Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 13. maí 2025 12:00 Menningarferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að búa til áfangastaði sem byggja á sögum og óáþreifanlegum menningararfi. Í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda, sem kynnt var í fyrra, er menningarferðaþjónustu í fyrsta skipti gefinn gaumur með formföstum hætti. Jólasveinarnir koma úr Dölunum Á dánardegi Jóhannesar úr Kötlum, þann 27. apríl sl., var verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölunum” kynnt og fyrsti jólasveinninn, skyrgámur, afhjúpaður. Heimili skyrgáms verður á Erpsstöðum, þar sem þessi snjalla og samfélagslega sinnaða hugmynd fæddist árið 2021. Jólasveinahugmyndin byggir á vísum Jóhannesar úr Kötlum, sem birtust í bókinni Jólin koma árið 1932, einni vinsælustu barnabók allra tíma á Íslandi. Í Árbliki fór Einar Svansson, barnabarn Jóhannesar, yfir höfundarverk afa síns og vakti athygli á valdi hans á bragháttum og hvernig hann kallaðist á við Snorra Sturluson í kveðskap sínum. Jóhannes náði að tengja samtíma sinn við fortíðina og um leið tala inn í framtíðina. Ljóð hans um jólasveinana eru órjúfanlegur hluti jólahátíðar Íslendinga og um leið efniviður í nýja nálgun menningarfrumkvöðlanna í Dalabyggð. Ný nálgun á arfleifðina Arfleifð Jóhannesar er grunnur að verkefni þar sem 13 sexhyrndum stöplum verður komið fyrir víða um Dalina. Hver stöpull táknar einn jólasvein og veitir gestum fróðleik um skáldið, jólasveinana og tengingu þeirra við staðinn. Fjölmargir koma að verkefninu og nýjar hugmyndir spretta fram, svo sem þróun 13 lopapeysumynstra hjá ullarvinnslunni Urði, eitt fyrir hvern jólasvein og fjöldi aðra hugmynda eru á sveimi. Verkefnið er stutt af Dala-auði sem er hluti af Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun og hefur kveikt í framkvæmdagleði Dalamanna sem byggir á sköpunargleði. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún í Hlíð leiða verkefnið en Guðrún vinnur einmitt að hugmyndum um jólasveinasafn í Hlíð og tengir það við ferðaþjónustufyrirtæki sitt. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún frá Hlíð. Óáþreifanlegur menningararfur sem auðlind Menningararfur gegnir sífellt stærra hlutverki í mótun sjálfbærrar og staðbundinnar ferðaþjónustu. Samkvæmt nýjustu menningarvísum Hagstofunnarfjórfölduðust rekstrartekjur í menningararfi á tíu ára tímabili frá 2012-2021 en starfandi í greininni fjölgaði aðeins um 26% á sama tíma.. Ný ferðamálastefna stjórnvalda til ársins 2030 markar þáttaskil þar sem menningarferðamennska fær aukna áherslu og kallað er eftir markvissari gagnaöflun og rannsóknum. Óáþreifanlegur menningararfur, frásagnarhefðir, hátíðir, siðvenjur og trúarbrögð, hefur mikið vægi sem auðlind í ferðaþjónustu. Samkvæmt UNESCO er slíkur arfur lifandi, miðlaður milli kynslóða og lykilþáttur í sjálfsmynd samfélaga. Þrátt fyrir þetta er þessi arfleifð gjarnan vanmetin í stefnumótun, einkum vegna skorts á rannsóknum sem sýna áhrif hennar á samfélög og efnahag. Ferðamenn sem sækjast eftir menningarupplifun vilja tengjast sögum og staðháttum og dvelja gjarnan lengur þar sem slík upplifun býðst. Til að nýta þessar auðlindir þarf miðlun og túlkun, sem ekki einungis eykur upplifun gesta heldur styrkir líka sjálfsmynd heimafólks og eflir vitund um mikilvægi arfleifðar. Menningarkortlagning sem lykilverkfæri Menningarkortlagning er áhrifarík aðferð til að ná utan um menningarauðlindir þannig að þær nýtist heimafólki til að bæta búsetuskilyrði og styðja við frumkvöðlastarf um land allt. Með henni skapast grundvöllur fyrir markvissa nýtingu menningararfsins í ferðaþjónustu. Verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölum“ er gott dæmi um hvernig óáþreifanlegur menningararfur getur verið drifkraftur nýsköpunar í ferðaþjónustu. Með því að virkja arfleifð sem tengir saman fortíð, samtíma og framtíð skapast ekki aðeins verðmætir áfangastaðir heldur styrkist líka sjálfsmynd samfélaga og tengsl við rætur sínar. Þannig verður fortíðin að verðmætri auðlind fyrir framtíðina. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Jólasveinar Menning Ferðaþjónusta Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Menningarferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að búa til áfangastaði sem byggja á sögum og óáþreifanlegum menningararfi. Í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda, sem kynnt var í fyrra, er menningarferðaþjónustu í fyrsta skipti gefinn gaumur með formföstum hætti. Jólasveinarnir koma úr Dölunum Á dánardegi Jóhannesar úr Kötlum, þann 27. apríl sl., var verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölunum” kynnt og fyrsti jólasveinninn, skyrgámur, afhjúpaður. Heimili skyrgáms verður á Erpsstöðum, þar sem þessi snjalla og samfélagslega sinnaða hugmynd fæddist árið 2021. Jólasveinahugmyndin byggir á vísum Jóhannesar úr Kötlum, sem birtust í bókinni Jólin koma árið 1932, einni vinsælustu barnabók allra tíma á Íslandi. Í Árbliki fór Einar Svansson, barnabarn Jóhannesar, yfir höfundarverk afa síns og vakti athygli á valdi hans á bragháttum og hvernig hann kallaðist á við Snorra Sturluson í kveðskap sínum. Jóhannes náði að tengja samtíma sinn við fortíðina og um leið tala inn í framtíðina. Ljóð hans um jólasveinana eru órjúfanlegur hluti jólahátíðar Íslendinga og um leið efniviður í nýja nálgun menningarfrumkvöðlanna í Dalabyggð. Ný nálgun á arfleifðina Arfleifð Jóhannesar er grunnur að verkefni þar sem 13 sexhyrndum stöplum verður komið fyrir víða um Dalina. Hver stöpull táknar einn jólasvein og veitir gestum fróðleik um skáldið, jólasveinana og tengingu þeirra við staðinn. Fjölmargir koma að verkefninu og nýjar hugmyndir spretta fram, svo sem þróun 13 lopapeysumynstra hjá ullarvinnslunni Urði, eitt fyrir hvern jólasvein og fjöldi aðra hugmynda eru á sveimi. Verkefnið er stutt af Dala-auði sem er hluti af Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun og hefur kveikt í framkvæmdagleði Dalamanna sem byggir á sköpunargleði. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún í Hlíð leiða verkefnið en Guðrún vinnur einmitt að hugmyndum um jólasveinasafn í Hlíð og tengir það við ferðaþjónustufyrirtæki sitt. Þorgrímur á Erpsstöðum og Guðrún frá Hlíð. Óáþreifanlegur menningararfur sem auðlind Menningararfur gegnir sífellt stærra hlutverki í mótun sjálfbærrar og staðbundinnar ferðaþjónustu. Samkvæmt nýjustu menningarvísum Hagstofunnarfjórfölduðust rekstrartekjur í menningararfi á tíu ára tímabili frá 2012-2021 en starfandi í greininni fjölgaði aðeins um 26% á sama tíma.. Ný ferðamálastefna stjórnvalda til ársins 2030 markar þáttaskil þar sem menningarferðamennska fær aukna áherslu og kallað er eftir markvissari gagnaöflun og rannsóknum. Óáþreifanlegur menningararfur, frásagnarhefðir, hátíðir, siðvenjur og trúarbrögð, hefur mikið vægi sem auðlind í ferðaþjónustu. Samkvæmt UNESCO er slíkur arfur lifandi, miðlaður milli kynslóða og lykilþáttur í sjálfsmynd samfélaga. Þrátt fyrir þetta er þessi arfleifð gjarnan vanmetin í stefnumótun, einkum vegna skorts á rannsóknum sem sýna áhrif hennar á samfélög og efnahag. Ferðamenn sem sækjast eftir menningarupplifun vilja tengjast sögum og staðháttum og dvelja gjarnan lengur þar sem slík upplifun býðst. Til að nýta þessar auðlindir þarf miðlun og túlkun, sem ekki einungis eykur upplifun gesta heldur styrkir líka sjálfsmynd heimafólks og eflir vitund um mikilvægi arfleifðar. Menningarkortlagning sem lykilverkfæri Menningarkortlagning er áhrifarík aðferð til að ná utan um menningarauðlindir þannig að þær nýtist heimafólki til að bæta búsetuskilyrði og styðja við frumkvöðlastarf um land allt. Með henni skapast grundvöllur fyrir markvissa nýtingu menningararfsins í ferðaþjónustu. Verkefnið „Jólasveinar koma úr Dölum“ er gott dæmi um hvernig óáþreifanlegur menningararfur getur verið drifkraftur nýsköpunar í ferðaþjónustu. Með því að virkja arfleifð sem tengir saman fortíð, samtíma og framtíð skapast ekki aðeins verðmætir áfangastaðir heldur styrkist líka sjálfsmynd samfélaga og tengsl við rætur sínar. Þannig verður fortíðin að verðmætri auðlind fyrir framtíðina. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður Rannsóknaseturs skapandi greina.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun