Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 11. maí 2025 21:13 KAJ-menn segja að næsta lag þeirra fjalli um hið íslenska gufubað. Vísir/Bjarki Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. Það eru þeir Jakob Norrgård, Axel Åhman og Kevin Holmström sem saman mynda sveitina KAJ. Þeir eru allir sænskumælandi Finnar frá Austurbotni og eru líklega fyrstu söngvararnir frá svæðinu sem hafa öðlast heimsfrægð af því að syngja á eigin mállýsku Austurbotnssænsku. Þeir unnu óvænt þungavigtarjúrómanninn Måns Zelmerlöw í sænsku undankeppninni Melodifestivalen. Jakob Norrgaard segir spennuna byggjast upp en hlakkar til að stíga á stokk á þriðjudaginn en þeir keppa í sömu undankeppni og Væb-bræðurnir fyrir hönd Íslands. Félagi hans Axel Åhman tekur undir með honum og segir viðbrögðin við laginu hafa farið fram úr öllum vonum. „Við höfum alltaf verið í mjög miklu jaðardæmi. Sænskumælandi Finnar eru um það bil jafnmargir og Íslendingar. Þannig þið vitið hvernig þetta er, þetta er fámennur hópur. Að ná að gera eitthvað sem fær þvílíka athygli er mjög sjaldgæft. Svo gerðum við það á okkar eigin mállýsku sem er enn sjaldgæfara,“ segir hann. Finnarnir eru heimsfrægir fyrir saunumenningu sína og það er akkúrat það sem lag Kaj-manna fjallar um en hvað finnst þeim um gufuböð okkar Íslendinga? „Mér finnst líka gott í gufubaði en það er allt annað fyrirbæri. Mér finnst að maður ætti að prófa bæði, finnsku saununa og gufubaðið,“ segir Kevin Holmström og Jakob félagi hans skýtur svo inn í næsta lagið með Kaj muni fjalla um hið íslenska gufubað. Hvernig líst ykkur á VÆB-bræður? „Þeir eru með mjög gott væb. Ég dýrka orkuna í þeim, þeir eru svo skemmtilegir. Það er alltaf gaman að hitta þá á svæðinu. Mér finnst þeim ganga frábærlega með lagið. Þeir stóðu sig mjög vel á seinni æfingunni þeirra,“ segir Axel. „Ég fer alltaf í morgunmat á nákvæmlega sama tíma og Matti. Ég fæ fimmu frá honum á hverjum morgni,“ segir Jakob. Eruð þið stressaðir? „Það er að byggjast upp. Maður verður smástressaður en það þýðir ekkert nema að standa sig. Okkur líður vel með atriðið en þetta snýst um að standa sig þegar tíminn kemur,“ segir Kevin. Eurovision Eurovision 2025 Svíþjóð Tónlist Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Það eru þeir Jakob Norrgård, Axel Åhman og Kevin Holmström sem saman mynda sveitina KAJ. Þeir eru allir sænskumælandi Finnar frá Austurbotni og eru líklega fyrstu söngvararnir frá svæðinu sem hafa öðlast heimsfrægð af því að syngja á eigin mállýsku Austurbotnssænsku. Þeir unnu óvænt þungavigtarjúrómanninn Måns Zelmerlöw í sænsku undankeppninni Melodifestivalen. Jakob Norrgaard segir spennuna byggjast upp en hlakkar til að stíga á stokk á þriðjudaginn en þeir keppa í sömu undankeppni og Væb-bræðurnir fyrir hönd Íslands. Félagi hans Axel Åhman tekur undir með honum og segir viðbrögðin við laginu hafa farið fram úr öllum vonum. „Við höfum alltaf verið í mjög miklu jaðardæmi. Sænskumælandi Finnar eru um það bil jafnmargir og Íslendingar. Þannig þið vitið hvernig þetta er, þetta er fámennur hópur. Að ná að gera eitthvað sem fær þvílíka athygli er mjög sjaldgæft. Svo gerðum við það á okkar eigin mállýsku sem er enn sjaldgæfara,“ segir hann. Finnarnir eru heimsfrægir fyrir saunumenningu sína og það er akkúrat það sem lag Kaj-manna fjallar um en hvað finnst þeim um gufuböð okkar Íslendinga? „Mér finnst líka gott í gufubaði en það er allt annað fyrirbæri. Mér finnst að maður ætti að prófa bæði, finnsku saununa og gufubaðið,“ segir Kevin Holmström og Jakob félagi hans skýtur svo inn í næsta lagið með Kaj muni fjalla um hið íslenska gufubað. Hvernig líst ykkur á VÆB-bræður? „Þeir eru með mjög gott væb. Ég dýrka orkuna í þeim, þeir eru svo skemmtilegir. Það er alltaf gaman að hitta þá á svæðinu. Mér finnst þeim ganga frábærlega með lagið. Þeir stóðu sig mjög vel á seinni æfingunni þeirra,“ segir Axel. „Ég fer alltaf í morgunmat á nákvæmlega sama tíma og Matti. Ég fæ fimmu frá honum á hverjum morgni,“ segir Jakob. Eruð þið stressaðir? „Það er að byggjast upp. Maður verður smástressaður en það þýðir ekkert nema að standa sig. Okkur líður vel með atriðið en þetta snýst um að standa sig þegar tíminn kemur,“ segir Kevin.
Eurovision Eurovision 2025 Svíþjóð Tónlist Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira