Logi á leið í burtu en ekki til Freys Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 13:00 Logi Tómasson í leiknum eftirminnilega gegn Wales í fyrra þar sem hann opnaði markareikning sinn fyrir íslenska landsliðið. vísir/Anton Norska knattspyrnufélagið Strömsgodset hefur samþykkt að selja landsliðsbakvörðinn Loga Tómasson sem mun vera á leið til Tyrklands. Logi hefur verið eftirsóttur og sérstaklega verið orðaður við félög Freys Alexanderssonar, fyrst Kortrijk í Belgíu og svo Brann eftir að Freyr flutti sig yfir til Noregs. Sjálfur lýsti Freyr yfir áhuga á leikmanninum, í óþökk þjálfara Strömsgodset. Það varð þó aldrei af því að Logi færi til Brann og nú hefur Strömsgodset, samkvæmt TV 2 í Noregi, komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Samsunspor um sölu á hinum 24 ára gamla Loga. TV 2 segir þó að ekki séu öll smáatriði frágengin en að allt bendi til þess að Logi verði leikmaður Samsunspor. Miðillinn segir að Logi hafi verið mikilvægur hlekkur í liði Strömsgodset síðustu ár en hann kom til félagsins frá Víkingi í ágúst 2023. Samningur Loga við Strömsgodset gildir út árið 2026 og því eðlilegt að hann verði seldur í ár svo að félagið fái sem hæst verð fyrir kappann. TV 2 bendir hins vegar á að félagaskiptaglugginn í Tyrklandi opnist ekki fyrr en 1. júlí og að því gæti enn liðið nokkur tími þar til að allt verði frágengið. Strømsgodset har kommet til enighet med en utenlandsk klubb om et salg av Logi Tómasson. Islendingen signerer for sin nye klubb etter medisinsk test i løpet av de nærmeste ukene og forlater Norge i sommer. Godset er sikret opp mot 10 mill. kr for backen. pic.twitter.com/ZOokw5pyAx— Stian André de Wahl (@StianWahl) May 13, 2025 Stian André de Wahl, blaðamaður Nettavisen, segir að Logi muni gangast undir læknisskoðun á komandi vikum og í kjölfarið skrifa formlega undir samning við sitt nýja félag. Strömsgodset fái allt að tíu milljónir norskra króna í sinn hlut, eða um 126 milljónir íslenskra króna. Norski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Logi hefur verið eftirsóttur og sérstaklega verið orðaður við félög Freys Alexanderssonar, fyrst Kortrijk í Belgíu og svo Brann eftir að Freyr flutti sig yfir til Noregs. Sjálfur lýsti Freyr yfir áhuga á leikmanninum, í óþökk þjálfara Strömsgodset. Það varð þó aldrei af því að Logi færi til Brann og nú hefur Strömsgodset, samkvæmt TV 2 í Noregi, komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Samsunspor um sölu á hinum 24 ára gamla Loga. TV 2 segir þó að ekki séu öll smáatriði frágengin en að allt bendi til þess að Logi verði leikmaður Samsunspor. Miðillinn segir að Logi hafi verið mikilvægur hlekkur í liði Strömsgodset síðustu ár en hann kom til félagsins frá Víkingi í ágúst 2023. Samningur Loga við Strömsgodset gildir út árið 2026 og því eðlilegt að hann verði seldur í ár svo að félagið fái sem hæst verð fyrir kappann. TV 2 bendir hins vegar á að félagaskiptaglugginn í Tyrklandi opnist ekki fyrr en 1. júlí og að því gæti enn liðið nokkur tími þar til að allt verði frágengið. Strømsgodset har kommet til enighet med en utenlandsk klubb om et salg av Logi Tómasson. Islendingen signerer for sin nye klubb etter medisinsk test i løpet av de nærmeste ukene og forlater Norge i sommer. Godset er sikret opp mot 10 mill. kr for backen. pic.twitter.com/ZOokw5pyAx— Stian André de Wahl (@StianWahl) May 13, 2025 Stian André de Wahl, blaðamaður Nettavisen, segir að Logi muni gangast undir læknisskoðun á komandi vikum og í kjölfarið skrifa formlega undir samning við sitt nýja félag. Strömsgodset fái allt að tíu milljónir norskra króna í sinn hlut, eða um 126 milljónir íslenskra króna.
Norski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira