Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 14:37 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er formaður velferðarnefndar og hafnaði því að ekki væri hlustað á minnihlutann. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. Fram kom í umræðum á þingi í dag að minnihluti lagði fram bókun á fundi nefndarinnar í gær þar sem þau lögðust gegn því að nefndin hefði afgreitt úr nefnd frumvarp um lögfestingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hildur Sverrisdóttir tók fyrst til máls um fundarstjórn forseta og minnti á að lögin í landinu væru sniðin í þingsal. Hún sagði hafa borið á því að kvartað væri undan starfi í nefndum. Þar fari fram takmörkuð umræða og gestir fái lítinn tíma. Hildur óskaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarvinna fengi að fara fram eins og hún þarf að fara fram svo nefndir geti unnið sitt starf eins og þær eigi að gera. Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, tók næst til máls og tók undir þessi orð Hildar. Hún sagði þetta tilfinningu fleiri einstaklinga innan stjórnarandstöðunnar. Þetta gilti ekki um allar nefndir en hún sé í tveimur og þar gangi vel í annarri en illa í hinni. Sem dæmi hafi formaður velferðarnefndar neitað að fara yfir nefndarálit minnihlutans á fundi í gær en það hafi verið verklag á síðasta kjörtímabili að gera það alltaf. Hún minnti á að ríkisstjórnin verði ekki dæmd af fjölda mála, heldur gæðum þeirra. Hildur Sverrisdóttir kallaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarstarf.Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tók næstur til máls og sagði dagskrá skipulagða nokkuð þétta í nefndum. Gestakomum ljúki oft þannig að gestir þurfa að koma aftur því ekki hafi verið gefið svigrúm í dagskrá fyrir spurningum og svörum. Hann hvatti forseta til að ræða við nefndarformenn til að hvetja þá til að ætla sér ekki um of. Það verði frekar til þess að málin vinnist hægar. Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók undir og kvartaði sérstaklega undan því að ekki hafi verið hægt að fá fulltrúa fjármálaráðuneytisins á fund velferðarnefndar til að ræða frumvarp um lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún sagði að í nefnd hafi verið gert lítið úr því að lögfesting geti haft áhrif á kostnað sveitarfélaga og að um þetta hafi verið bókað í nefndinni. Fundarstjórn forseta sé orðinn helsti kvörtunarliður Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins og formaður nefndarinnar, sagði dagskrárliðinn fundarstjórn forseta alltaf taka á sig ótrúlegri mynd. „Þetta er orðinn helsti kvörtunarliðurinn hérna á þingi. Ef að stjórnarandstöðunni mislíkar eitthvað við okkur í meirihlutanum að þá er komið hérna og grátið í pontu fyrir framan alþjóð,“ sagði Kolbrún á þingi í dag en hún er formaður velferðarnefndar. Hún sagði að þingmenn væru að vísa til þess að ákvörðun hefði verið tekin í nefnd um að afgreiða frumvarpið úr nefnd þó svo að ósætti væri um það. „Þó það hefðu komið hundrað gestir í viðbót hefði það ekki varpað ljósi á hvað þetta gæti kostað næstu fimmtíu árin,“ segir Kolbrún og að stjórnarandstaðan sé að nota þennan dagskrárlið til að tefja dagskrá þingsins. Ingibjörg Isaksen þingkona Framsóknarflokksins sagði umræðuna ekkis snúast um minni- eða meirihluta heldur góð vinnubrögð. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í bókun minnihlutans hefði minnihlutinn lagst gegn því að málið yrði tekið úr nefnd og að nefndin hafi óskað eftir frekari upplýsingum eins og fjárhagslegu mati og að fá fulltrúa fjármálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis á fund nefndarinnar. Bergþór fór svo aftur í pontu og sagði viðbrögð formanns nefndarinnar endurspegla þann vanda sem nefndin hafi staðið fyrir. Kolbrún tók aftur til máls og hafnaði því að ekki væri hlustað á óskir minnihlutans. Hún sagði það liggja fyrir að ekki væri hægt að reikna út kostnaðinn við samninginn næstu tíu ár og málið væri ekki þannig „klippt og skorið“ að hægt væri að gera það. Hefur fundað með formönnum þrisvar Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar og forseti þingsins, tók svo til máls og sagðist hafa fundað þrisvar með nefndarformönnum síðustu vikur. Allir þingmenn hafi metnað til að sinna sinni vinnu vel og hún myndi gera sitt til að tryggja að vinnubrögðin yrðu góð. Það hafi 33 nýir þingmenn sest á þing og fólk sé að tileinka sér ný hlutverk. Hún sagðist taka fullt tillit til ábendinga þingmanna. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók næstur til máls og sagði með ólíkindum að Kolbrún hafi fullyrt að ekki væri hægt að reikna kostnaðinn við frumvarpið. Það sé lögfest að það eigi að reikna út kostnað sem lendir á sveitarfélögum og það sé óásættanlegt að þingið samþykki „opinn tékka“ inn í framtíðina. Hann sagði að áætlun um til dæmis kostnað við NPA hafi verið áætlaður einn og hálfur milljarður en kostnaðurinn hafi verið tífaldur. Sumt nefndarstarf gangi afar vel Þó nokkrir þingmenn tóku svo til máls og hrósuðu formönnum nefnda þar sem vel gengur. Sérstaklega voru nefnd Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar, Guðbrandur Einarsson, formaður umhverfis – og samgöngunefndar og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Ingibjörg tók svo aftur til máls og sagði þetta ekki snúast um minni- eða meirihluta. Heldur snúist þetta um vinnubrögð. Sé skortur á gögnum til að taka upplýsta ákvörðun um að styðja mál úr nefnd sé mikilvægt að geta kallað eftir þeim. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Fram kom í umræðum á þingi í dag að minnihluti lagði fram bókun á fundi nefndarinnar í gær þar sem þau lögðust gegn því að nefndin hefði afgreitt úr nefnd frumvarp um lögfestingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hildur Sverrisdóttir tók fyrst til máls um fundarstjórn forseta og minnti á að lögin í landinu væru sniðin í þingsal. Hún sagði hafa borið á því að kvartað væri undan starfi í nefndum. Þar fari fram takmörkuð umræða og gestir fái lítinn tíma. Hildur óskaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarvinna fengi að fara fram eins og hún þarf að fara fram svo nefndir geti unnið sitt starf eins og þær eigi að gera. Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, tók næst til máls og tók undir þessi orð Hildar. Hún sagði þetta tilfinningu fleiri einstaklinga innan stjórnarandstöðunnar. Þetta gilti ekki um allar nefndir en hún sé í tveimur og þar gangi vel í annarri en illa í hinni. Sem dæmi hafi formaður velferðarnefndar neitað að fara yfir nefndarálit minnihlutans á fundi í gær en það hafi verið verklag á síðasta kjörtímabili að gera það alltaf. Hún minnti á að ríkisstjórnin verði ekki dæmd af fjölda mála, heldur gæðum þeirra. Hildur Sverrisdóttir kallaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarstarf.Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tók næstur til máls og sagði dagskrá skipulagða nokkuð þétta í nefndum. Gestakomum ljúki oft þannig að gestir þurfa að koma aftur því ekki hafi verið gefið svigrúm í dagskrá fyrir spurningum og svörum. Hann hvatti forseta til að ræða við nefndarformenn til að hvetja þá til að ætla sér ekki um of. Það verði frekar til þess að málin vinnist hægar. Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók undir og kvartaði sérstaklega undan því að ekki hafi verið hægt að fá fulltrúa fjármálaráðuneytisins á fund velferðarnefndar til að ræða frumvarp um lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún sagði að í nefnd hafi verið gert lítið úr því að lögfesting geti haft áhrif á kostnað sveitarfélaga og að um þetta hafi verið bókað í nefndinni. Fundarstjórn forseta sé orðinn helsti kvörtunarliður Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins og formaður nefndarinnar, sagði dagskrárliðinn fundarstjórn forseta alltaf taka á sig ótrúlegri mynd. „Þetta er orðinn helsti kvörtunarliðurinn hérna á þingi. Ef að stjórnarandstöðunni mislíkar eitthvað við okkur í meirihlutanum að þá er komið hérna og grátið í pontu fyrir framan alþjóð,“ sagði Kolbrún á þingi í dag en hún er formaður velferðarnefndar. Hún sagði að þingmenn væru að vísa til þess að ákvörðun hefði verið tekin í nefnd um að afgreiða frumvarpið úr nefnd þó svo að ósætti væri um það. „Þó það hefðu komið hundrað gestir í viðbót hefði það ekki varpað ljósi á hvað þetta gæti kostað næstu fimmtíu árin,“ segir Kolbrún og að stjórnarandstaðan sé að nota þennan dagskrárlið til að tefja dagskrá þingsins. Ingibjörg Isaksen þingkona Framsóknarflokksins sagði umræðuna ekkis snúast um minni- eða meirihluta heldur góð vinnubrögð. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í bókun minnihlutans hefði minnihlutinn lagst gegn því að málið yrði tekið úr nefnd og að nefndin hafi óskað eftir frekari upplýsingum eins og fjárhagslegu mati og að fá fulltrúa fjármálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis á fund nefndarinnar. Bergþór fór svo aftur í pontu og sagði viðbrögð formanns nefndarinnar endurspegla þann vanda sem nefndin hafi staðið fyrir. Kolbrún tók aftur til máls og hafnaði því að ekki væri hlustað á óskir minnihlutans. Hún sagði það liggja fyrir að ekki væri hægt að reikna út kostnaðinn við samninginn næstu tíu ár og málið væri ekki þannig „klippt og skorið“ að hægt væri að gera það. Hefur fundað með formönnum þrisvar Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar og forseti þingsins, tók svo til máls og sagðist hafa fundað þrisvar með nefndarformönnum síðustu vikur. Allir þingmenn hafi metnað til að sinna sinni vinnu vel og hún myndi gera sitt til að tryggja að vinnubrögðin yrðu góð. Það hafi 33 nýir þingmenn sest á þing og fólk sé að tileinka sér ný hlutverk. Hún sagðist taka fullt tillit til ábendinga þingmanna. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók næstur til máls og sagði með ólíkindum að Kolbrún hafi fullyrt að ekki væri hægt að reikna kostnaðinn við frumvarpið. Það sé lögfest að það eigi að reikna út kostnað sem lendir á sveitarfélögum og það sé óásættanlegt að þingið samþykki „opinn tékka“ inn í framtíðina. Hann sagði að áætlun um til dæmis kostnað við NPA hafi verið áætlaður einn og hálfur milljarður en kostnaðurinn hafi verið tífaldur. Sumt nefndarstarf gangi afar vel Þó nokkrir þingmenn tóku svo til máls og hrósuðu formönnum nefnda þar sem vel gengur. Sérstaklega voru nefnd Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar, Guðbrandur Einarsson, formaður umhverfis – og samgöngunefndar og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Ingibjörg tók svo aftur til máls og sagði þetta ekki snúast um minni- eða meirihluta. Heldur snúist þetta um vinnubrögð. Sé skortur á gögnum til að taka upplýsta ákvörðun um að styðja mál úr nefnd sé mikilvægt að geta kallað eftir þeim.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira