Lalli Johns er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 22:43 Lalli Johns - stjörnuglæpon. Lalli Johns, réttu nafni Lárus Björn Svavarsson, er látinn. Hann var 74 ára gamall. Árið 2001 varð Lárus landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar heitnis sem fjallaði um Lalla Johns og líf hans. Í myndinni segir hann opinskátt af lífi sínu sem fíkill og smáglæpamaður og draumnum um að losna undan slíku líferni. Hún sýndi líf hans á götunni í Reykjavík í þrjú ár þar sem hann flakkaði á milli fangelsis, félagsþjónustu, meðferðarstofnana og kráa. Myndin fékk Edduverðlaunin fyrir heimildarmynd ársins það árið. Hann sneri svo við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Síðustu árin hefur hann dvalið á Hrafnistu í Reykjavík. Lalli ólst upp við kröpp kjör. Fjölskyldan hafði ekki mikið á milli handanna og bjó meðal annars á Knoxkampi og í Pólunum, sem eru braggahverfi. Hann var vistaður á vistheimilinu Breiðuvík þar sem hann varð fyrir ofbeldi af hálfu eldri drengja á heimilinu. Hann hefur sagt í viðtölum síðan að dvöl sín þar hafi átt þátt í að hann leiddist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Árið 2018 tók blaðamaður DV viðtal við Lárus þar sem kom fram meðal annars að Lárus hafði hlotið samtals 42 dóma frá árinu 1969, nær eingöngu fyrir þjófnað. Síðasta dóminn hlaut hann árið 2009 fyrir innbrot í Hveragerði árinu áður. Í grein Vísis um málið er honum lýst sem „sennilega einhverjum frægasta ógæfumanninum á Íslandi.“ Árið 2007 vakti Lárus athygli fyrir að koma fram í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina. Hann var í aðalhlutverki í herferð sem bar yfirskriftina: „Hver vaktar þitt heimili?“ og sætti mikilli gagnrýni fyrir að ala á ótta á heimilislausu fólki og fíklum. Bróðir Lárusar, Sigurbjörn Svavarsson, greindi frá fráfalli hans á samfélagsmiðlum í kvöld. Lárus lætur eftir sig fjögur börn Andlát Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Árið 2001 varð Lárus landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar heitnis sem fjallaði um Lalla Johns og líf hans. Í myndinni segir hann opinskátt af lífi sínu sem fíkill og smáglæpamaður og draumnum um að losna undan slíku líferni. Hún sýndi líf hans á götunni í Reykjavík í þrjú ár þar sem hann flakkaði á milli fangelsis, félagsþjónustu, meðferðarstofnana og kráa. Myndin fékk Edduverðlaunin fyrir heimildarmynd ársins það árið. Hann sneri svo við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Síðustu árin hefur hann dvalið á Hrafnistu í Reykjavík. Lalli ólst upp við kröpp kjör. Fjölskyldan hafði ekki mikið á milli handanna og bjó meðal annars á Knoxkampi og í Pólunum, sem eru braggahverfi. Hann var vistaður á vistheimilinu Breiðuvík þar sem hann varð fyrir ofbeldi af hálfu eldri drengja á heimilinu. Hann hefur sagt í viðtölum síðan að dvöl sín þar hafi átt þátt í að hann leiddist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Árið 2018 tók blaðamaður DV viðtal við Lárus þar sem kom fram meðal annars að Lárus hafði hlotið samtals 42 dóma frá árinu 1969, nær eingöngu fyrir þjófnað. Síðasta dóminn hlaut hann árið 2009 fyrir innbrot í Hveragerði árinu áður. Í grein Vísis um málið er honum lýst sem „sennilega einhverjum frægasta ógæfumanninum á Íslandi.“ Árið 2007 vakti Lárus athygli fyrir að koma fram í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina. Hann var í aðalhlutverki í herferð sem bar yfirskriftina: „Hver vaktar þitt heimili?“ og sætti mikilli gagnrýni fyrir að ala á ótta á heimilislausu fólki og fíklum. Bróðir Lárusar, Sigurbjörn Svavarsson, greindi frá fráfalli hans á samfélagsmiðlum í kvöld. Lárus lætur eftir sig fjögur börn
Andlát Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira