Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar 13. maí 2025 13:01 Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku. Þrátt fyrir oft á tíðumkrefjandi aðstæður getur safnafólk á Íslandi verið stolt af þeim metnaði og árangri í störfum þeirra. Eitt af því sem ætíð hefur mótandi áhrif á framtíð safna er hæft starfsfólk, sem hefur breiðan þekkingargrunn sem gerir söfnum kleift að taka þátt í fjölbreytilegum umræðum, mikilvægar samfélaginu. Með öðrum orðum, innan safna er mikill mannauður sem þarf að hlúa að. Þekkingöflun safna er eitt lykil framlag þeirra til íslensks samfélags, ekki síst í ljósi safnfræðslu og íslenskrar ferðaþjónustu, en þetta eru hvorutveggja umræðuefni sem mér eru mjög hugleikin þessa dagana. Söfn geta sannarlega verið öflug menningarauðlind ferðaþjónustunnar, þau bjóða upp á einstaka innsýn inn í íslensk samfélag, á grundvelli faglegra vinnubragða, rannsókna og þekkingar. Þau taka þátt í sjálfbærri menningarferðaþjónustu, ekki einungis með móttöku ferðamanna, heldur með því að ráða leiðsögumenn, taka þátt í öflugu samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu, og veita upplýsingar. Þar stoppar fólk og fær sér kaffi, og kaupir minjagripi, bækur og sækir sér upplýsingar um það samfélag sem þau eru að heimsækja á sýningum þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega mikilvægur þáttur í framtíð safna, ekki síst með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem verið er að beina athyglinni að í ár: Að styðja við efnahagslífið, ýta undir sköpunargleði og hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga. Lykillinn að góðu samstarfi safna við ferðaþjónustuna er að hafa ávallt faglegt hlutverk stofnananna að leiðarljósi: Að varðveita menningararfinn af fagmennsku og að miðla honum á áhrifamikinn hátt til almennings (innlendra og erlendra gesta), með sanngildi að leiðarljósi. Höfundur er lektor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ferðaþjónusta Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku. Þrátt fyrir oft á tíðumkrefjandi aðstæður getur safnafólk á Íslandi verið stolt af þeim metnaði og árangri í störfum þeirra. Eitt af því sem ætíð hefur mótandi áhrif á framtíð safna er hæft starfsfólk, sem hefur breiðan þekkingargrunn sem gerir söfnum kleift að taka þátt í fjölbreytilegum umræðum, mikilvægar samfélaginu. Með öðrum orðum, innan safna er mikill mannauður sem þarf að hlúa að. Þekkingöflun safna er eitt lykil framlag þeirra til íslensks samfélags, ekki síst í ljósi safnfræðslu og íslenskrar ferðaþjónustu, en þetta eru hvorutveggja umræðuefni sem mér eru mjög hugleikin þessa dagana. Söfn geta sannarlega verið öflug menningarauðlind ferðaþjónustunnar, þau bjóða upp á einstaka innsýn inn í íslensk samfélag, á grundvelli faglegra vinnubragða, rannsókna og þekkingar. Þau taka þátt í sjálfbærri menningarferðaþjónustu, ekki einungis með móttöku ferðamanna, heldur með því að ráða leiðsögumenn, taka þátt í öflugu samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu, og veita upplýsingar. Þar stoppar fólk og fær sér kaffi, og kaupir minjagripi, bækur og sækir sér upplýsingar um það samfélag sem þau eru að heimsækja á sýningum þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega mikilvægur þáttur í framtíð safna, ekki síst með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem verið er að beina athyglinni að í ár: Að styðja við efnahagslífið, ýta undir sköpunargleði og hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga. Lykillinn að góðu samstarfi safna við ferðaþjónustuna er að hafa ávallt faglegt hlutverk stofnananna að leiðarljósi: Að varðveita menningararfinn af fagmennsku og að miðla honum á áhrifamikinn hátt til almennings (innlendra og erlendra gesta), með sanngildi að leiðarljósi. Höfundur er lektor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun