Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2025 08:12 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Bobylev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. Leiðtogarnir fjórir sögðu að ef Pútín yrði ekki við þeirri kröfu yrðu refsiaðgerðir gegn Rússlandi hertar til muna. Sögðu þeir Trump styðja þessa kröfu. Í ávarpi sem hann hélt seint í gærkvöldi snerti Pútín ekki á kröfu þjóðarleiðtoganna en sagði að Evrópubúar kæmu „dónalega“ fram við Rússa með úrslitakostum. Hann sagði að mögulega yrði hægt að ræða vopnahlé seinna en fyrst ætti að hefja á nýjan leik beinar viðræður við Úkraínu um það sem hann kallaði og hefur lengi kallað grunnástæður innrásar hans í Úkraínu. Pútín vísaði einnig til fyrri viðræðna ríkjanna í Tyrklandi, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu, og sagði Úkraínumenn hafa bundið enda á þær viðræður. Hann hefur ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn standi í vegi friðar eftir innrás sem hann skipaði inn í Úkraínu. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt að viðræðurnar í Tyrklandi á sínum tíma ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði blaðamönnum í morgun að markmið viðræðna við Úkraínumenn væri að tækla grunnástæður innrásarinnar og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun sagði Selenskí að ummæli Pútíns væru jákvæð og virtust benda til þess að Rússar væru loksins byrjaðir að íhuga að binda enda á stríðið. Heimurinn hefði allur beðið eftir þessu í langan tíma. Hann sagði þó að það væri óþarfi að halda drápinu áfram og að hann byggist við því að Pútín samþykkti almennt vopnahlé á morgun, eins og lagt hefur verið fram, og eftir það væri Úkraínumenn tilbúnir til viðræðna. It is a positive sign that the Russians have finally begun to consider ending the war. The entire world has been waiting for this for a very long time. And the very first step in truly ending any war is a ceasefire.There is no point in continuing the killing even for a single…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 11, 2025 Sakar Pútín um tafir, aftur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, var einn þeirra sem krafðist vopnahlés í gær. Hann sagði blaðamönnum eftir ummæli Pútíns að um jákvætt skref væri að ræða. Viðræður ættu þó ekki að hefjast á undan vopnahléi. Macron sagði, samkvæmt frétt Le Parisien, að tillaga Pútíns sýndi að hann væri að reyna að vinna sér inn tíma. Hann væri að reyna að tefja viðræður, eins og Macron hefur ítrekað sakað Pútín um. Macron hefur einnig tjáð sig um tillögu Pútíns á X. Þar segir forsetinn að viðræður geti ekki átt sér stað meðan „vopnin tala“ og á meðan Rússar varpi sprengjum á óbreytta borgara. In Kyiv and alongside President Trump, we made a clear proposal: an unconditional 30-day ceasefire starting on Monday.President Zelensky committed without setting any condition. We now expect an equally clear response from Russia. There can be no negotiations while…— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 11, 2025 Pútín og aðrir ráðamenn í Rússlandi hafa nokkrum sinnum frá því í mars talað um vopnahléstillögu Trumps frá því þær voru fyrst lagðar fram snemma í mars. Þeir hafa ekki viljað samþykkja þær, en þær snúast í raun um almennt vopnahlé í þrjátíu daga, án skilyrði. Þess í stað hafa Rússar lagt fram eigin kröfur fyrir vopnahlé og hafa þeir fyrir vikið verið gagnrýndir af evrópskum ráðamönnum fyrir að þykjast vilja frið en standa í vegi hans. Sjá einnig: Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Trump hefur einnig tjáð sig um ummæli Pútíns og virðist hann taka þeim fagnandi. Hann skrifaði á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil, að vonandi væri hægt að binda enda á „blóðbaðið“ sem hefði kostað hundruð þúsunda lífa. „Þetta verður glænýr, og mun betri, HEIMUR,“ skrifaði Trump. Hann hét því að vinna áfram með báðum aðilum. Með umfangsmiklar kröfur Fregnir hafa borist af því að Trump og hans helstu ráðgjafar séu óánægðir með hve illa þeim hefur gengið að koma á friði og hafa þeir ítrekað talað um að ganga frá samningaborðinu, ef svo má segja. Sjá einnig: Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fulla stjórn á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Rússar að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir þátttöku dáta hans í stríðinu í Úkraínu og í Rússlandi vera réttláta. Norður-Kórea hafi nýtt fullveldi sitt til að koma bræðraþjóð til aðstoðar. 10. maí 2025 09:43 Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. 9. maí 2025 12:53 Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. 8. maí 2025 19:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Leiðtogarnir fjórir sögðu að ef Pútín yrði ekki við þeirri kröfu yrðu refsiaðgerðir gegn Rússlandi hertar til muna. Sögðu þeir Trump styðja þessa kröfu. Í ávarpi sem hann hélt seint í gærkvöldi snerti Pútín ekki á kröfu þjóðarleiðtoganna en sagði að Evrópubúar kæmu „dónalega“ fram við Rússa með úrslitakostum. Hann sagði að mögulega yrði hægt að ræða vopnahlé seinna en fyrst ætti að hefja á nýjan leik beinar viðræður við Úkraínu um það sem hann kallaði og hefur lengi kallað grunnástæður innrásar hans í Úkraínu. Pútín vísaði einnig til fyrri viðræðna ríkjanna í Tyrklandi, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu, og sagði Úkraínumenn hafa bundið enda á þær viðræður. Hann hefur ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn standi í vegi friðar eftir innrás sem hann skipaði inn í Úkraínu. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt að viðræðurnar í Tyrklandi á sínum tíma ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði blaðamönnum í morgun að markmið viðræðna við Úkraínumenn væri að tækla grunnástæður innrásarinnar og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun sagði Selenskí að ummæli Pútíns væru jákvæð og virtust benda til þess að Rússar væru loksins byrjaðir að íhuga að binda enda á stríðið. Heimurinn hefði allur beðið eftir þessu í langan tíma. Hann sagði þó að það væri óþarfi að halda drápinu áfram og að hann byggist við því að Pútín samþykkti almennt vopnahlé á morgun, eins og lagt hefur verið fram, og eftir það væri Úkraínumenn tilbúnir til viðræðna. It is a positive sign that the Russians have finally begun to consider ending the war. The entire world has been waiting for this for a very long time. And the very first step in truly ending any war is a ceasefire.There is no point in continuing the killing even for a single…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 11, 2025 Sakar Pútín um tafir, aftur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, var einn þeirra sem krafðist vopnahlés í gær. Hann sagði blaðamönnum eftir ummæli Pútíns að um jákvætt skref væri að ræða. Viðræður ættu þó ekki að hefjast á undan vopnahléi. Macron sagði, samkvæmt frétt Le Parisien, að tillaga Pútíns sýndi að hann væri að reyna að vinna sér inn tíma. Hann væri að reyna að tefja viðræður, eins og Macron hefur ítrekað sakað Pútín um. Macron hefur einnig tjáð sig um tillögu Pútíns á X. Þar segir forsetinn að viðræður geti ekki átt sér stað meðan „vopnin tala“ og á meðan Rússar varpi sprengjum á óbreytta borgara. In Kyiv and alongside President Trump, we made a clear proposal: an unconditional 30-day ceasefire starting on Monday.President Zelensky committed without setting any condition. We now expect an equally clear response from Russia. There can be no negotiations while…— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 11, 2025 Pútín og aðrir ráðamenn í Rússlandi hafa nokkrum sinnum frá því í mars talað um vopnahléstillögu Trumps frá því þær voru fyrst lagðar fram snemma í mars. Þeir hafa ekki viljað samþykkja þær, en þær snúast í raun um almennt vopnahlé í þrjátíu daga, án skilyrði. Þess í stað hafa Rússar lagt fram eigin kröfur fyrir vopnahlé og hafa þeir fyrir vikið verið gagnrýndir af evrópskum ráðamönnum fyrir að þykjast vilja frið en standa í vegi hans. Sjá einnig: Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Trump hefur einnig tjáð sig um ummæli Pútíns og virðist hann taka þeim fagnandi. Hann skrifaði á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil, að vonandi væri hægt að binda enda á „blóðbaðið“ sem hefði kostað hundruð þúsunda lífa. „Þetta verður glænýr, og mun betri, HEIMUR,“ skrifaði Trump. Hann hét því að vinna áfram með báðum aðilum. Með umfangsmiklar kröfur Fregnir hafa borist af því að Trump og hans helstu ráðgjafar séu óánægðir með hve illa þeim hefur gengið að koma á friði og hafa þeir ítrekað talað um að ganga frá samningaborðinu, ef svo má segja. Sjá einnig: Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fulla stjórn á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Rússar að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir þátttöku dáta hans í stríðinu í Úkraínu og í Rússlandi vera réttláta. Norður-Kórea hafi nýtt fullveldi sitt til að koma bræðraþjóð til aðstoðar. 10. maí 2025 09:43 Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. 9. maí 2025 12:53 Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. 8. maí 2025 19:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir þátttöku dáta hans í stríðinu í Úkraínu og í Rússlandi vera réttláta. Norður-Kórea hafi nýtt fullveldi sitt til að koma bræðraþjóð til aðstoðar. 10. maí 2025 09:43
Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. 9. maí 2025 12:53
Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. 8. maí 2025 19:01