hvað þurfi að vernda með skráningu. Algengast er að skrá listamanns- eða hljómsveitarnafn en merki, plötuheiti, lagaheiti eða jafnvel einstakar textalínur og lagabútar geta orðið þekkt vörumerki og sem slík orðið mikil fjárhagsleg verðmæti sem rétt er að vernda. Vörumerki eru skráð fyrir ákveðna flokka vöru og þjónustu og skráning veitir aðeins einkarétt á notkun fyrir skráða flokka en ekki allsherjareinkarétt fyrir hvað sem er. Við umsókn um skráningu vörumerkis þarf því að vanda val á flokkum og á svokölluðum tilgreiningum innan flokkanna, sem ákvarða í raun hvað það er sem er verndað. Skráð íslensk tónlistarvörumerki Íslenskt tónlistarfólk er sífellt að átta sig betur á mikilvægi vörumerkjaskráninga. Söngkonan Bríet hefur t.d. skráð vörumerkið sitt og nýtir það bæði í tónlistarstarfi og við sölu á varningi. Tónlistarmaður sem á skráð vörumerki getur gert samninga um tímabundin afnot af vörumerkinu, t.d. fyrir sölu á varningi, útgáfu eða tónleika. Gott dæmi um slíkt er t.d. samstarf Bríetar og Collab um þróun og markaðssetningu á BRÍET X COLLAB drykk. Fleiri vörumerki íslensks tónlistarfólks sem eru skráð hér á landi eru t.d.: Herra Hnetusmjör, Baggalútur, GusGus, Skálmöld, Prettyboitjokko, Iceguys og Bubbi Morthens. Íslenskt tónlistarfólk virðist hingað til hins vegar ekki mikið hafa skráð vörumerki sín utan landssteinanna. Þar finnast þó undantekningar eins og t.d. Laufey sem hefur skráð nafnið sitt sem vörumerki um allan heim sem lið í því byggja upp sterka ímynd á alþjóðavettvangi. Þetta tryggir henni einkarétt á notkun nafnsins, hvort sem um er að ræða tónlist, viðburði eða vöruútgáfu. Málstofa 15. maí á Bird Til að ræða skráningar á vörumerkjum og önnur mikilvæg hugverkaréttindi í tónlistargeiranum býður Hugverkastofan til málstofu og tónleika á Iceland Innovation Week, undir titlinum Feel the Beat of IP, fimmtudaginn 15. maí kl. 16, í samstarfi við Tónlistarmiðstöð og STEF á Bird Rvk. Höfundur er samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ætti tónlistarfólk að spá í skráningu vörumerkja og annarra hugverkaréttinda? Er slíkt ekki bara fyrir tískuföt og lúxusbíla? Því er fljótsvarað að þetta er vissulega eitthvað sem tónlistarfólk ætti að spá í og líklega hefur aldrei verið mikilvægara að skrá vörumerki í þessum geira en nú á tímum streymisveitna og samfélagsmiðla þegar efni getur náð alheimsdreifingu á nánast einni nóttu. Í slíku umhverfi er brýnt að tónlistarfólk verndi nöfn sín, ímynd og hugverk með því að skrá vörumerkin sín, áður en aðrir gera það. Það er einfalt og ódýrt að sækja um skráningu á vörumerki á Íslandi á hugverk.is og það er líka tiltölulega einfalt og ódýrt að sækja um skráningu vörumerkis í öllu Evrópusambandinu á vef Hugverkastofu Evrópusambandsins. Til að fá leiðbeiningar varðandi umsóknir um skráningu vörumerkja er hægt að panta fría, persónlega ráðgjöf á vef Hugverkastofunnar. Á vefnum er einnig hægt að leita og fletta upp vörumerkjaskráningum hér á landi og þar eru tenglar á erlenda gagnabanka. Eignarréttur á vörumerki – vernd gegn misnotkun Skráð vörumerki veitir eiganda þess einkarétt til að nota vörumerkið fyrir tiltekna vöru eða þjónustu og banna öðrum að nota það og lík merki. Margt listafólk eyðir mörgum árum í að byggja upp ákveðna ímynd í kring um nafnið sitt eða hljómsveitarnafn og jafnvel merki hljómsveitar. Slík verðmæti er mikilvægt að vernda, líkt og við viljum tryggja fasteignir, bifreiðar og önnur verðmæti í okkar eigu. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar nýti sér vinnu sem lögð hefur verið í uppbyggingu vörumerkis er að skrá viðkomandi vörumerki. Þá er mikilvægt að líta ekki bara til Íslands heldur huga líka að skráningu á viðeigandi erlendum mörkuðum. Er nafnið nokkuð þegar skráð? Það er mikilvægt, áður en listamanns- eða hljómsveitarnafn er ákveðið, að kanna hvort nafnið sé þegar til sem skráð vörumerki (rétt er þó að athuga að ekki er hægt að banna listamanni að nota eigið nafn á grundvelli vörumerkjaskráningar). Það er ekki nóg að nefna hljómsveitina sína spennandi nafni, það þarf að vera einstakt og sérkennandi. Það er nefnilega alls ekki spennandi að fá „cease and desist“ bréf frá lögmanni sem óskar eftir því að listamaður hætti notkun nafns vegna þess að það sé skráð vörumerki í annarra eigu. Fjölmargir alþjóðlegir listamenn eins og Beyoncé, Jay-Z og Taylor Swift hafa þurft að grípa til lagalegra aðgerða til að verja vörumerki sín, t.d. gegn óleyfilegri notkun nafns eða texta. Það er einnig mikilvægt að ákvarða eignarrétt á vörumerki strax í byrjun samstarfs. Á hljómsveit sameiginlega rétt á nafni hennar eða eiga ákveðnir hljómsveitarmeðlimir meiri rétt? Ættu útgefendur að eiga tímabundinn einkarétt á vörumerki viðkomandi listamanns og hvað verður um vörumerkjaréttinn eftir að samstarfi lýkur? Slíkum spurningum er best að svara formlega í upphafi samstarfs til að koma í veg fyrir flókin og dýr ágreiningsmál síðar meir. Slík mál eru fjölmörg bæði hér á landi og erlendis og má t.d. nefna deilur um einkarétt á hljómsveitarnafninu Sólstafir hér á landi og á nafni norsku svartmálmssveitarinnar Immortal. Hvað á að skrá? Eitt af því sem tónlistarfólk ætti að velta fyrir sér varðandi vörumerkjaskráningar er hvað þurfi að vernda með skráningu. Algengast er að skrá listamanns- eða hljómsveitarnafn en merki, plötuheiti, lagaheiti eða jafnvel einstakar textalínur og lagabútar geta orðið þekkt vörumerki og sem slík orðið mikil fjárhagsleg verðmæti sem rétt er að vernda. Vörumerki eru skráð fyrir ákveðna flokka vöru og þjónustu og skráning veitir aðeins einkarétt á notkun fyrir skráða flokka en ekki allsherjareinkarétt fyrir hvað sem er. Við umsókn um skráningu vörumerkis þarf því að vanda val á flokkum og á svokölluðum tilgreiningum innan flokkanna, sem ákvarða í raun hvað það er sem er verndað. Skráð íslensk tónlistarvörumerki Íslenskt tónlistarfólk er sífellt að átta sig betur á mikilvægi vörumerkjaskráninga. Söngkonan Bríet hefur t.d. skráð vörumerkið sitt og nýtir það bæði í tónlistarstarfi og við sölu á varningi. Tónlistarmaður sem á skráð vörumerki getur gert samninga um tímabundin afnot af vörumerkinu, t.d. fyrir sölu á varningi, útgáfu eða tónleika. Gott dæmi um slíkt er t.d. samstarf Bríetar og Collab um þróun og markaðssetningu á BRÍET X COLLAB drykk. Fleiri vörumerki íslensks tónlistarfólks sem eru skráð hér á landi eru t.d.: Herra Hnetusmjör, Baggalútur, GusGus, Skálmöld, Prettyboitjokko, Iceguys og Bubbi Morthens. Íslenskt tónlistarfólk virðist hingað til hins vegar ekki mikið hafa skráð vörumerki sín utan landssteinanna. Þar finnast þó undantekningar eins og t.d. Laufey sem hefur skráð nafnið sitt sem vörumerki um allan heim sem lið í því byggja upp sterka ímynd á alþjóðavettvangi. Þetta tryggir henni einkarétt á notkun nafnsins, hvort sem um er að ræða tónlist, viðburði eða vöruútgáfu. Málstofa 15. maí á Bird Til að ræða skráningar á vörumerkjum og önnur mikilvæg hugverkaréttindi í tónlistargeiranum býður Hugverkastofan til málstofu og tónleika á Iceland Innovation Week, undir titlinum Feel the Beat of IP, fimmtudaginn 15. maí kl. 16, í samstarfi við Tónlistarmiðstöð og STEF á Bird Rvk. Höfundur er samskiptastjóri Hugverkastofunnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun