Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2025 22:11 Airbus-breiðþota Air Greenland lenti í fyrsta sinn í Nuuk í lok nóvembermánaðar. KNR/skjáskot Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp opnun nýs Nuuk-flugvallar þann 28. nóvember síðastliðinn. Mannfjöldi safnaðist þá saman við flugvöllinn til að sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, svífa inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Þetta var fyrsta lending farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Opnun vallarins sem alþjóðaflugvallar var sögð marka þáttaskil í samgöngum landsins við umheiminn. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Myndin er tekin úr flugvél Isavia við flugprófanir á vellinum.Isavia Það var fyrirfram vitað að flugvallarstæðið í Nuuk væri ekki jafn hagstætt og á gamla millilandavellinum í Kangerlussuaq, sem áður nefndist Syðri-Straumfjörður. Tölur sem Air Greenland hefur núna birt um raskanir vegna óveðurs í flugi frá Kaupmannahöfn til Nuuk hafa hins vegar reynst verri en flesta grunaði. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru 32 flugferðir sem ýmist þurfi að aflýsa eða flugvélin þurfti frá að hverfa. Á sama tíma í fyrra, þegar flogið var til Kangerlussuaq, var þetta aðeins ein ferð frá Kaupmannahöfn sem féll niður vegna veðurs. Þotan kvaddi gamla flugvöllinn formlega þann 26. nóvember síðastliðinn, tveimur dögum fyrir opnun vallarins í Nuuk, sem er mun berskjaldaðri gagnvart vindi og veðri en sá í Kangerlussuaq. Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, segir þessar raskanir í Nuuk hafa verið óeðlilega miklar. Þær hafi haft gríðarleg áhrif á félagið og þyngt reksturinn. Þota Grænlendinga í flugtaki frá Kangerlussuaq þann 26. nóvember síðastliðinn í síðasta reglubundna áætlunarfluginu þaðan til Kaupmannahafnar.KNR/skjáskot Hann vill þó meina að þetta sé ekki það sem búast megi við í framtíðinni. Nýjar tæknilausnir á Nuuk-flugvelli muni gera það mögulegt að lenda þar jafnvel í mjög slæmu veðri. Þá séu truflanir á flugi í vetur ekki alfarið veðri um að kenna heldur megi að hluta skýra þær með því að starfsmenn félagsins séu enn að læra á breyttar aðstæður. Býst forstjórinn við að raskanir á flugi um Nuuk muni með tímanum ekki verða meiri en það sem telja megi eðlilegt. Grænland Fréttir af flugi Danmörk Veður Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp opnun nýs Nuuk-flugvallar þann 28. nóvember síðastliðinn. Mannfjöldi safnaðist þá saman við flugvöllinn til að sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, svífa inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Þetta var fyrsta lending farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Opnun vallarins sem alþjóðaflugvallar var sögð marka þáttaskil í samgöngum landsins við umheiminn. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Myndin er tekin úr flugvél Isavia við flugprófanir á vellinum.Isavia Það var fyrirfram vitað að flugvallarstæðið í Nuuk væri ekki jafn hagstætt og á gamla millilandavellinum í Kangerlussuaq, sem áður nefndist Syðri-Straumfjörður. Tölur sem Air Greenland hefur núna birt um raskanir vegna óveðurs í flugi frá Kaupmannahöfn til Nuuk hafa hins vegar reynst verri en flesta grunaði. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru 32 flugferðir sem ýmist þurfi að aflýsa eða flugvélin þurfti frá að hverfa. Á sama tíma í fyrra, þegar flogið var til Kangerlussuaq, var þetta aðeins ein ferð frá Kaupmannahöfn sem féll niður vegna veðurs. Þotan kvaddi gamla flugvöllinn formlega þann 26. nóvember síðastliðinn, tveimur dögum fyrir opnun vallarins í Nuuk, sem er mun berskjaldaðri gagnvart vindi og veðri en sá í Kangerlussuaq. Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, segir þessar raskanir í Nuuk hafa verið óeðlilega miklar. Þær hafi haft gríðarleg áhrif á félagið og þyngt reksturinn. Þota Grænlendinga í flugtaki frá Kangerlussuaq þann 26. nóvember síðastliðinn í síðasta reglubundna áætlunarfluginu þaðan til Kaupmannahafnar.KNR/skjáskot Hann vill þó meina að þetta sé ekki það sem búast megi við í framtíðinni. Nýjar tæknilausnir á Nuuk-flugvelli muni gera það mögulegt að lenda þar jafnvel í mjög slæmu veðri. Þá séu truflanir á flugi í vetur ekki alfarið veðri um að kenna heldur megi að hluta skýra þær með því að starfsmenn félagsins séu enn að læra á breyttar aðstæður. Býst forstjórinn við að raskanir á flugi um Nuuk muni með tímanum ekki verða meiri en það sem telja megi eðlilegt.
Grænland Fréttir af flugi Danmörk Veður Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24