Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. maí 2025 15:02 „Drykkjumót“ eins og Sjally Pally eru ekki á útleið að sögn formannsins, þó Pílukastsambandið vilji ganga inn í ÍSÍ og vinni markvisst að auknu ungmenna- og æskulýðsstarfi. píludeild þórs Stefnt er að því að gera Pílukastsambandið að sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambandsins á ársþingi þess um næstkomandi helgi. Formaður Pílukastsambandsins segir um jákvæða þróun að ræða fyrir íþróttina, „drykkjumót“ verði áfram til staðar. Framkvæmdastjórn ÍSÍ viðurkenndi pílukast árið 2023 og telur greinina nú uppfylla þau viðmið sem sett eru til að hægt sé að stofna sérsamband um hana. „Pílusamfélagið er að stækka svo mikið, ég held að það verði gott fyrir alla aðila að ganga inn í Íþróttasambandið. Vera partur af því stóra batteríi… Það myndi breyta helling fyrir okkur og okkar keppnisfólk sem er að sækja í mót hér og erlendis. Og auðvitað félögin líka“ sagði Hilmar Þór Hönnuson, formaður Pílukastsambandsins, í samtali við Vísi. Breytingin myndi meðal annars fela í sér fjárúthlutanir og styrki til keppnisfólksins og félaganna. „Pílan er að fara í þá áttina“ Pílukastið hefur verið á uppsveiflu í vinsældum undanfarin ár og fjölmörg mót eru haldin hér á landi. Þeim mótum hefur fylgt ákveðin stemning sem áhorfendur upplifa ekki á öðrum íþróttaviðburðum, en það breytist væntanlega með inngöngu í ÍSÍ. Yrði þetta minna partý og meira æskulýðsstarf? „Pílan er undanfarin ár búin að fara úr því að vera bara partý, nema bara einstöku mót. Og í flestum mótum sem eru á vegum ÍPS og flestra félaga er meira verið að horfa á árangur í pílu, heldur en nokkurn tímann eitthvað partýstand. Pílan er að fara í þá áttina. Þannig að já, þetta mun verða meira æskulýðsstarf, enda ungmennastarf komið í flesta klúbba“ sagði Hilmar. Það er þá einhver þróun sem þið hafið verið að vinna að síðustu árin? „Já, við erum búin að vera að þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt… Ég held að upp til hópa séu allir ánægðir með það“ sagði Hilmar. „Drykkjumót verða alveg til staðar“ Hann tók einnig fram að þó partýstandið í kringum píluna fari minnkandi með hverju árinu verði félögum áfram heimilt að halda slík mót. Stemningin sem hefur myndast á mótum eins og til dæmis Sjally Pally, er því ekki á útleið. „Þeim verður ekki hætt. Það er annað. Það er mót á vegum klúbbs… Þessi drykkjumót verða alveg til staðar, inni í klúbbunum… Þetta er sitt hvor heimurinn af pílu, eftir því í hvað þú sækir. Báðir möguleikar verða til staðar, en [innganga í ÍSÍ] opnar möguleikann á það að þetta sé íþrótt með árangur í fyrirrúmi“ sagði Hilmar sem er bjartsýnn á að inngangan verði samþykkt af íþróttaþinginu um næstkomandi helgi. Pílukast Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ viðurkenndi pílukast árið 2023 og telur greinina nú uppfylla þau viðmið sem sett eru til að hægt sé að stofna sérsamband um hana. „Pílusamfélagið er að stækka svo mikið, ég held að það verði gott fyrir alla aðila að ganga inn í Íþróttasambandið. Vera partur af því stóra batteríi… Það myndi breyta helling fyrir okkur og okkar keppnisfólk sem er að sækja í mót hér og erlendis. Og auðvitað félögin líka“ sagði Hilmar Þór Hönnuson, formaður Pílukastsambandsins, í samtali við Vísi. Breytingin myndi meðal annars fela í sér fjárúthlutanir og styrki til keppnisfólksins og félaganna. „Pílan er að fara í þá áttina“ Pílukastið hefur verið á uppsveiflu í vinsældum undanfarin ár og fjölmörg mót eru haldin hér á landi. Þeim mótum hefur fylgt ákveðin stemning sem áhorfendur upplifa ekki á öðrum íþróttaviðburðum, en það breytist væntanlega með inngöngu í ÍSÍ. Yrði þetta minna partý og meira æskulýðsstarf? „Pílan er undanfarin ár búin að fara úr því að vera bara partý, nema bara einstöku mót. Og í flestum mótum sem eru á vegum ÍPS og flestra félaga er meira verið að horfa á árangur í pílu, heldur en nokkurn tímann eitthvað partýstand. Pílan er að fara í þá áttina. Þannig að já, þetta mun verða meira æskulýðsstarf, enda ungmennastarf komið í flesta klúbba“ sagði Hilmar. Það er þá einhver þróun sem þið hafið verið að vinna að síðustu árin? „Já, við erum búin að vera að þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt… Ég held að upp til hópa séu allir ánægðir með það“ sagði Hilmar. „Drykkjumót verða alveg til staðar“ Hann tók einnig fram að þó partýstandið í kringum píluna fari minnkandi með hverju árinu verði félögum áfram heimilt að halda slík mót. Stemningin sem hefur myndast á mótum eins og til dæmis Sjally Pally, er því ekki á útleið. „Þeim verður ekki hætt. Það er annað. Það er mót á vegum klúbbs… Þessi drykkjumót verða alveg til staðar, inni í klúbbunum… Þetta er sitt hvor heimurinn af pílu, eftir því í hvað þú sækir. Báðir möguleikar verða til staðar, en [innganga í ÍSÍ] opnar möguleikann á það að þetta sé íþrótt með árangur í fyrirrúmi“ sagði Hilmar sem er bjartsýnn á að inngangan verði samþykkt af íþróttaþinginu um næstkomandi helgi.
Pílukast Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira