Lífið

Aðal gellur landsins saman í epískri hesta­ferð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Margar af aðal skvísum landsins skemmtu sér vel í epískri hestaferð um helgina.
Margar af aðal skvísum landsins skemmtu sér vel í epískri hestaferð um helgina. Instagram

Það var líf og fjör hjá þotuliði aðal skvísa landsins um helgina þegar alþingiskonur, plötusnúðar, leikkonur, læknar og fleiri til skelltu sér saman í hestaferð.

Meðal kvennanna voru Áslaug Arna þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, vörumerkjastjórinn og plötusnúðurinn Sóley Kristjánsdóttir, leikkonurnar Nína Dögg og Svandís Dóra, markaðsstjórinn Katrín Sigríður, fréttakonan Telma Tómasson, viðskiptaskvísan Ragnheiður Theodórsdóttir og Rósa Líf dýraverndunarsinni og læknir. 

Skvísurnar voru duglegar að birta myndir af fjörinu á samfélagsmiðlum og það væsti sannarlega ekki um þær. Kokkar frá Hosiló framreiddu dýrindis veitingar og gleðin náði hámarki með hlöðutónleikum. Áslaug Arna birti færslu á Instagram með skemmtilegum myndum þar sem hún skrifar: „Þegar hestakonur koma saman þá er gaman“.

Vinkonurnar Katrín Sigríður markaðsstjóri Bestseller, Áslaug Arna þingmaður og Margrét matreiðslumeistari á Duck and Rose. Instagram
Skvísulæti!Instagram

Glæsilegar gellur!Instagram @margretrikhards
Skvísurnar voru í skýjunum með matinn og þjónustuna frá Hosilo.Instagram
Hörkukonur! Instagram
Veðurblíða og girnilegur matur!Instagram
Stórglæsilegar skvísur, þær Svandís Dóra leikkona og Sóley DJ og vörumerkjastjóri.Instagram
Gallaefnið var vinsælt og viðeigandi.Instagram
Skál í Veuve Clicquot!Instagram
Skvísurnar í góðum gír eftir reiðina.Instagram
DJ Sóley glæsileg.Instagram
Glæsipíur! Katrín Sigríður, Ragga Theó, Áslaug Arna og Margrét í góðum hópi kvenna.Instagram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.