Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. maí 2025 07:01 „Þú ert miklu betri en Jón í þessu“er dæmi um hvernig við eigum ekki að hrósa. Ingrid Kuhlman þjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, kennir okkur nokkrar hrós-æfingar fyrir vinnustaði en eins líka hvað ber að varast. Vísir/Vilhelm „Jú, það er kynslóðamunur á fólki þegar kemur að hrósi. Því elsta kynslóðin á vinnumarkaði er kynslóð sem fékk ekki hrós heldur ólst upp við setningar eins og „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ segir Ingrid Kuhlman þjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. „Aldamótakynslóðin og yngra fólk er hins vegar vant því að fá hrós og kann að taka hrósi. Þetta er tölvuleikja- og samfélagsmiðlahópurinn sem hefur lengi safnað like-um af samfélagsmiðlum og fengið endurgjöf í tölvuleikjum eins og Good Job eða Game Over.“ Óháð aldurssamsetningu starfsmanna, er það hins vegar staðreynd að hrós á vinnustöðum er gífurlega mikilvægt. Ekki síst nú þegar vinnustaðir eru í auknum mæli að efla jákvæða líðan starfsfólks síns og almenna velsæld. „Ávinningurinn af því að hrósa á vinnustöðum er mikill þegar kemur að frammistöðu fólks og ýtir undir jákvæð og góð samskipti. Þegar við fáum hrós upplifum við að það sé verið að veita okkur eftirtekt, að það sé verið að meta það sem við erum að gera. Hrós eykur sjálfstraust og er í eðli sínu hlýleg orð sem fær fólk til að líða vel, veita innblástur og hvetja það til dáða,“ segir Ingrid og bætir við enn fleiri jákvæðum áhrifum sem hrós hafa: „Með hrósi erum við að sýna kærleika, velvild og þakklæti í ysi og þysi hversdagsins.“ En hvers vegna sýna starfsmannakannanir þá svona oft að fólk upplifir ekki að það sé að fá hrós í vinnunni? Að læra að hrósa Það komast fáir ef einhverjir með tærnar þar sem Ingrid hefur hælana þegar kemur að hrósi. Enda hefur hún talað fyrir hrósi í mörg ár; Haldið úti hrós-síðu, minnt okkur á alþjóðlega hrós-daginn, komið fram í fjölmiðlum og rætt um hrós. Svo ekki sé talað um námskeið Þekkingarmiðlunar þar sem hún fer ofan í saumana á því hversu mikilvæg hrós eru og hvernig vinnustaðir geta æft sig og þjálfað í því að verða betri í að hrósa. „Starfsánægjukannanirnar eru eflaust að endurspegla þann veruleika okkar að hrós eru almennt ekki rótgróin í menningunni okkar. Það kunna ekkert allir að taka hrósi og sumir kunna ekki að gefa hrós,“ segir Ingrid og tekur hið gamla góða dæmi sem allir þekkja; „Þegar einhver hrósar þér fyrir peysuna sem þú ert í og þú svarar með því að segja: Það er reyndar gat á henni hérna, eða hún er tíu ára gömul. Í staðinn fyrir að segja bara: Takk!“ Það eru samt nokkur lykilatriði sem Ingrid nefnir í umræðunni um hrós. „Hrós þurfa að vera einlæg og koma frá hjartanu. Hrós mega ekki vera yfirborðskennd því þá virka þau ekki, fólk tekur ekki mark á þeim,“ segir Ingrid en klikkir síðan út með öðru lykilatriði: „Hrós þurfa að vera skýr.“ En hvað á Ingrid við með þessu? „Það má ekki fara á milli mála fyrir hvað verið er að hrósa. Þess vegna mega hrós ekki vera mjög almenn eða óbein,“ svarar Ingrid. Enda eykur það líkurnar á að hrós fari framhjá fólki, ef þau eru ekki mjög skýr. „Ímyndum okkur að vinnufélagi hafi gert skýrslu um loftlags- og umhverfismál. Almennt hrós væri: Flott skýrsla sem þú gerðir. Það sem er betra að segja er: Flott skýrsla sem þú gerðir. Mér fannst sérstaklega áhugavert hvernig þú náðir að draga vel fram áhrif kolefnisspora og kunni vel að meta þessar hugmyndir um sjálfbærar lausnir til að auka endurvinnslu.“ Ingrid segir teymisfundi á vinnustöðum tilvalinn vettvang til að byrja að æfa og byggja upp hrósmenningu. „Því á fundum getum við hrósað hvert öðru enda eiga hrós ekki aðeins að koma frá yfirmönnum. Allir í teyminu geta sýnt fordæmi með því að hrósa jafningjum og á fundum eru ýmsar leiðir til þess,“ segir Ingrid og nefnir dæmi: „Skýrt hrós til vinnufélaga gæti til dæmis verið: Ég hef tekið eftir því hvað þú hefur verið dugleg/ur í að taka að þér aukaverkefni undanfarið þegar þess hefur þurft og finnst það frábært.“ Aftur nefnir Ingrid það lykilatriði að hrósin þurfi að vera einlæg. „Vel meint og einlæg hrós ná undraverðum áhrifum. Teymi þurfa því að varast að fara í átak til að byggja upp hrósmenningu þannig að hrós verði að einhvers konar skyldu. Til dæmis alltaf klukkan 14 á fimmtudögum. Þá missa þau áhrifin sín og fólk fer frekar að segja: Jæja, þessi tími kominn, klukkan orðin tvö á fimmtudegi….“ Hrós þurfa að vera mjög skýr og mega ekki hafa einhver leyniskilaboð eins og þekkist í samlokuaðferðinni. Ingrid segir tilvalið fyrir vinnustaði að nýta fundi til að æfa hrós.Vísir/Vilhelm Hrósæfingar fyrir vinnustaði Ingrid segir það þurfa ákveðið úthald og þolinmæði að byggja upp hrósmenningu á vinnustöðum þannig að hrósin hitti í mark, fólk taki eftir þeim, taki mark á þeim, eflist og fari ósjálfrátt að hrósa öðrum sjálft. „Ein æfing sem ég tek stundum á námskeiðum er að fá fólk til að nefna eitthvað jákvætt í fari annarra. Oft tek ég þessa æfingu með fólki í lok námskeiðsins, þegar fólk er kannski búið að sitja saman í tvo til þrjá klukkutíma. Og það sem er svo dásamlegt við þetta eru áhrifin af æfingunni. Sumir einfaldlega svífa út og tárast jafnvel, svo ánægt verður fólk.“ Enda staðreynd að okkur þykir öllum gaman að fá hrós! „Önnur æfing er að allir skrifi hrós á litla minnismiða sem eru settir í kassa. Síðan er tekinn svona hróshringur þar sem hrósin eru lesin upp,“ nefnir Ingrid líka sem dæmi en minnir á að þegar svona æfingar eru teknar, þarf að tryggja að allir fái hrós. „Sumir vinnustaðir tengja hrósuppbyggingu líka við gildi vinnustaðarins. Segjum til dæmis ef að gildi vinnustaðar eru Frumkvæði – virðing – samvinna. Þá gæti gott og skýrt hrós til vinnufélaga verið hrós þegar einhver sýnir frumkvæði í einhverju og er þar með að vinna samkvæmt gildi vinnustaðarins.“ Ingrid nefnir líka skemmtilegar útfærslur sem hún þekkir til frá vinnustöðum. „Þar sem hrósveggur hefur verið búinn til þar sem fólk getur skrifað hrós á minnismiða sem eru límdir upp á vegginn. Í Landsvirkjun var svona hrósveggur sýnilegur þegar fólk var að labba inn og út úr mötuneytinu þannig að hrósin fóru ekki fram hjá neinum. Hrós geta þannig virkað mjög hvetjandi.“ Ingrid segir að þótt hrós eigi ekki aðeins að koma frá yfirmönnum, sé hlutverk stjórnenda þó mikið. „Stjórnendur þurfa að sýna gott fordæmi. Því alls staðar gildir að við gerum það sem fyrir okkur er haft. Stjórnendur þurfa þó að gefa hrós sem þeir meina því það að gefa falskt hrós hefur líka áhrif á vinnustaðinn.“ Þegar við æfum okkur í hrósi, þurfum við líka að æfa okkur í að taka hrósi. Ingrid segir að það þýði að bannað er að skipta um umræðuefni eða gera lítið úr hrósinu. Fyrst og fremst eigum við að segja: Takk fyrir. Vísir/Vilhelm Gryfjurnar: Samlokuaðferðin og fleira En við getum ekki rætt um uppbyggingu á hrósmenningu vinnustaða án þess að vita eitthvað um gryfjurnar sem hægt er að falla í líka. Til viðbótar við til dæmis að vera óskýr með hrós eða yfirborðskennd. Samlokuaðferðin er til dæmis þekkt fyrirbæri þar sem verið er að nota hrós til að koma gagnrýni á framfæri. Samlokuaðferðin gengur þá út á að þú hrósar, gagnrýnir og hrósar síðan aftur. Leyniskilaboðin eru í raun gagnrýnin.“ segir Ingrid og tekur einfalt dæmi: „Ofsalega lítur þú vel út í dag. Þú mættir kannski bursta skóna. En mér finnst klippingin fín.“ Í þessu dæmi er viðkomandi í raun með það leynimarkmið að fá viðkomandi til að bursta skóna sína. Áhrifin af samlokuaðferðinni eru hins vegar þau að fólk tekur eingöngu eftir gagnrýninni en ekki eftir jákvæðu skilaboðunum. Í þessu tilfelli myndi viðkomandi muna það helst að það þyrfti að bursta skóna.“ Annað dæmi er að hrósa ekki með því að ýta undir samanburði milli einstaklinga, eins og: . „Þú ert miklu betri en Jón í þessu.“ Þannig er ýtt undir neikvæðan samanburð sem í raun er er ekki gott.“ Ingrid segir líka gott fyrir vinnustaði að hafa í huga að við erum öll mismunandi. „Sumum finnst ekki þægilegt að fá hrós fyrir framan alla og vilja frekar fá hrós í einrúmi. Við þurfum þá að taka tillit til þess,“ segir Ingrid. Oft sé líka munur á því hvernig kynin líta á hrós. „Ég hef alveg verið með námskeið á karllægum vinnustöðum þar sem starfsmenn líta jafnvel á þetta sem allt of væmið og sjá ekki tilganginn á því. Þá heyrir maður setningar eins og: Ég hef unnið hérna í þrjátíu ár og aldrei fengið hrós. Eigum við að fara að byrja á þessu núna...?“ Eitt atriði sem er þó jafn mikilvægt líka þegar verið er að byggja upp hrósmenningu, er að leggja jafn mikla áherslu á að læra að taka eftir hrósi og að taka hrósi. Alveg eins og hrós þurfa að vera einlæg þurfum við að læra að þiggja hrós á þann háttinn að við sýnum að við kunnum að meta það. Það þýðir að það er bannað að skipta um umræðu þegar við fáum hrós eða gera lítið úr hrósinu. Í staðinn fyrir að svara hrósi um fallegu peysuna með því að segjast hafa keypt hana notaða þurfum við að efla okkur í að taka hrósinu og segja: Takk fyrir. Gaman að fá svona hrós. Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Aðeins þremur af hverjum tíu starfsmönnum hrósað síðustu daga „Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum. 20. september 2023 07:01 Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01 „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Að æfa þakklæti í vinnunni getur margborgað sig Rannsóknir til fjölda ára hafa sýnt mjög sterkt samband á milli þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingju. Skiptir þá engu máli hvar eða hver við erum. Að lifa í þakklæti hefur hreinlega mjög jákvæð áhrif á það hvernig okkur líður. 25. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
„Aldamótakynslóðin og yngra fólk er hins vegar vant því að fá hrós og kann að taka hrósi. Þetta er tölvuleikja- og samfélagsmiðlahópurinn sem hefur lengi safnað like-um af samfélagsmiðlum og fengið endurgjöf í tölvuleikjum eins og Good Job eða Game Over.“ Óháð aldurssamsetningu starfsmanna, er það hins vegar staðreynd að hrós á vinnustöðum er gífurlega mikilvægt. Ekki síst nú þegar vinnustaðir eru í auknum mæli að efla jákvæða líðan starfsfólks síns og almenna velsæld. „Ávinningurinn af því að hrósa á vinnustöðum er mikill þegar kemur að frammistöðu fólks og ýtir undir jákvæð og góð samskipti. Þegar við fáum hrós upplifum við að það sé verið að veita okkur eftirtekt, að það sé verið að meta það sem við erum að gera. Hrós eykur sjálfstraust og er í eðli sínu hlýleg orð sem fær fólk til að líða vel, veita innblástur og hvetja það til dáða,“ segir Ingrid og bætir við enn fleiri jákvæðum áhrifum sem hrós hafa: „Með hrósi erum við að sýna kærleika, velvild og þakklæti í ysi og þysi hversdagsins.“ En hvers vegna sýna starfsmannakannanir þá svona oft að fólk upplifir ekki að það sé að fá hrós í vinnunni? Að læra að hrósa Það komast fáir ef einhverjir með tærnar þar sem Ingrid hefur hælana þegar kemur að hrósi. Enda hefur hún talað fyrir hrósi í mörg ár; Haldið úti hrós-síðu, minnt okkur á alþjóðlega hrós-daginn, komið fram í fjölmiðlum og rætt um hrós. Svo ekki sé talað um námskeið Þekkingarmiðlunar þar sem hún fer ofan í saumana á því hversu mikilvæg hrós eru og hvernig vinnustaðir geta æft sig og þjálfað í því að verða betri í að hrósa. „Starfsánægjukannanirnar eru eflaust að endurspegla þann veruleika okkar að hrós eru almennt ekki rótgróin í menningunni okkar. Það kunna ekkert allir að taka hrósi og sumir kunna ekki að gefa hrós,“ segir Ingrid og tekur hið gamla góða dæmi sem allir þekkja; „Þegar einhver hrósar þér fyrir peysuna sem þú ert í og þú svarar með því að segja: Það er reyndar gat á henni hérna, eða hún er tíu ára gömul. Í staðinn fyrir að segja bara: Takk!“ Það eru samt nokkur lykilatriði sem Ingrid nefnir í umræðunni um hrós. „Hrós þurfa að vera einlæg og koma frá hjartanu. Hrós mega ekki vera yfirborðskennd því þá virka þau ekki, fólk tekur ekki mark á þeim,“ segir Ingrid en klikkir síðan út með öðru lykilatriði: „Hrós þurfa að vera skýr.“ En hvað á Ingrid við með þessu? „Það má ekki fara á milli mála fyrir hvað verið er að hrósa. Þess vegna mega hrós ekki vera mjög almenn eða óbein,“ svarar Ingrid. Enda eykur það líkurnar á að hrós fari framhjá fólki, ef þau eru ekki mjög skýr. „Ímyndum okkur að vinnufélagi hafi gert skýrslu um loftlags- og umhverfismál. Almennt hrós væri: Flott skýrsla sem þú gerðir. Það sem er betra að segja er: Flott skýrsla sem þú gerðir. Mér fannst sérstaklega áhugavert hvernig þú náðir að draga vel fram áhrif kolefnisspora og kunni vel að meta þessar hugmyndir um sjálfbærar lausnir til að auka endurvinnslu.“ Ingrid segir teymisfundi á vinnustöðum tilvalinn vettvang til að byrja að æfa og byggja upp hrósmenningu. „Því á fundum getum við hrósað hvert öðru enda eiga hrós ekki aðeins að koma frá yfirmönnum. Allir í teyminu geta sýnt fordæmi með því að hrósa jafningjum og á fundum eru ýmsar leiðir til þess,“ segir Ingrid og nefnir dæmi: „Skýrt hrós til vinnufélaga gæti til dæmis verið: Ég hef tekið eftir því hvað þú hefur verið dugleg/ur í að taka að þér aukaverkefni undanfarið þegar þess hefur þurft og finnst það frábært.“ Aftur nefnir Ingrid það lykilatriði að hrósin þurfi að vera einlæg. „Vel meint og einlæg hrós ná undraverðum áhrifum. Teymi þurfa því að varast að fara í átak til að byggja upp hrósmenningu þannig að hrós verði að einhvers konar skyldu. Til dæmis alltaf klukkan 14 á fimmtudögum. Þá missa þau áhrifin sín og fólk fer frekar að segja: Jæja, þessi tími kominn, klukkan orðin tvö á fimmtudegi….“ Hrós þurfa að vera mjög skýr og mega ekki hafa einhver leyniskilaboð eins og þekkist í samlokuaðferðinni. Ingrid segir tilvalið fyrir vinnustaði að nýta fundi til að æfa hrós.Vísir/Vilhelm Hrósæfingar fyrir vinnustaði Ingrid segir það þurfa ákveðið úthald og þolinmæði að byggja upp hrósmenningu á vinnustöðum þannig að hrósin hitti í mark, fólk taki eftir þeim, taki mark á þeim, eflist og fari ósjálfrátt að hrósa öðrum sjálft. „Ein æfing sem ég tek stundum á námskeiðum er að fá fólk til að nefna eitthvað jákvætt í fari annarra. Oft tek ég þessa æfingu með fólki í lok námskeiðsins, þegar fólk er kannski búið að sitja saman í tvo til þrjá klukkutíma. Og það sem er svo dásamlegt við þetta eru áhrifin af æfingunni. Sumir einfaldlega svífa út og tárast jafnvel, svo ánægt verður fólk.“ Enda staðreynd að okkur þykir öllum gaman að fá hrós! „Önnur æfing er að allir skrifi hrós á litla minnismiða sem eru settir í kassa. Síðan er tekinn svona hróshringur þar sem hrósin eru lesin upp,“ nefnir Ingrid líka sem dæmi en minnir á að þegar svona æfingar eru teknar, þarf að tryggja að allir fái hrós. „Sumir vinnustaðir tengja hrósuppbyggingu líka við gildi vinnustaðarins. Segjum til dæmis ef að gildi vinnustaðar eru Frumkvæði – virðing – samvinna. Þá gæti gott og skýrt hrós til vinnufélaga verið hrós þegar einhver sýnir frumkvæði í einhverju og er þar með að vinna samkvæmt gildi vinnustaðarins.“ Ingrid nefnir líka skemmtilegar útfærslur sem hún þekkir til frá vinnustöðum. „Þar sem hrósveggur hefur verið búinn til þar sem fólk getur skrifað hrós á minnismiða sem eru límdir upp á vegginn. Í Landsvirkjun var svona hrósveggur sýnilegur þegar fólk var að labba inn og út úr mötuneytinu þannig að hrósin fóru ekki fram hjá neinum. Hrós geta þannig virkað mjög hvetjandi.“ Ingrid segir að þótt hrós eigi ekki aðeins að koma frá yfirmönnum, sé hlutverk stjórnenda þó mikið. „Stjórnendur þurfa að sýna gott fordæmi. Því alls staðar gildir að við gerum það sem fyrir okkur er haft. Stjórnendur þurfa þó að gefa hrós sem þeir meina því það að gefa falskt hrós hefur líka áhrif á vinnustaðinn.“ Þegar við æfum okkur í hrósi, þurfum við líka að æfa okkur í að taka hrósi. Ingrid segir að það þýði að bannað er að skipta um umræðuefni eða gera lítið úr hrósinu. Fyrst og fremst eigum við að segja: Takk fyrir. Vísir/Vilhelm Gryfjurnar: Samlokuaðferðin og fleira En við getum ekki rætt um uppbyggingu á hrósmenningu vinnustaða án þess að vita eitthvað um gryfjurnar sem hægt er að falla í líka. Til viðbótar við til dæmis að vera óskýr með hrós eða yfirborðskennd. Samlokuaðferðin er til dæmis þekkt fyrirbæri þar sem verið er að nota hrós til að koma gagnrýni á framfæri. Samlokuaðferðin gengur þá út á að þú hrósar, gagnrýnir og hrósar síðan aftur. Leyniskilaboðin eru í raun gagnrýnin.“ segir Ingrid og tekur einfalt dæmi: „Ofsalega lítur þú vel út í dag. Þú mættir kannski bursta skóna. En mér finnst klippingin fín.“ Í þessu dæmi er viðkomandi í raun með það leynimarkmið að fá viðkomandi til að bursta skóna sína. Áhrifin af samlokuaðferðinni eru hins vegar þau að fólk tekur eingöngu eftir gagnrýninni en ekki eftir jákvæðu skilaboðunum. Í þessu tilfelli myndi viðkomandi muna það helst að það þyrfti að bursta skóna.“ Annað dæmi er að hrósa ekki með því að ýta undir samanburði milli einstaklinga, eins og: . „Þú ert miklu betri en Jón í þessu.“ Þannig er ýtt undir neikvæðan samanburð sem í raun er er ekki gott.“ Ingrid segir líka gott fyrir vinnustaði að hafa í huga að við erum öll mismunandi. „Sumum finnst ekki þægilegt að fá hrós fyrir framan alla og vilja frekar fá hrós í einrúmi. Við þurfum þá að taka tillit til þess,“ segir Ingrid. Oft sé líka munur á því hvernig kynin líta á hrós. „Ég hef alveg verið með námskeið á karllægum vinnustöðum þar sem starfsmenn líta jafnvel á þetta sem allt of væmið og sjá ekki tilganginn á því. Þá heyrir maður setningar eins og: Ég hef unnið hérna í þrjátíu ár og aldrei fengið hrós. Eigum við að fara að byrja á þessu núna...?“ Eitt atriði sem er þó jafn mikilvægt líka þegar verið er að byggja upp hrósmenningu, er að leggja jafn mikla áherslu á að læra að taka eftir hrósi og að taka hrósi. Alveg eins og hrós þurfa að vera einlæg þurfum við að læra að þiggja hrós á þann háttinn að við sýnum að við kunnum að meta það. Það þýðir að það er bannað að skipta um umræðu þegar við fáum hrós eða gera lítið úr hrósinu. Í staðinn fyrir að svara hrósi um fallegu peysuna með því að segjast hafa keypt hana notaða þurfum við að efla okkur í að taka hrósinu og segja: Takk fyrir. Gaman að fá svona hrós.
Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Aðeins þremur af hverjum tíu starfsmönnum hrósað síðustu daga „Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum. 20. september 2023 07:01 Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01 „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Að æfa þakklæti í vinnunni getur margborgað sig Rannsóknir til fjölda ára hafa sýnt mjög sterkt samband á milli þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingju. Skiptir þá engu máli hvar eða hver við erum. Að lifa í þakklæti hefur hreinlega mjög jákvæð áhrif á það hvernig okkur líður. 25. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Aðeins þremur af hverjum tíu starfsmönnum hrósað síðustu daga „Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum. 20. september 2023 07:01
Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01
Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. 10. október 2024 07:01
„Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00
Að æfa þakklæti í vinnunni getur margborgað sig Rannsóknir til fjölda ára hafa sýnt mjög sterkt samband á milli þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingju. Skiptir þá engu máli hvar eða hver við erum. Að lifa í þakklæti hefur hreinlega mjög jákvæð áhrif á það hvernig okkur líður. 25. nóvember 2022 07:01