Íslenski boltinn

Víðir og Reynir ekki í eina sæng

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá vellinum í Sandgerði.
Frá vellinum í Sandgerði. mynd/reynir sandgerði

Ekkert verður af sameiningu íþróttafélaganna Víðis í Garði og Reynis í Sandgerði.

Tillaga þar að lútandi var felld á auka aðalfundum beggja félaga. Í Sandgerði var niðurstaðan afgerandi en í Garði sögðu 46 já en 45 nei. Reyndar þurfti tvo þriðju til þess að tillagan yrði samþykkt.

Málið var sett á fullt síðasta október er félögin skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að stofna nýtt íþróttafélög.

Stefnt var að stofnun hins nýja félags haustið 2026 og að nýr aðalvöllur félagsins yrði í Sandgerði en að upphitaður gervigrasvöllur yrði lagður á núverandi malarvelli í Garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×