Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. maí 2025 08:37 Fundur forsetanna mun hafa verið stuttur en Trump er staddur í opinberri heimsókn í Miðausturlöndum og verður þar næstu daga. Hvíta húsið Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en áður höfðu Bandaríkjamenn aflétt viðskiptaþvingunum sem settar voru á Sýrland á meðan Bashar Al Assad var við völd í landinu. Honum var steypt af stóli á dögunum af Al Sharaa sem lýsti sig forseta til bráðabirgða. Nokkur óvissa hefur verið um stöðuna í Sýrlandi því Al Sharaa fer fyrir samtökunum Hayat Tahrir al-Sham sem vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Al Sharaa hefur kallað eftir því að þeirri skilgreiningu verði breytt. Á fundinum í morgun voru auk forsetanna tveggja, krónprinsinn í Sádi-Arabíu og Erdogan Tyrklandsforseti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðborg Damaskus eftir að ljóst var að viðskiptabanninu hafði verið aflétt en bannið hefur komið í veg fyrir alla fjárfestingu í landinu en mikil endurreisn er framundan í Sýrlandi eftir áralangt borgarastríð. Samkvæmt talskonu Trumps fór hann fram á það við Sharaa að Sýrland gengi inn í Abraham-samkomulagið og taka upp opinber samskipti við Ísrael. Trump bað Sharaa einnig um að segja erlendum vígamönnum að yfirgefa Sýrland og að vísa palestínskum vígamönnum úr landi. Þá fór Trump fram á það að ríkisstjón Sharaa aðstoðaði við að koma í veg fyrir upprisu Íslamska ríkisins og að ríkið tæki yfir rekstur umdeildra fangabúða fyrir erlenda vígamenn ISIS og fjölskyldur þeirra í austurhluta Sýrlands. Today, President Trump, at the invitation of Crown Prince Mohammed bin Salman, met with Syrian President Ahmad al-Sharaa. President Erdogan of Turkey joined by phone. President Erdogan praised President Trump for lifting sanctions on Syria and committed to working alongside Saudi… pic.twitter.com/0yhyZbQ1o0— Karoline Leavitt (@PressSec) May 14, 2025 Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil rekið þessar búðir en hafa lengi kvartað yfir því mikla álagi sem fylgir því og hafa þeir sömuleiðis varað við því að árásir séu tíðar of ástandið hafi versnað til muna. Í heildina hafa Kúrdar haldið um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en áður höfðu Bandaríkjamenn aflétt viðskiptaþvingunum sem settar voru á Sýrland á meðan Bashar Al Assad var við völd í landinu. Honum var steypt af stóli á dögunum af Al Sharaa sem lýsti sig forseta til bráðabirgða. Nokkur óvissa hefur verið um stöðuna í Sýrlandi því Al Sharaa fer fyrir samtökunum Hayat Tahrir al-Sham sem vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Al Sharaa hefur kallað eftir því að þeirri skilgreiningu verði breytt. Á fundinum í morgun voru auk forsetanna tveggja, krónprinsinn í Sádi-Arabíu og Erdogan Tyrklandsforseti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðborg Damaskus eftir að ljóst var að viðskiptabanninu hafði verið aflétt en bannið hefur komið í veg fyrir alla fjárfestingu í landinu en mikil endurreisn er framundan í Sýrlandi eftir áralangt borgarastríð. Samkvæmt talskonu Trumps fór hann fram á það við Sharaa að Sýrland gengi inn í Abraham-samkomulagið og taka upp opinber samskipti við Ísrael. Trump bað Sharaa einnig um að segja erlendum vígamönnum að yfirgefa Sýrland og að vísa palestínskum vígamönnum úr landi. Þá fór Trump fram á það að ríkisstjón Sharaa aðstoðaði við að koma í veg fyrir upprisu Íslamska ríkisins og að ríkið tæki yfir rekstur umdeildra fangabúða fyrir erlenda vígamenn ISIS og fjölskyldur þeirra í austurhluta Sýrlands. Today, President Trump, at the invitation of Crown Prince Mohammed bin Salman, met with Syrian President Ahmad al-Sharaa. President Erdogan of Turkey joined by phone. President Erdogan praised President Trump for lifting sanctions on Syria and committed to working alongside Saudi… pic.twitter.com/0yhyZbQ1o0— Karoline Leavitt (@PressSec) May 14, 2025 Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil rekið þessar búðir en hafa lengi kvartað yfir því mikla álagi sem fylgir því og hafa þeir sömuleiðis varað við því að árásir séu tíðar of ástandið hafi versnað til muna. Í heildina hafa Kúrdar haldið um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51